Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.2003, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.2003, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 16. október 2003 Fréttatilkynn- ing til stofn- félaga Hússins Nú hafa verið sendir út greiðsluseðlar vegna stofngjalds Hússins. Vegna seinagangs hjá Fyrirtækjaskrá Hag- stofu íslands með afgreiðslu á kennitölu félagsins ákvað stjórn Hússins að nota reikning Listauka ehf. fyrst um sinn til að koma veltu félagsins af stað. Þetta er eingöngu tímabundið á- stand og okkur hefur verið lofað að kennitala Hússins verði komin fyrir næstu helgi. Að gefnu tilefni viljum við taka það skýrt fram að Listauki ehf., sem er í eigu Selmu Ragnars- dóttur, formanns stjórnar, mun ekki sjá um íjármál félagsins að neinu leyti í framtíðinni og mun ekki blanda starfsemi Hússins við þau verkefni sem Listauki vinnur í. Þetta er tíma- bundin lausn á vandamáli okkar varðandi kennitöluna og aðeins til að liðka til í upphafi starfseminnar. Deloitte & Touche mun halda utan um ljármál og ársreikninga félagsins næstu tvö árin. Nýir greiðsluseðlar verða sendir út um leið og kennitala og bankanúmer Hússins verður komið í notkun. Vonandi skýrir þetta misskilning sem virðist vera á kreiki og er eiganda Listauka ekki til bóta þar sem tilgangurinn var aðeins að hjálpa til við stofnun Hússins. Takk fyrir ykkar stuðning. Stjóm Hússins. (( •- J 11 1 \ ■jr ' ,i Æá , ! ’ B / ■1 í |P 4 T m , ■ % V LÆ .v&Sr \ Víðir Róbertsson, formaður Nemendafélags Framhaldsskóalns: Vill fá fleiri nemendur í félagið VÍÐIR: Við erum að reyna að gera þetta eftirsóknarvert enda eru félagsgjöldin einu tekjurnar sem félagið hefur. Það segir sig sjálft að með svo fámennan hóp verður erfitt að standa fyrir stórdansleikjum og fleiri uppákomum Nemendafélag Framhaldsskólans er nú farið á fullt undir dyggri forystu nýs formanns, Víðis Róbertssonar. Hann segir að hlutverk sitt sé að vera rödd nemandans út á við, hjálpa nemendum ef einhver vandamál koma upp og stuðla að öflugu félagslífi í skólanum. Alls greiddu 126 nemendur í nemendafélagið á þessari önn og er það tæplega helmingur nemenda skólans. Segir Víðir þetta í lélegri kantinum. „Þetta var þannig að þú fékkst gíróseðil fyrir skólagjöldum og rukkun fyrir nemendafélagið saman en það er ekki leyfilegt lengur. Nú þurfum við að senda út sérstaka seðla og þá skila sér færri í nemendafélagið sem verður aftur til þess að starfið er ekki eins öflugt," sagði Víðir. Hann sagði að það væri mjög erfitt að fá nemendur til að starfa. „Við getum tekið Húsið sem dæmi. Það hefur verið rosalega erfitt að fá krakkana til að vinna þarna í Húsinu. Þetta er sami tíu lil fimmtán manna hópurinn sem gerir þetta allt. Við höfum mikið reynt að ná upp stemmningu fyrir þessu og ég labbaði með Hrund Scheving, nýráðnum forstöðumanni, í alla bekki í skólanum um daginn þar sem við kynntum þetla en það helurekki skilað sér.“ Borgar sig að vera í Nkmendaitlaginu Fyrsta uppákoman í skólanum sem nemendafélagið stóð fyrir á þessari önn var grillveisla þar sem félögum í nemendafélaginu og kennurum var boðið upp á pylsur. „Þetta var bara lítið sýnishom af því sem þeir missa af sem borga ekki í félagið. Ég held að þegar allt er talið saman, allar uppá- komumar sem félagar fá frítt eða góðan afslátt af, þá borgi nemandi, sem ekki er í félaginu, meira.“ Nefndi hann sem dæmi að félagar fá afslátt í Hressó og eitthvað er verið að athuga með afslætti á fleiri stöðum. „Við emm að reyna að gera þetta eftir- sóknarvert enda era félagsgjöldin einu tekjumar sem félagið hefur. Það segir sig sjálft að með svo fámennan hóp verður erfitt að standa fyrir stórdans- leikjum og fleiri uppákomum," sagði Víðir og bætti við að auk þess hafi þeir tekið við ógreiddum reikningum frá fyrra nemendafélagi sem sé alls ekki óalgengt en selur strik í reikninginn á þessari önn. Þegar Víðir er spurður út í busa- vígsluna, sem var að venju fremur blaut og köld fyrir nýnemana, segir hann þetta vera gamlar hefðir sem erfitt sé að breyta. „Ég vil þó taka það fram að það sem gerðist niðri í bæ var ekki á nokkurn hátt tengt skólanum. Það var reynt að bregðast við því með fundi sem var haldinn í skólanum með skólastjóra og lagaðist ástandið. Það vora uppi hugmyndir um að breyta busavígslunni og hafa hana rólegri en þær hugmyndir fengu ekki hljóm- grunn hjá eldri nemendum sem hafa gengið í gegnum busavígsluna." Síðustu viku hefur einn nemandi skólans ásamt ráðinu staðið fyrir bíó- dögum en þar hefur fjöldinn allur af svokölluðum B myndum verið sýndur. Víðir sagði að það væri alltaf ánægjulegt þegar nemendur fá slíkar hugmyndir og framkvæma þær. „Það er rosalega gaman þegar nem- endumir taka þetta upp hjá sjálfum sér. Einn nemandinn kom með þessa hugmynd til mín, stjómin reddaði skjávarpa og tjaldi og við erum á staðnum en að öðra leyti er þetta algjörlega í höndum nemandans. Það væri óskandi að það væra fleiri svona.“ FÍV-CUP VINSÆLT FIV Cup knattspymumótið er með vinsælli atburðum hverrar annar og var engin breyting á því í ár. „Það gekk mjög vel fyrir sig. Það spáði reyndar brjáluðu veðri þegar keppnin átti að vera en við fengum lognið á undan storminum og vorum mjög glöð yfir því. Það var svo ball um kvöldið með Made In China.“ Víðir segir að síðustu vikur hafi verið rólegar en þó sé vinna nemendaráðsmanna á fullu og verið að skoða fullt af möguleikum. „Við eram að athuga með útgáfu á veglegu skólablaði, balli með þema hrekkja- vöku eða 80's uppákomu. Nú er stefnt á lokaball annarinnar en hingað til hefur árshátíð á vorin verið látin duga. FÍV-Cup verður aftur eftir áramót enda gríðarlega vinsælt og svo stefn- um við á Idol keppni innan skólans sem hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur og ég er bjartsýnn á að þetta verði að veraleika." Víðir sagði einnig að um næstu helgi verði Framhaldsskólinn með lið í knattspymumóti félaga framhalds- skólanna. „Þetta er mót sem við unnum fyrir tveimur áram og að sjálfsögðu stefnum við á sigur í ár.“ Aðspurður hvort búið væri að velja liðið sagði hann svo vera en aðeins þeir sem hafa borgað félagsgjaldið í nemendafélagið era gjaldgengir. „Það eiga öragglega eftir að verða einhver læti út af því.“ Að lokum var Víðir spurður út í Húsið. „Mér líst nokkuð vel á þetta en þetta gengur hægt og sorglega mikið áhugaleysi hjá krökkunum." Hvað veldur? „Það era margir að vinna með skólanum og svo era marg- ir á kafi í íþróttum. Reyndar hefur þetta verið að breytast og krakkar era að detta fyrr út úr íþróttum en þá fer tíminn í annað, tölvuna heima fyrir og slíkt þannig að krakkarnir gefa sér ekki tíma í félagsmálin. Ég held samt að það sé áhugi fyrir Húsinu. Krakkar hafa lengi talað um að það vanti eitthvað fyrir þá í bænum og nú er verið að gera eitthvað og það sýnir að það er einhver að hlusta á okkur.“ svenni @ eyjafrettir. is Saltsólgnir hestar skemmdu bíl Á mánudaginn var tilkynnt um skemmdir á bifreið sem stóð á Básaskersbryggju en hún hafði staðið þar í nokkurn tíma. Var m.a. búið að stela úr henni sæti, mælum og hjól- koppum. Ekki er vitað hver eða hverjir þama vora að verki. Sama dag var tilkynnt um skemmdir á bifreið sem lagt hafði verið fyrir utan gistiheimilið Maríu að Brekastíg 37. Hafði bifreiðin verið rispuð á hægri hlið. Ekki er vitað hver þarna var að verki og óskar lögregla eftir upplýsingum varðandi hugsan- lega gerendur. Á föstudaginn var tilkynnt um tjón á ökutæki sem var lagt á Breiðabakka. Þarna höfðu hestar sem vora utan girðingar sleikt salt af bifreiðinni með þeim afleiðingum að lakk bifreið- arinnar skemmdist. Við athugun á því hvaðan hrossin komu hafði verið klippt á girðingu sem þau vora í og þannig komust þau út. Ekki er vitað hver það var sem klippti á girðinguna en sá hinn sami ætti að hafa í huga afleiðingar gjörða sinna þar sem mikil slysahætta getur stafað af lausagöngu bútjár á dimmum vegum. Alls liggja fyrir átta kærar vegna brota á umferðarlögum eftir vikuna, tjórir fengu sekt vegna vanrækslu á að færa ökutæki sín til skoðunar, tveir vegna vanrækslu á að nota öryggisbelti við akstur, þá liggja íyrir kærar vegna hraðaksturs og brot á sérreglum fyrir létt bifhjól. Lögreglan vill minna eigendur ökutækja á, þar sem skuggsýnt er meirihluta sólarhringsins, að hafa ljósabúnað ökutækja sinna í lagi. Lögreglan mun á næstu dögum fylgja því eftir að ljósabúnaður sé í lagi og mega ökumenn búast við sektum ef um vanbúinn Ijósabúnað er að ræða.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.