Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.2003, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.2003, Blaðsíða 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 16. október 2003 Jökull Pálmar hætti við að hætta Jökull Pálmar Jónsson skipulags og byggingafulltrúi bæjarins hefur dregið uppsögn sína til baka og samþykkti skipulags- og bygginganefnd að hann skyldi starfa áfram. Bæjarstjóm samþykkti fundargerð nefndarinnar á fimmtudaginn og því ljóst að Jökull Pálmar heldur starfi sínu áfram. Skipulags- og bygginganefnd hafði áður samþykkt að ráða Sigurð Smára Benónýsson í hans stað en nú verður sem sagt ekkert af því. Jökull Pálmar vildi ekki Ijá sig um málið. Ekki rætt að kaupa HB á Akranesi Sögur urn að ísfélag Vestmannaeyja hafi hug á að kauka HB á Akranesi, sem nú er í eigu Brimis, virðast úr lausu lofti gripnar. Að þessu var látið liggja í Fréttablaðjnu fyrir helgi en stjórnarformaður Isfélagsins dregur þetta til baka í samtali við blaðið á mánudaginn.. „Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjómarformaður ísfélags Vestmanna- eyja, segir að ekki hafí verið rætt um það í stjóm félagsins að kaupa rekstur HB. Hann segir slíkt tal vera „út í bláinn.“ Forsvarsmenn Granda hf. hafa ekki tjáð sig um fyrirætlanir félagsins verði HB falboðið, en vitað er að þar er fylgst grannt með þróun mála,“ segir í Fréttablaðinu. Heiðcirleg tilraun til að landa málinu - og mér finnst það bara virðingarvert, segir formaður bæjarráðs Bærinn semur við Hressó: NÚ afhendir bærinn þeim sem áður fengu frítt í íþróttamiðstöðina miða sem hægt er að nota í Hressó. Samningsdrög að samkomulagi vegna kaupa Vestmannaeyjabæjar á tíma- einingum í líkamsræktarsölum var lagt fyrir bæjarstjóm á fimmtudag. Er þetla Iiður í lausn á Hressómálinu svokallaða sem greint var frá í síðasta blaði. Elliði Vignisson (D) lýsti undrun sinni á því að meirihluti bæjarráðs, Andrés Sigmundsson og Stefán Jónas- son skuli sniðganga fagnefndina, íþrótta- og æskulýðsráð, í málinu. Guðjón Hjörleifsson (D) hafði lagt það til á l'undi bæjarráðs að vísa samn- ingsdrögunum til nefndarinnar en meirihlutinn sagði í bókun að íþrótta- og æskulýðsráði verði kynnt málið á síðari stigum. Sagði Elliði að slík afgreiðsla væri til þess fallin að færa völd í bæjarfélaginu á hendur færri aðila en áður hefur verið í Vest- mannaeyjum. Þurfti að klára málið Andrés Sigmundsson formaður bæjar- ráðs sagði að málið væri búið að veltast svo lengi í kerfmu að það hefði þurft að klára það. „Elliði veit það manna best og hann var með þetta mál þegar hann var formaður íþróttaráðs og mönnum hefur bara ekki tekist að klára það. Það var einfaldlega settur hryggur í málið.“ Aðspurður, hvenær ráðinu verði kynnt samningsdrögin, sagði hann að það yrði gert á næsta fundi. „Það gæti vel verið að það komi einhverjar athugasemdir frá ráðinu og þá er sjálfsagt að líta á þær. Við skulum athuga að þetta er tilraunaverkefni til eins árs og það á örugglega eitthvað eftir að koma upp á sem við verðum bara að leysa. Þetta er heiðarleg tilraun til að landa þessu máli og mér finnst það bara virðingarvert.“ Elliði segir í bókun sinni að með þessu sé verið að færa völdin á færri hendur í bænum. Andrés segir svo ekki vera heldur hafi þetta verið erlitt mál sem þurfti að leysa. „Bæjarfulltrúarnir verða stundum bara að taka af skarið í erfíðum málum, til þess eru þeir þama.“ Á AÐ DRAGA ÚR MIKILVÆGI NEFNDA OG RÁÐA? Elliði Vignisson (D) sagði í samtali við Fréttir um sín viðbrögð við af- greiðslu bæjarstjómar að það segi sitt að málið væri afgreitt sjö núll. „Sem segir náttúrulega að bæjarstjórn öll stendur á bak við þessa afgreiðslu og ég þar með.“ Elliði segist aftur á móti hafa gert athugasemd við að málið skyldi ekki á neinu stigi koma til umræðu á vettvangi íþrótta- og æskulýðsráðs. „Þar komum við náttúrulega að því sem hér er alvarlegast. Ekki einungis var þessi samningur lagður fyrir bæjarráð án þess að fulltrúar íþrótta- og æskulýðsráðs svo mikið sem vissu um að verið væri að gera samning á þjónustu sem undir ráðið fellur, heldur neituðu Andrés Sigmundsson og Stef- án Jónasson þeirri sjálfsögðu af- greiðslu tillögu fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins að vísa þessum samningi til ráðsins. Hér em aðeins tvær skýringar mögulegar og það er að annaðhvort hafa fulltrúar meirihlutans ekki treyst ráðinu til að taka faglega á þessu máli eða þá að þeir vilja draga úr mikilvægi nefnda og ráða, en auka þess í stað sitt eigið vægi. Eg tel að enn og aftur séum við að verða vitni að því að stjómunarstfll hins nýja meirihluta ein- kennist öðm fremur af ákvörðunum fámennrar valdaklíku. Fyrir þeim vakir að færa völd í samfélaginu á enn færri hendur en áður hefur þekkst í Vestmannaeyjum. Þetta er alvarlegt mál sem ég vil ekki una og því hef ég nú þegar óskað eftir fundi í íþrótta- og æskulýðsráði þar sem meðal annars verður farið yfir hlutverk ráðsins." Elliði segir ennfremur að það sé ljóst að ráðið hafi verið með þetta mál á sínum borðunt hingað til og unnið markvisst að lausn þess. „Skemmst er þess að minnast að íþrótta- og æskulýðsráð keypti úttekt af IBM consulting service til að hægt væri að vinna að úrbótum ef einhverra væri þörf. Það varð til þess að ákveðnar breytingar vom gerðar til að aðskilja rekstur Jíkamsræktarsalar frá öðrum rekstri Iþróttamiðstöðvarinnar. Þrátt fyrir það kærði Hressó til sam- keppnisráðs og í raun ekkert óeðlilegt við það enda töldu þau að verið væri á brjóta á þeim. Úrskurður samkeppn- isráðs hljóðaði upp á frekari Qárhags- legan aðskilnað sem íþrótta- og æskulýðsráð einhenti sér í. Þessum úrskurði áfrýjaði Hressó til áfrýjun- amefndar samkeppnismála. Úrskurðarorð áfrýjunamefndar hljóðuðu hins vegar svona „Kröfum áfrýjanda í máli þessu er hafnað," enda hafði þá þegar verið bmgðist við þeim aðfmnslum sem gerðar vom af samkeppnisráði. Þannig tel ég að íþrótta og æskulýðsráð, undir stjóm Bjöms Elíasonar, hafí skilað málinu vel frá sér fyrir hönd Vestmanna- eyjabæjar. Þess má líka geta að stjómarmenn í íþrótta- og æsku- lýðsráði hafa verið algerlega samstíga og einhuga í ntálefnum líkams- ræktarsalarins. Eg lít því svo á að þrátt fyrir að Vestmannaeyjabær hafi í engu brotið af sér með rekstri líkamsræktarsalar, enda unnið þetta mál fyrir Samkeppnisráði, vilji Vest- mannaeyjabær standa undir merkjum sem íþróttabær. Liður í því er að efla rekstur Hressó, auka þjónustu við íþróttafélögin, sem og við aldraða, öryrkja og aðra sem getið er um í samningi milli Vestmannaeyjabæjar og Hressó. Það væri í hæsta máta óeðlilegt ef fagráðið íþrótta- og æskulýðsráð væri mótfallið því. Ég set hins vegar ákveðin spumingamerki ef það á að fara að hefta aðgengi að líkamsræktarsalnum eða draga úr uppbyggingu hans,“ sagði Elliði að lokum. Vonlaust að halda áfram rekstri -segir eigandi gistiheimilisins Heimis sem hefur ítrekað kvartað yfir hávaða frá Prófastinum Þorkell Húnbogason, eigandi gisti- heimilisins Heimis við Heiðarveg, sendi skipulags- og bygginganefnd bréf þar sem hann kvartar yfir hávaðamengun frá skemmtistaðnum Prófastinum sem er í næsta húsi. Segir hann að tilefnið sé enn á ný umkvörtun vegna þessa. Kemur fram í bréfí hans að ekkert samráð hafí verið haft við eigendur Heimis um breytingar á Prófastinum sem áður hýsti matsölustað og engin grenndarkynning hafi farið fram. Svo segir: „Margítrekaðar hávaða- mælingar og alls kyns beiðnir af okkar hálfu, um úrbætur vegna margítrekaðra brota á mengunarvamarreglugerð, er varðar ónæði frá Prófastinum hafa hingað til engan árangur borið.“ Vísar hann í lögregluskýrslu frá 30. ágúst og umsögn Steindórs Guð- mundssonar verkfræðings hjá Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins frá 2001 máli sínu til stuðnings. „Leyfí til dansleikjahalds og vín- veitinga á staðnum virðast auðfengin þrátt fyrir fulla vitneskju sýslumanns- embættis, skipulags- og bæjaryfir- valda hér í Eyjum, og síðast en ekki síst eftirlitsaðila í formi heilbrigðis- eftirlits, um ítrekuð brot skemmt- anahaldara á reglum um hávaða- mengun. Okkur, sem rekum gisti- heimilið þykir nú orðið fullreynt, að viðkomandi yfirvöld hafa enga getu né þor til að taka á þessum málum þrátt fyrir ítrekuð loforð unt úrbætur. Þolinmæði okkar er auðvitað löngu þrotin, enda vonlaust að halda áfram rekstri við þessar aðstæður. Ef ekki verða gerðar viðeigandi ráðstafanir nú þegar af hálfu viðkomandi yfirvalda, til að koma böndum á hina brotlegu í þessu máli, neyðumst við til að leita réttar okkar fyrir dómstólum." Nefndin benti á að eftirlit með hávaðamengun sé í höndum Heil- brigðiseftirlits Suðurlands. Færeysk helgi 7. til 9. nóvember. Undirbúningsfundur var haldinn á Fjólunni síðasta fimmtudag þar sem ferðaþjónustuaðilar og allir þeir sem áhuga hafa á hugmyndinni um færeyska daga voru hvattir til að mæta. Ræddar voru hugmyndir og skipulag helgarinnar sem gæti verið liður í að lífga upp á ferðamannaiðnaðinn á þessum tíma þegar yfirleitt er lítið um að vera. Hótel Þórshamar verður skreytt í færeyskum stíl og á Fjólunni mun Marenza Paulsen matreiða á færeyska vísu. Mikið verður gert úr færeyskri tónlist, matargestir geta tekið þátt í færeyskum fjöldasöng og Hörður Hilmisson stjórnar færeyskum hringdans. Fjörið heldur svo áfram á Prófastinum en unnið er að því fá hingað hljómsveit frá Færeyjum. Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549 - Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið erselt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Garðarsson. Blaðamenn: Sigursveinn Þórðarson, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. íþróttir: Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni, Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. ísjakanum, Bónusvídeó, verslun 11-11, Skýlinu í Friðarhöfn og í Jolla í Hafnarfirði Prentvinna: Eyjasýn/Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi og afgreiðslu Hejrólfs í Þorlákshðfn. FRETTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. 47. Símar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, frettir@ eyjafrettir.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.