Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2003, Síða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 18.09.2003, Síða 18
18 Fréttir / Fimmtudagur 18. september 2003 Uppskeruhátíð KFS: Fjölmennt þing grunnskólafólks STJÓRN félagsins, Ágústa, Ólöf Heiða, Svava, Guðrún og Elín. Stjóm Kennarafélgs Vestmannaeyja heíúr í mörg hom að líta þessa dagana við undirbúning haustþings kennara sem hefst síðdegis í dag, fimmtudag. Þingið sækja kennarar og skóla- stjómendur grunnskóla á Suðurlandi. Búist er við unr 220 manns ofan af landi en í allt verða þingfulltrúar, gestir og fyrirlesarar um 330. Boðið er upp á fjölda fyrirlestra um hin ólíkustu efni sem tengjast kennslu og skóla- starfi. I stjóm Kennarafélags Vestmanna- eyja sitja Svava Bogadóttir formaður, Guðrún Stefánsdóttir varaformaður, Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir gjaldkeri, Elín Yngvadóttir ritari og Ágústa Guðnadóttir meðstjómandi. í samtali við Fréttir sögðu þær að komin væri hefð á haustþing kennara unr allt land. „Síðustu tvö ár hafa grunnskóla- kennarar í Vestmannaeyjum haldið sín þing með kennurum og starfsfólki allra skólastiga í bænum. Þau þing vom mjög vel heppnuð. Fyrir þremur árum héldum við hinsvegar þing á Flúðum með starfsbræðmm okkar á Suðurlandi. Nú er komið að okkur að bjóða þeim hingað til Eyja,“ sagði Svava. „Það hefði verið gaman að vera áfram með öll skólastigin saman en því miður leyfa aðstæður það ekki og það er ekkert sem segir að þingin þurfi alltaf að vera með sama sniði. Það koma 220 gestir ofan af landi og í allt verðum við 330 á þinginu með gestum og fyrirlesumm." Við emm búin að fylla næstum allt gistirými og við myndum illa ráða við að halda stærra þing,“ sögðu þær. Dagskrá þingsins mun ná til margra sviða í kennslu og skólastarfi almennt. „Á svona þingum kynnumst við ólíkum sjónarmiðum, fræðumst um nýjar kennsluaðferðir, nýtt námsefni og sjáum hvemig aðrir takast á við hin ýmsu mál sem koma upp í skóla- starfinu um leið og við aukum okkar faglegu vitund. Þingin em líka vettvangur til að sýna sig og sjá aðra og þessi þáttur á ekki síst við sam- eiginlega árshátíð sem verður í kvöld.“ Þær sögðu að undirbúningur hefði staðið í eitt ár og hefur mestur þunginn hvílt á stjómum kennarafélaganna í Vestmannaeyjum, Suðurlandi og for- manni Skólastjórafélags Suðurlands, Hjálmfríði Sveinsdóttur, skólastjóra Bamaskólans. „Það hafa allir lagt sig fram og við emm bara nokkuð bjart- sýnar á að þingið verði vel heppnað," sögðu þær að lokum. Fjölmargir fyrilestrar Meðal þess sem boðið er upp á þinginu er fyrirlestur Sigrúnar Áðal- bjamardóttur, prófessors við HI, sýningu Námsgagnastofnunar og Rauða kross Islands, kynningu á styrkjum Evrópusambandsins vegna Sókrates- og Comenius verkefna og Menntagáttar. Aðrir fyrirlestrar em; skyndihjálp fyrir unglinga, að læra nýtt tungumál, textil/þæfing, Olweus-kerfið, Early steps, hlustunarskilyrði í kennslu- stofunni og raddbeiting, listin að nota leiklist í gegnum kennslu, kynning á rafrænu námsefni í dönsku, lífsleikni, heimspeki í gmnnskóla, stærðfræði, árangur fyrir alla gmnnskóla- nemendur, tónmennt fyrir yngsta stig og handritin heima. Hlynur bcstur 03 Sindri sýndi mestar framfarir KFS héll lokahóf sitt í golfskálanum um helgina og fögnuðu menn sæti í 2. deild að ári. Að venju vom afhentar viðurkenningar fyrir sumarið, þannig fékk Sindri Grétarsson verðlaun fyrir mestar framfarir og Sæþór Jóhannes- son prúðasti leikmaður. Markahæstur í KFS varð Yngvi Borgþórsson með tólf mörk í deild og bikar en þess má til gamans geta að næstur kom Sindri Grétarsson með tíu mörk í aðeins fjórum deildarleikjum. Þannig að ef hann hefði spilað alla átján leiki KFS í deild þá hefði hann endað með 45 mörk, samkvæmt þeim útreikningi. Að lokum var Hlynur Stefánsson valinn besti leikmaður KFS enda þótt hann hafi ekki spilað alla leiki liðsins þá var hann yfirburðamaður á vellinum í þeim leikjum sem hann spilaði og í raun hálf sorglegt að hann skuli ekki enn vera að spila í efstu deild. Leikmenn og forráðamenn liðsins skemmtu sér svo saman fram eftir kvöldi og enduðu lokahófið á balli með Sálinni. HLYNUR, sá besti 2003, Hjalti þjálfari og Yngvi Borgþórs, markakóngur KFS 2003. Landakirkja Fimmtudagur 18. september Kl. 10.00 Mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu. Hvenær ætli við fáum heimsókn? Kl. 20.00 Tólf spora vinna hefst á þessum tíma efitir viku!! Allir sem hafa áhuga á því að vinna af einlægni með tilfinningar sínar með það að markmiði að verða betri og sterkari einstaklingar ættu að kynna sér málin. Laugardagur 20. september Kl. 14.00 Útför Aðalbjargar Jóhönnu Bergmundsdóttur. Sunnudagur 21. september Kl. 11.00 Sunnudagaskóli í kirkj- unni. Rebbi refur og brúðuleikrit. Mikill söngur, bænir og biblíusaga. Sr. Fjölnir Ásbjömsson og barna- fræðaramir. Kl. 14.00 Innsetningarmessa. Sr. Fjölnir Ásbjömsson verður settur formlega inn í embætti prests í Vestmannaeyjaprestakalli við há- tíðlega athöfn. Prófastur sr. Gunnar Kristjánsson setur sr. Fjölni inn í embætti. Kór Landakirkju syngur undir stjóm Guðmundar H Guðjónssonar organista og sr. Þorvaldur Víðisson þjónar ásamt prófasti og presti fyrir altari. Kaffi í Safnaðarheimilinu eftir messu. Mánudagur 22. september Kl. 17.30 Æskulýðsstarf fatlaðra, eldri hópur. Hulda Líney Magnús- dóttir æskulýðsfulltrúi og sr. Þorvaldur Víðisson. Kl. 20.00 Kvenfélag Landakirkju undirbýrárleganjólabasar. Kven- félagskonur hvattar til að mæta. Þriðjudagur 23. september Kl. 15.00 Kirkjuprakkarar, 6-8 ára krakkar f kirkjunni. Sr. Fjölnir Ásbjömsson og leiðtogamir. Kl. 20.30 Kyrrðarstund í Landa- kirkju. Sr. Fjölnir Ásbjömsson og organisti Guðmundur H. Guð- jónsson. Góður vettvangur frá erli hversdagsins. Miðvikudagur 24. september Kl. 16.20 TTT yngri, 9-10 ára krakkar í kirkjunni. Sr. Fjölnir Ásbjömsson og leiðtogamir. Kl. 17.30 TTT eldri, 11-12 ára krakkar í kirkjunni. Sr. Fjölnir Ásbjömsson og leiðtogamir. Kl. 20.00 Opið hús hjá Æsku- lýðsfélagi Landakirkju og KFUM&K í félagsheimili KFUM&K. Hulda Líney Magnúsdóttir æskulýðsfulltrúi, sr. Fjölnir Ásbjömsson og leiðtogamir. Hvítasunnukirkjan Fimmtudagur 18. september Kl. 20.30 ALFA-námskeið. Kynningarkvöld fyrir þessi vinsælu námskeið. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Föstudagur 19. september Kl. 20.30 Unglingakvöld. Laugardagur 20. september Kl. 20.30 Bæna- og lofgjörðar- stund. Sunnudagur 21. september Kl. 13.00 Sunnudagaskólinn, böm að aldri og í anda velkomin. Kl. 15.00 SAMKOMA Lofgjörð fyrirbænir og lifandi Guðsorð. Komið og takið þátt, kaffisopi eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir. Aðventkirkjan Laugardagur 20. september Kl. 10.30 Biblíurannsókn. Biblían talar sími 481-1585

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.