Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.2003, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.2003, Blaðsíða 9
Fréttir / Fimmtudagur 16. október 2003 9 Attu tíma? Við vonum að Eyjamenn ijölmenni á leik okkar gegn Haukum á laugardag kl. 14.00. Þetta er gríðarlega mikil- vægur leikur fyrir stelpurnar okkar og skiptir miklu máli að Eyjamenn Qölmenni á leikinn og styðji við bakið á okkur. Við köllum okkur Eyjamenn besta fólk Islands, besta bæjarfélag landsins og besta lið landsins. Til að standa við stóru orðin þarf oft að leggja sitt á vogaskálimar. Það gerist ekki á kaffístofunum eða í sauma- klúbbunum. IBV verður besta íþróttafélag landsins með því að fá öflugan stuðning frá sínum bæjar- búum. Þið viljið að við leggjum okkur fram. Það ætlum við að gera á laugar- daginn, hvað með ykkur? Sjáumst öll á laugardaginn og sýn- um hvers megnugir við Eyjamenn erum er við stöndum saman. Handboltastelpur í ÍBV. Hæfíleikakeppni grunnskólanna: Sif kom sá og sigraði -í bráðskemmtilegri keppni þar sem fimm stúlkur stigu á svið og gerðu það vel Hvert sæti í sal Kiwanishússins var skipað á þriðjudagskvöldið þar sem fóm fram úrslit í hæfileikakeppni gmnnskólanna í áttunda, níunda og tíunda bekk. Þar stigu fram fimm stúlkur og sungu og sú sjötta spilaði undir hjá einni söngkonunni. Það var greinilegt að framtakið vakti athygli því jafnaldrar stelpnanna fjölmenntu og einnig mátti sjá foreldra sem mættir vom til að standa við bakið á sínum. Sigurvegari var Sif Agústs- dóttir en það kom í hlut þriggja manna nefndar að ákveða hver væri best. Það er mikið átak að fara upp á svið og leggja framtak sitt í dóm nefndar og kannski ekki síst jafnaldranna en stúlkumar höfðu kjarkinn og Iétu slag standa. Það vai' hljómsveitin Made in China sem lék undir hjá fjómm stúlknanna en ein þeirra mætti með eigin undirleikara. Stúlkumar em Lousia Martinsdóttir Hamarsskóla, Erna Sif Sveinsdóttir Hamarsskóla, Birgitta Rúnarsdóttir og Kristný Steingrímsdóttir, sem lék undir á hljómborð, komu úr Bamaskólanum, Sif Ágústsdóttir í Hamarsskóla og Kolbrún Inga Stefánsdóttir í Bamaskólanum. I dómnefnd vom Selma Ragnarsdóttir, Högni Hilmisson og Þórarinn Olason. Nefndin var jákvæð í garð allra stúlknanna en sameiginleg niðurstaða þeirra var að Sif Ágústsdóttir væri best. Þau sögðu hana hafa fallega og góða rödd, hún væri tónviss, túlkun og innlifun góð og hún væri skemmtileg á sviði en hætti til kæmleysis. Það var ekki annað að heyra en að gestir væru á sama máli og fékk Sif dúndrandi lófaklapp þegar hún kom fram í lokin og söng gamla Trúbrots- smellinn, To be greatful. Þessu öllu saman stjómaði Hjördís Kristinsdóttir af mikilli röggsemi. „Þeir sem styrktu okkur og fá sérstakt þakklæti fyrir em: Guðný í blómabúðinni, Grétar pípari, Flamingó, Hressó og Krissi Karls. Allir keppendur fengu rósir og geisladiska og sigurvegarinn fékk úttekt í Flamingó, Ijósakort frá Hressó og smágjafir ffá Grétari pípara," sagði Hjördís. Sif sagði að það hefði verið rosa- lega gaman að taka þátt. „Þetta var svolítið stressandi samt,“ sagði hún og bætti við að það hefði komið sér vemlega á óvart að vinna. „Þær vom allar mjög góðar sem þama komu fram.“ Sif sagði að upphaflega hafi hún ákveðið að taka þátt í hálfgerðu gnni. „Það voru allir búnir að syngja og þá ákvað ég að vera með og komst áfram. Þetta var mjög skemmtilegt.“ SIGURVEGARINN, Sif var ánægð með að hafa sigrað. DÓMNEFNDIN, Selma, Högni og Þórarinn. KEPPENDURNIR, Sif, Louisa, Erna Sif, Kolbrún Inga, Birgitta og Kristný. Þrekmeistarinn á Hressó Þrekmeistarinn verður haldinn á Akureyri þann 1. nóvember næst- komandi og verða tvö fimm manna lið ffá Eyjum og jafnvel einn keppandi í einstaklingskeppninni. Regína Kristjánsdóttir fer fyrir öðmm hópnum en ásamt henni em þær Þómnn Rúnarsdóttir, Ólöf Jóhannsdóttir, Jóhanna Jóhannsdóttir og Súsanna Georgsdóttir sem er að fara í fyrsta skiptið. Hitt liðið er skipað ungum og efnilegum keppendum og em þær allar að fara í fyrsta skipti. Þær em: Vigdís Ómarsdóttir, Hafdís Víglundsdóttir, Kristín Óskarsdóttir, Lea Tómasdóttir og Laufey Garðarsdóttir. Regína sagði einnig að Lavonda Lewis sé að íhuga að fara í keppni einstaklinga en það kemur þó ekki í ljós fyrr en í næstu viku. „Við stefnum að sjálfsögðu á sigur í keppninni enda urðum við í RÉGÍNA er mcðal þátttakenda. öðm sæti í fyrra, aðeins níu sekúndum frá sigurliðinu.“ Stefnt er á að halda upphitunarmót fyrir liðin í Hressó á laugardaginn og vildi Regína hvetja alla til að mæta á svæðið og hvetja liðin. Þar munu mætast lið þeirra ungu og þeirra reynslumeiri. „Það mun reyndar vanta tvær í okkar lið en við munum samt fara létt með að vinna þær ungu,“ sagði Regína sigurviss að lokum. SALURINN í Kiwanishúsinu var þéttsetinn áhugasömuni gestum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.