Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2003, Síða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2003, Síða 16
16 Fréttir / Fimmtudagur 18. september 2003 mmmiKM "ir PI^'rT'/T t ~ l.: *~:í' ^ >11 .íæB • 11 4ÆriiB n U r j 1 1 '%iA tk. A URÐAVEGUR, myndin sem Guðgeir Matthíasson málaði í sumar. Aðalsjónarhornið er í'rá hólnum vestan gömlu sundlaugarinnar en Guðgeir segist hafa „fantaserað“ myndina nokkuð, kafað dýpra í myndina sem hann studdist við, lyft sumum húsanna og hliðrað öðrum til, þannig að þau sæjust og nytu sín betur. Að því leyti er myndin ekki „kórrétt“ sögulega séð, heldur sjálfstætt listaverk sem gefur engu að síður góða mynd af þessu umhveríi eins og það var. Eg mála ekki eftir ljósmynd -en ég skal vinna eftir henni, segir Guðgeir Matthíasson um tilurð myndarinnar á norðurhlið mjölskemmu FES Myndirnar sem Guðgeir Matthíasson hefur málað á húsveggi, bæði áður og svo nú í sumar, hafa vakið verðskuldaða athygli. Ekki síst stærsta myndin, á norðurgafli mjölskemmu Isfélagsins og ber nafnið Urðavegur. Þar má sjá húsin sem stóðu við austanverðan Urðaveginn og hús úr næsta nágrenni þeirra, við Landagötu, Heimagötu, Grænuhlíð, Helgafellsbraut og fleiri götur. Hefur oft mátt sjá fólk standa við myndina og rifja upp sögu húsanna, sem flest urðu hrauninu að bráð 1973, og þá ekki síður sögur af mörgum nafnfrægum íbúum þeirra Guðgeir segir að upphafið að þessari mynd hafi verið að Runólfur Gíslason frá Hvanneyri hafi komið til sín árið 2000 með gamla Ijósmynd af svæðinu og sagt við sig: „Málaðu þetta." Guðgeir svaraði því með því að segja: „Nei, ég mála ekki eí'tir ljósmynd en ég skal vinna eftir henni.“ „Þannig byrjaði þetta nú,“ segir Guðgeir og brosir. „Og ég get sagt þér að þetta sagði ég nú bara við Runa af mínum húmor. Og líka það að ég hef aldrei getað hugsað mér að fara að kópera eitlhvað og kalla mitt verk. Ef menn vilja sjá mynd málaða eftir ljósmynd þá geta þeir farið í Spari- sjóðinn og kíkt á vegginn þar. Þetta er kannski ekki ósvipað því og þegar kvikmynd er gerð eftir sögu úr bók. Kvikmyndin verður aldrei nákvæm eftirmynd af bókinni og áekki að vera það, kvikmyndagerðarmaðurinn „fantaserar" með efnið og skapar því nýjan búning. Myndin uian á mjöl- skemmunni styðst vissulega við ljós- myndina en ég ákvað að „fantasera" hana verulega, t.d. færði ég sum húsin til þannig að þau nytu sín betur en væru ekki í hvarfi við önnur. En ég held að höfuðatriðin í þessu verki séu í því ljósi sem fólk man þau.“ Guðgeir er sjálfur uppalinn á þess- um slóðum. Foreldrar hans, þau Matthías skreðari og Unnur Pálsdóttir, bjuggu í húsinu Vinaminni á homi Heimatorgs og Urðavegar og þar var heimili Guðgeirs frá því hann var sjö ára og fram yfir unglingsár þegar hann stofnaði sjálfur sitt heimili. „Ég get ekki neitað því að margt er farið að dofna úr minningunni um þessar slóðir, enda er ég kominn á sjötugsaldurinn og mér finnst orðið erfiðara að hugsa til baka en áður var. Til dæmis vom sum húsanöfnin algerlega dottin úr kollinum á mér. Ég held að ljósmyndin, sem ég studdist við, sé tekin á sjötta ára- tugnum, alla vega er hún tekin áður en farið var að byggja á Gjábakkatúninu sem er í miðjum myndfletinum. Og aðalsjónarhornið er frá hólnum vestan við sundlaugina. Ég byrjaði að mála í Eyjum í byrjun júní í sumar. A þessari mynd byrjaði ég 15. júní og var í fimm vikur að Ijúka henni en alls var ég hér að mála í sjö vikur. Aður var ég þó búinn að vinna verulega undirbúningsvinnu, byrjaði í nóvember 2001 að teikna þetta upp heima hjá mér.“ Nú er á þessari mynd aðeins austurhlutinn af Urðaveginum, hvað með hinn hlutann og svo önnur hverfi sem einnig fóru undir hraun. Megum við eiga von á að því verði gerð skil síðar? „Ég er með vesturpartinn af Urða- veginum í kollinum og meira úr austur- og miðbænum, svo sem kvosina kringum Þingvelli og gömlu Rafstöðina. Ef mér endist aldur og heilsa til er aldrei að vita nema eitthvað af því sjái dagsins Ijós. En allt kostar þetta vinnu og peninga." Guðgeir er að fiytja til Eyja á ný, stefnir á að vera alkominn hingað I. nóvember. Vtirhannorðinnþreytturá höfuðborginni? „Reykjavík er orðin borg gleymsk- unnar. Landsbyggðin gleymist í þögninni. Það er ýmislegt í Reykjavík sem landsbyggðin fer á mis við, bæði pólitískt og efnahagslega. Þegar ég fiutti héðan á sínum tíma gaf ég þá yfirlýsingu að ég ætlaði að vera í Reykjavík í tvö til þrjú ár. Síðan eru liðin átta ár og löngu kominn tími á að standa við yfirlýsinguna. Ég hlakka til að fara að fýlgjast með bæjarmálunum og félagsmálunum á nýjan leik. Og svo eigum við húsið okkar ennþá, Akurey við Vestmannabraut, seldum það ekki sem betur fer og það er allt konunni að þakka. En á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti til allra þeirra sem studdu mig til góðra verka í sumar þegar ég var hér að mála. Og ég hlakka virki- lega til þess að vera alkominn heim á ný.“ GUÐGEIR við Urðavegarskiltið sem komið hefur verið upp á hrauninu: „Ég held að höfuðatriðin í þessu verki séu í því Ijósi sem fólk man þau.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.