Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 02.10.2003, Side 14

Fréttir - Eyjafréttir - 02.10.2003, Side 14
14 Fréttir / Fimmtudagur 2. október 2003 Eyjabúð 50 ára - Elsta verslunin í Eyjum: Okkar styrkur er ánægðir viðskiptavinir -sem halda tryggð við okkur, segir Fríðfinnur Finnbogason FEÐGARNIR, Finnbogi, Friðfinnur og Gunnar. Friðfinnur segist ekki haf'a trú á að synirnir komi til með að taka við rekstrinum af honum og þar með slitnar þráðurinn sem haldist hcfur í 50 ár. „Það er ekki hávaði eða asi sem mætir viðskiptavinum Eyjabúðar þegar þeir líta við,“ segir í grein um þennan fasta punkt í bæjarlífinu fyrir tíu ámm síðan en þá stóð Eyjabúð á fertugu. I gær, 1. október hefur verslunin bætt við tíu árum í sögu sína, er sem sagt orðin fimmtug og um leið lang- elsta verslun bæjarins. Eyjabúð hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi, stofnandinn er Friðfinnur Finnsson á Oddgeirshólum og nú hefur fjórði ættliðurinn í karllegg tekið sér stöðu innan við búðarborðið. Það hefur ekki margt breyst í Eyjabúð á síðustu ámm og áratugum, upp um alla veggi hanga lásar af öllum gerðum og annað sem útgerðin þarf, kókakólakistan er á sínum stað og innan við borðið er gamalkunnugt andlit, Friðfinnur Finnbogason sem nú er tekinn við rekstrinum. „Afi stofnaði Eyjabúð haustið 1953 og opnaði verslunina þann 1. október það ár. Hann byrjaði hinum megin við götuna,“ segir Friðfinnur og bendir yfir götuna á Vosbúð þar sem Miðstöðin er nú til húsa. „Þar var hann ekki lengi og flutti að Strandvegi 60 þar sem við erum enn í dag,“ bætti hann við. Friðfinnur eldri rak verslunina til ársins 1965 þegar Finnbogi sonur hans, Bogi í Eyjabúð, yfirtók reksturinn en hann hafði staðið við hlið föður síns frá upphafi. „Pabbi keypti af afa og við hjónin keyptum svo af pabba 1. janúar 1998,“ segir Friðfinnur en kona hans er Inga Jónsdóttir. Sjálfur á hann langan starfsaldur að baki f Eyjabúð. „Eg byrjaði að vinna héma sumarið 1967 en árin 1968 og 1969 var ég í Verslunarskólanum og vann í Eyjabúð á sumrin auk þess að spila með meistaraflokki ÍBV í fótboltanum." Friðfinnur segir að fjölskyldan hafi frá fyrstu tíð unnið í versluninni og aðeins einn utan hennar hefur starfað í Eyjabúð. „Það var Guðbjartur Herj- ólfsson frá Einlandi sem var hér í nokkur ár og starfaði bæði með afa og pabba.“ Eyjabúð hefur frá upphafi boðið upp á útgerðar- og byggingavömr, handverkfæri, málningu og fatnað. Þegar talið berst að fækkun í flotanum segir Friðfmnur að það hafi óhjá- kvæmilega bitnað á Eyjabúð. „Þessi þróun er slæm fyrir allt og alla sem hér búa og við höfum ekki farið varhluta af því. Okkar styrkur em ánægðir viðskiptavinir sem halda tryggð við okkur. Hafa sumir verslað við okkur í áratugi." Viðbót í rekstrinum er sala á ferðum til útlanda en Friðfinnur er umboðs- maður fyrir ferðaskrifstofumar Urval-Utsýn og Plúsferðir. „Ferðaþjónustan hefur reynst okkur góð viðbót en eins og allir vita em Veslmannaeyingar duglegir að ferð- ast,“ sagði Friðfinnur og nefndi sem dæmi að í síðustu viku fóm 50 Eyjamenn á hans vegum til Marmaris í Tyrklandi. Og á meðan spjallað var við Friðfinn var stöðugur straumur fólks inn í búðina að ganga frá sínum málum vegna ferða út í heim. Þegar minnst er á framtíðina segir Friðfmnur að hún ráðist af þróun mála í Vestmannaeyjum. „Eg vona að þetta fari ekki meira niður á við en orðið er. Með tilkomu jarðganga upp á land eftir nokkur ár mundi staða Vest- manneyja gjörbreytast. Annars finnst mér meira talað um samgöngur en atvinnumál sem em það sem allt byggist á. Eg veit um fullt af fólki sem vildi búa hér ef það hefði atvinnu.“ Sérverslanir hafa átt undir högg að sækja á landinu og veiðarfæraverslanir eins og Eyjabúð hafa ekki farið var- hluta af því. „í dag em tvær veiðar- færaverslanir á landsbyggðinni, Eyjabúð og verslun á ísafirði. Aðrar em annað hvort hættar eða hafa mnnið inn í stórútgerðir og em notaðar sem lager fyrir þær. Við byggjum á tryggð Eyjamanna við okkur og góðu sam- starfi við Ellingsen í Reykjavík en við höfum verslað með vömr frá þeim frá upphafi," sagði Friðfmnur að lokum. t«ki» Arsenalklúbburinn 20 ára: Bogi og Haukur heiðraðir sérstaklega af því tilefni -með áritaðri bók sem gefin var út af þessu tilefni Það er ekkert grín að eiga sitt lið í ensku knattspyrnunni en menn geta átt sínar gleðistundir þegar uppáhaldsfélaginu gengur allt í haginn á vellinum. Og það er ekki tjaldað til einnar nætur í þessari aðdáun því ef menn ánetjast endist áhuginn ævina á cnda. Lundúnaliðið Arscnal hefur lengi verið í fremstu röð knattspyrnufélaga í enska boltanum og á marga dygga áhangendur hér á landi og finnast þeir m.a.s. í Vestmannaeyjum. Meðal þeirra dyggustu eru Finnbogi Friðfinnsson, Bogi í Eyjabúð og Haukur Guðjónsson, Haukur vörubflstjóri á Reykjum. Bogi er skráður númer 64.897 í Arsenal og er númer fjögur í Arsenalklúbbnum á íslandi. Haukur kemur á hæla hans og er númer sjö í Aðdáendaklúbbnum en félagar eru um 2000 á Islandi. Klúbburinn á 20 ára afmæli um þessar mundir og gefur út af því tilefni myndarlega bók um sögu klúbbsins og koma Bogi og Haukur báðir við sögu. Fráfarandi formaður, Kjartan Björnsson, INGVAR afhendir Hauk og Boga bókina góðu sem Kjartan Björnsson, fráfarandi formaður Arsenalklúbbsins árítaði. rakari á Selfossi, fékk Ingvar Sigurjónsson í Skógum til að taka með sér tvær áritaðar bækur og afhenda þeim félögum. Hist var á heimili Boga og Kristjönu Þor- finnsdóttur konu hans þar sem rætt var um ensku knattspyrnuna og að sjálfsögðu var Arsenal þar efst á baugi. Bogi ánetjaðist Arsen- al á fyrri hluta síðustu aldar þegar Albert Guðmundsson gerði garðinn frægan á Highbury. „En ég hef aldrei komist á leik með Arsenal,“ segir Bogi. Haukur hefur aftur nióti ekki slegið slöku við og hefur aðeins sleppt einu ári frá 1971. „Ég og konan höfum skellt okkur á hverju ári og árið í ár verður engin undantekning,“ sagði Haukur. I spjallinu kom Ijóslega fram að stuðningur þeirra er einlægur og meinleg skot hafa ekki meiri áhrif en þegar vatni er skvett á gæs., Já, við fórum ekki að svíkjast undan merkjum eftir öll þessi ár,“ sögðu þeir félagar um leið og Ingvar afhenti þeim bókina góðu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.