Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.2003, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.2003, Blaðsíða 8
8 Frcttir / Fimmtudagur 16. október2003 Fagnar sam- þykkt um forgangsröðun í samgöngum Eins og greint var frá í Fréttum í síð- ustu viku samþykkti bæjarráð að forgangsröðun í samgöngubótum Vestmannaeyja væri fleiri ferðir með Herjólfi og hann verði skilgreindur sem þjóðvegur. Eins að stjómvöld tryggi nauðsynlegt fjármagn til að ljúka rannsóknum vegna mögulegra jarðganga milli lands og Eyja. Á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag lögðu Selma Ragnarsdóttir og Elliði Vignisson fram bókun þar sem þau fagna því að bæjarráð skuli hafa náð saman hvað varðar áherslur í sam- göngum. „Tek undir þá forgangsröð sem samþykkt var í bæjarráði 6. október, þar sem bæjarráð setur frekari fjölgun ferða með Herjólfi þjóðvegi okkar Vestmannaeyinga og fjármögnun á rannsóknum vegna jarðganga milli lands og Eyja á oddinn. Jafnframt tek ég heils hugar undir mikilvægi þess að bæjaryfrrvöld og stjómvöld taki afstöðu til fram- tíðarkosta í bættum samgöngum eigi síðar en árið 2005 eins og lagt var til í skýrslu samgönguhóps í mars sl.“ Beinar útsendingar frá bæjar stjórnar- fundum Eyjasýn, sem rekur sjónvarpstöðina Fjölsýn sendi bæjarráði bréf á mánu- dag þar sem óskað var eftir leyfi til að setja upp sendiloftnet á hús Listaskólans. Ástæðan er sú að fyrirhugað er að hefja beinar útsendingar frá bæjar- stjómarfundum. Bæjarráð samþykkti EYJA5ÝIM EYJAPRENT • FRÉTTIR • FJÖLSÝN • eyjafréttir.is Róttækar hugmyndir um heilbrigðisþjónustu: Vestmannaeyjabær yfirtaki rekstur heilsu- gæslu, sjúkrahúss og öldrunarþjónustu -og að unnið verði úr hugmyndum um heilsutengda ferðaþjónustu Á fundi bæjarstjómar á fimmtudaginn var samþykkt samhljóða að leita eftir því við ríkisvaldið að hafnar verði viðræður um að Vestmannaeyjabær yfirtaki rekstur heilsugæslu, sjúkra- húss og öldrunarþjónustu í Vest- mannaeyjum og um þá yfirtöku gerður sérstakur þjónustusamningur. Var þetla gert undir fimmta lið fundar bæjarráðs sem var erindi frá sálfræði- og hjúkmnarnemum við Háskóla Islands vegna ferðar félaganna til Eyja. Einnig var samþykkt að leitast verði við að samræma núgildandi samning bæjarins og ríkisins um mál- efni fatlaðra hugsanlegum þjónustu- samningi náist samkomulag. Einnig segir í tillögunni að samhliða verði teknar upp viðræður um aukna þjónustu Heilbrigðisstofnunar Vest- mannaeyja. Er nefndur möguleikinn á að sjúkrahúsið geti boðið upp á meðferð vegna offituvandamála og gerður verði um það sérstakur samn- ingur. í greinargerð með tillögunni segir; „f Vestmanaeyjum eru allar að- stæður til staðar eins og sérfræði- þekking, íþróttaaðstaða, góðar göngu- leiðir og falleg náttúra. Mikil undirbúningsvinna hefur farið fram vegna þessa máls, allt frá því að at- vinnuhópar, sem komið var á lagg- imar, skiluðu af sér, og hefur sérstakur starfshópur hafið störf. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að bæjar- stjórinn í Vestmannaeyjum og Lúðvík Bergvinsson bæjarfulltrúi verði í forsvari fyrir Vestmannaeyjabæ í þessum viðræðum, fallist ráðuneytið á að heíja þær.“ Breytingartillaga barst frá minni- hlutanum um að á eftir nafni Lúðvíks komi nafn Guðjóns Hjörleifssonar og var það samþykkt. Óskaði minnihluti sjálfstæðismanna þá eftir að gerast meðflutningsmenn að tillögunni. Undir sama lið kom Elliði Vignisson (D) með tillögu um að fram- kvæmdastjóra stjómsýslusviðs verði falið að móta reglur vegna móttöku hópa á vegum Vestmannaeyjabæjar. Amar Sigurmundsson (D) lagði til að tillögunni yrði vísað til bæjarráðs. Báðar tillögur sjálfstæðismanna vom felldar. ÁVINNINGURINN ER MARGVÍSLEGUR Lúðvík Bergvinsson (V) var spurður að því hvenær viðræður hefjist og hvort hann væri bjartsýnn á að rikisvaldið taki jákvætt í hugmynd- imar? „Við munum á næstu dögum rita heilbrigðisráðherra bréf þar sem þess verður farið á leit við hann að við- ræður um yfirtöku bæjarins á rekstri þessara málaflokka verði teknar upp. Ég hef nú þegar viðrað þetta við heilbrigðisráðherra í samtali og hann er spenntur fyrir þessu, þannig að ég tel að við höfum allar ástæður til þess að vera bjartsýn. Hornafjörður hefur þegar tekið þessa málaflokka yfir og em menn mjög ánægðir með hvemig þetta hefur gengið þar.“ Er þetta ekki nokkuð stór biti fyrir bæjarfélagið að taka við rekstri HV? „Ef önnur sveitarfélög geta tekið þennan málaflokk yfir þá á okkur ekkert að vera að vanbúnaði að gera það einnig. Það er augljóst að starfs- fólk bæjarins hefur alla burði til að taka við auknum verkefnum, auk þess sem ekki er ólíklegt að yfirtakan geti skapað ný störf.“ Hvetju myndi þetta skila fyrir bæinn? „Ávinningurinn er margvíslegur. í fyrsta lagi em hér á ferðinni mála- llokkar, þjónusta, sem skiptir bæjar- búa miklu. Það er mikill akkur að því að ákvarðanir sem lúta að jafn stómm og mikilvægum málaflokki séu teknar í heimabyggð, í nærsamfélaginu, sem hlýtur að leiða til betri þjónustu og markvissari ákvarðanatöku en verið hefur. í öðm lagi er þetta verkefnatil- færsla frá rfld til sveitarfélags, sem ætti að geta skapað fleiri eftirsóknarverð störf í Vestmannaeyjum. I þriðja lagi gefur þetta möguleika á því að sækja fram á nýjum sviðum með fag- þekkingu heimamanna að vopni. Það er mikil þekking til staðar í Vestmannaeyjum á þeim sviðum sem um er rætt, sem gefa mikil tækifæri. T.d. hafa starfshópar, sem skipaðir voru í tengslum við atvinnuhópanna sem unnu í sumar, bent á möguleika og tækifæri á þessu sviði sent unnið hefur verið að. Þetta á því að gefa okkur tækifæri til að skapa fleiri störf. Það skiptir miklu máli. Miklu fleiri rök má færa fyrir þessu en hér er gert, en fyrst og fremst ef viðræður leiða til ásættanlegrar niðurstöðu, að þá verða til tækifæri sem er undir okkur sjálfum komið hvernig við nýtum. Það skiptir miklu að skapa tækifæri, það eykur bjartsýni og eflir mönnum þrek og þor.“ Nú fór rekstur grunnskólanna yfir til sveitarfélaganna fyrir nokkrum árum og hefur mörgum fundist það heldur þungur pakki fyrir sveitarfélögin að bera, óttast þú ekki að slíkt hið sama gæti gerst með sjúkrahúsið? „Eins og ég hef áður sagt verða viðræður að leiða í ljós hvort sá ávinningur sé fyrir hendi sem ég tel vera við fyrstu sýn. Að sjálfsögðu munum við ekki taka verkefnin yfir ef nægir peningar fylgja ekki með, það segir sig sjálft. Til þess að snúa megi þeirri þróun við sem verið hefur undanfarin misseri þá verður fólk að hafa kjark og þor til að takast á við nýja tíma, breytt samfélag, þetta er dæmi um möguleika sem eru til staðar vegna þeirrar miklu þekkingar sem fyrir hendi er. Það væri kjánaskapur af okkur að reyna ekki að nýta þann möguleika, enda tel ég að það skipti miklu að bæjarfélagið haft frumkvæði að því og leiti allra leiða til að skapa ný störf og bæta samfélagið með bættri þjónustu eins og hægt er. Það er hlutverk bæjarstjómar að vinna fyrir samfélagið og fólkið. Það tel ég okkur vera að gera með því að reyna að fá ný störf inn í samfélagið, sem ætti að takast ef af þessum verkefnaflutningi verður, og um leið að skapa ný tækifæri," sagði Lúðvík. Efíl.ILEGT AÐ LÁTA REYNA Á VIÐRÆÐUR Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gerðust meðflutningsmenn að tillögu meirihlutans og sagði Amar Sigur- mundsson (D) að fyrir síðustu bæjar- stjómarkosningar hafi framboðin verið með hugmyndir sem gengu í þá átt að bæta nýtingu á Heilbrigð- isstofnun Vestmannaeyja með nýjum úrræðum í læknisþjónustu. „Þessi tillaga er flutt í framhaldi af hugmyndum starfshóps um heilsu- tengda ferðaþjónustu sem kynnt var í sumar. Okkur var gerð grein fyrir tillögunni fyrir bæjarstjómarfundinn og ákváðum við að styðja hana og finnst eðlilegt að láta reyna á það í viðræðum við heilbrigðisráðuneytið." Arnar sagði að þetta yrði tilrauna- verkefni. „Það þarf að gæta að því að í rekstri sjúkrahúss er launakostnaður á milli sjötíu og áttatíu prósent af kostnaði og við verðum að gæta þess mjög vandlega ef af þessu verður að missa ekki útgjöldin fram úr áætl- unum.“ SjÁLFSAGT AÐ SKOÐA ÞESSA MÖGULEIKA Hjörtur Kristjánsson yfirlæknir hafði yfimmsjón með vinnu hóps sem fjall- aði um heilsutengda ferðaþjónustu síðasta vetur. Hann sagði að ekkert hefði verið íjallað um yfirtöku bæjarins á heilsugæslu og sjúkrahúsi á fundum hópa um atvinnumál sem hann hefur tekið þátt í og að sú hugmynd sé komin annars staðar frá. ,JÉg vissi fyrst af henni eftir að tillagan hafði verið borin fram á bæjar- stjómarfundi sl. fimmtudag. Ég hef því lítið kynnt mér efni tillögunnar en mér finnst sjálfsagt að skoða gaum- gæfdega þá möguleika sem fælust í slflcri yfirtöku. Sjálfsagt er að hefja viðræður við ráðuneytið, en varast þarf að flana að neinu, t.d. varðandi fjármögnun.“ Hjörtur sagði að ýmsir möguleikar væm hér í heilsutengdri ferðaþjónustu. „Síðasta vetur ræddi ég og fleiri góðir aðilar ýmsar hliðar á því máli og margar góðar hugmyndir komu fram. Þetta spurðist út og í framhaldi af því má segja að ég hafi lent í hóp um tillögur í atvinnumálum sem skipaður var sl. vor.“ Þar veitti hann forstöðu undirhóp um heilsutengda ferðaþjónustu þar sem hugmyndimar vora reifaðar frekar og reynt að einangra vænleg- ustu hugmyndimar og hvar best væri að stíga fyrstu skrefin í því sambandi. „Nýlega var síðan skipaður sérstak- ur starfshópur til að koma þessum málum á skrið, það er frekari undir- búningsvinnu, gerð viðskiptaáætlana og svo framvegis. Hópurinn hefur hafið störf en vinnu hans er ekki lokið.“ Hann vildi ekki fara í smáatriðum út í þá vinnu að svo stöddu máli en sagði að lokum að ef til vill væri skynsam- legt að samkeyra hluta af þessu máli með hugmyndum um yfírtöku bæjarins á heilbrigðisþjónustu en málið haft þó verið blásið of mikið út of snemma.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.