Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.2003, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.2003, Blaðsíða 18
18 Fréttir / Fimmtudagur 16. október 2003 Fjölmennasta mótið tíl þessa -en metin létu á sér standa Sprettsundmót ÍBV fór fram um helgina og mættu rúmlega 300 manns, keppendur og forráðamenn félaganna. Mótið var nú haldið í sjötta sinn en því hefur vaxið fiskur um hrygg hin síðari ár. Er svo komið að Sprettsundmótið er eitt af vinsælustu mótum vetrarins. Öll helstu nöfnin í sundinu komu til Eyja enda er mótið eitt það fyrsta á tímabilinu og nota þjálfarar tækifærið til að sjá ástand sundmanna og - kvenna. Eins og nafnið bendir til eru engin langsund í mótinu, lengstu sundin eru 200 metra skriðsund en auk þess var keppt í boðsundum. Mótið gekk hratt fyrir sig og skipulagning þess var lofuð af þátt- takendum. Þannig var t.d. startað yfír hausinn á þeim sem voru að Ijúka sínum greinum og varla dauður punktur í sundhöllinni um helgina. Eins og gefur að skilja var mikið álag á starfsmönnum sunddeildar IBV en formaður hennar er Sigrún Pálsdóttir. Hún sagði í samtali við Fréttir eftir mótið að það hefði gengið mjög vel. „Það hefur aldrei verið meiri þátttaka, um 300 manns komu til Eyja í tengslum við mótið og þar af voru 20 Danir. Það hafa líka aldrei verið fleiri skráningar hjá okkur eða rúmlega 1800 en ein skráning er ein stunga ofan í laugina. Mótið hefur stækkað jafnt og þétt undanfarin ár en ástæðan fyrir því er líklega fyrst og fremst sú að þetta er sprettsundmót, stuttar vegalengdir og mikill hraði í mótinu.“ En af hverju er ÍBV að lialcla svona mót þar sem sundmenn ofan af landi eru ímiklum meirihluta? „Þetta var upphaflega hugmynd þjálfarans okkar, hans Yuri og það að hafa bara spretti virðist falla vel í kramið. Þjálfaramir em mjög ánægðir með að hafa mót svo snemma á keppnistímabilinu því þá fá þeir gott yfirlit yfir ástandið á sínu fólki. Hróður mótsins hefur líka farið víða, nú komu Danir þannig að mótið er orðið alþjóðlegt mót.“ Hvernig létu Danirnir af dvölinni? Töpuðu þremur leikjum r | Handbolti: Slakt hjá 4. fl. heimavelli um helgina íslandsmótið hjá fjórða flokki kvenna fór fram um helgina en þá var leikið í 2. deild og fór einn riðill fram í Eyjum. Hér léku þrjú lið auk ÍBV en það vom HK, Haukar og Valur. Til að gera langa sögu stutta þá tapaði ÍBV öllum þremur leikjum sínum í mótinu en HK vann alla sína og vann því mótið. íslandsmótið fer þannig fram að lið geta unnið sig á milli deilda og því fer HK upp um deild. Úrslit mótsins urður þessi, staðan í hálfleik í sviga: HK-Valur 14-9(5-4) ÍBV - Haukar 13-14(8-6) Haukar - Valur 15 - 15(7-6) ÍBV-HK 11 - 19(3 - 11 ) HK-Haukar20-7( 10-5) ÍBV - Valur 12- 16(5-10) Mörk ÍBV um helgina gerðu Hekla 13, Ester 10, Birgitta4, Anna María 3, Þóra Sif 2 og Sædís 2. HJÖRDÍS Kristinsdóttir tók þessar bráðskemmtilegu myndir á mótinu. MICHAEL B. Espersen franrkæmdastjóri danska liðsins með hópnum sínum. „Þeir voru nrjög ánægðir, stóðu sig mjög vel og hirtu nokkur verðlaun Það var mjög skemmtilegt að fá þessa krakka enda vom þau mjög jákvæð og sátt þegar þau fóm,“ sagði Sigrún að lokum og vildi þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg fyrir sunddeildina um helgina. Sundfólk ÍBV stóð sig með ágætum á mótinu þótt ekki hafi þeim tekist að komast á verðlaunapall. Flestir voru að bæta sig í sínum greinum en þess ber helst að geta að Tinna Rún Kristófersdóttir sló 18 ára gamalt Vestmannaeyjamet Ingibjargar Am- arsdóttur í 50 m bringusundi. Hún synti á tímanum 40,50 en gamla metið var41,00. Erum mjög ánægð með MÓTIÐ -segir Michael B. Espersen fram- kæmdastjóri danska liðsins I danska hópnum vom 20 manns en hópurinn var við æfingar hjá KR og ákvað að kíkja við í Eyjum. Einn af fararstjómm hópsins er Michael B. Espersen en hann er framkvæmda- stjóri félagsins, sem heitir Köge Svömmeklub og er frá Herfölge. „Við vomm hjá góðum vini mínum sem er þjálfari hjá KR og vomm þar í æfingabúðum. Mats Klausen, þjálfari í KR, hringdi í mig og bauð okkur að koma til sín.“ Köge er stórt félag, jafnvel á danskan mælikvarða en hjá því æfa um 1500 manns. „Við erum stórt félag í Danmörku og höfum náð góðum árangri. Við komum 22 hingað og líkar mjög vel hérna í Vestmannaeyjum. Aðstaðan hér er mjög góð, húsið er kannski minna, en sundlaugin er þó innandyra. Margar laugar hérna á íslandi eru utandyra sem er mjög skrítið miðað við veðráttuna. Þannig að það var góð tilbreyting að komast inn í góða sundlaug." Hvað með krakkana, eru þau ánœgð með dvölina? ,Já, ég hef ekki heyrt annað enda er þetta spennandi ferðalag fyrir þau.“ En hvað með mótið, varþað sterkt? „Já, auðvitað. Þið eruð auðvitað með mjög sterka sundmenn eins og Örn Arnarson og fleiri þannig að mótið var mjög sterkt. Það eru líka margir efnilegir sundmenn og konur hérna sem gætu alveg komið til okkar og náð langt,“ sagði Michael að lokum en þegar síðasta spumingin var borin upp fölnaði hann upp enda var spurt hvort hann væri á leið í Herjólf, sem hann hafði ekki haft góða reynslu af. julius @ eyjafretti r. is Landakirkja Fimmtudagur 16. október Kl. 10.00 Mömmumorgunn í Safn- aðarheimilinu. Sr. Þorvaldur Víðis- son. Kl. 20.00 Tólf spora vinna heldur áfram í KFUM&K heimilinu. Fjölskylduhópar hafa verið mynd- aðir og hefur þeim verið lokað. Sr. Þorvaldur Víðisson óg umsjónar- fólk. Kl. 20.30 Kaffihúsamessa í safna- ðarheimilinu, húsið opnar kl. 20:00. Laugardagur 18. október Kl. 14.00 Utför Elínar Ámadóttur. Sunnudagur 19. otkóber Kl. 11.00 Sunnudagaskóli í kirkj- unni. Allir krakkar fá biblíumynd af skím Jesú, besta vinar bamanna. Rebbi færbrúðuheimsókn. Mikill söngur, bænir og biblíusaga. Sr. Þorvaldur Víðisson og bama- fræðarar. Kl. 14.00 Guðsþjónusta. Kór Landakirkju syngur undir stjóm Guðmundar H. Guðjónssonar org- anista. Fermingarbörn lesa ritn- ingarlestra. Prestur sr. Þorvaldur Víðisson. Kl. 20.00 Æskulýðsfélag Landa- kirkju og KFUM&K er nú statt á Landsmóti æskulýðsfélaganna. Sjáumst næst. Mánudagur 20. októbcr Kl. 17.30 Æskulýðsstarf fatlaðra, eldri hópur. Hulda Líney Magn- úsdóttir æskulýðsfulltrúi og sr. Þorvaldur Víðisson. Kl. 20.00 Kvenfélag Landakirkju undirbýr árlegan jólabasar. Kven- félagskonur hvattar til að mæta. Þriðjudagur 21. október Kl. 15.00 Kirkjuprakkarar, 6-8 ára krakkaríkirkjunni. Klárumbæna- bókina og bætum einni bæn á bænasnúruna. Einnig verður söngur, leikir og ný biblíumynd. Sr. Fjölnir Ásbjömsson og leiðtog- amir. Kl. 16.00 Litlir lærisveinar Landakirkju. Kóræfmg hjá yngri hóp 1 .-4. bekkur. Kl. 17.00 Litlir lærisveinar Landakirkju. Kl. 20.30 Kyrrðarstund í Landa- kirkju. Sr. Fjölnir Ásbjömsson og organisti Guðmundur H. Guð- jónsson. Góður vettvangur frá erli hversdagsins. Miðvikudagur 22. október Kl. 11.00 Helgistund á Hraun- búðum. Kl. 17.30 TTT yngri og eldri saman, 9-12 ára krakkar í kirkjunni. Gluggað verður í bókina „Dagar með Markúsi." Sr. Fjölnir Ás- bjömsson og leiðtogamir. Kl. 20.00 Opið hús hjá Æsku- lýðsfélagi Landakirkju og KFUM &K í félagsheimili KFUM&K. Hvítasunnukirkjan Fimmtudagur 16. október Kl. 20.30 Biblíufræðsla. Föstudagur 17. október Kl. 20.30 Unglingakvöld, undir- búningur fyrir UTVARÐA-helgi. ÚTVERÐIR af fastalandinu koma og frábært helgarmót er framundan. Laugardagur 18. október Kl. 20.30 Lofgjörðar- og bæna- stund með brauðsbrotningu. ÚTVERÐIR taka þátt í stundinni. Sunnudagur 19. október Kl. 13.00 Sunnudagaskólinn, „Vinir Jesú,“ Sakkeus og allir hinir. Mikill söngur og gaman. Öll börn velkomin. Kl. 15.00 SAMKOMA ÚT- VERÐIR, kristilegt unglingastarf, verða með á samkomunni og Kris Parker talar. Mikill söngur og fyrir- bænir. Allir hjartanlega velkomnir. Munið bænastundir hvem virkan dag kl. 7.30. Aðventkirkjan Laugardagur 18. október Kl. 10.30 Biblíurannsókn. Framtíðarnefnd stofnuð hjá ÍBV I síðustu viku var haldinn fundur með þjálfumm ÍBV-íþróttafélags um framtíð félagsins en gengi yngri flokka félagsins í sumar var afar slakt. Óskar Freyr Brynjarsson, formað- ur ÍBV sagði í samtali við Fréttir að fundurinn hefði verið mjög gagn- legur fyrir alla aðila. „Það kom margt fram á fundinum sem ég tel að eigi eftir að nýtast okkur vel í framtíðinni. En það sem mér fannst best við þennan fund var að ákveðið var að setja á laggimar nefnd sem mætti kalla framtíðamefnd. Henni er ætlað að móta stefnu félagsins í framtíðinni og við fengum til liðs við okkur fært fólk,“ sagði Óskar Freyr. I nefndinni em Sigurlás Þorleifsson, Heimir Hallgrímsson, Unnur Sig- marsdóttir, Erlingur Richardsson og Aðalsteinn Eyjólfsson. | Sund: Spreitsundmót ÍBV

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.