Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.2003, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.2003, Blaðsíða 17
Fréttir / Fimmtudagur 16. október2003 17 STARFSEMNN Geisla í dag, f.v. Guðmundur Ólafsson, Þórarinn Ólason, Magnús Bergsson, Jónas Þorsteinsson, Uraníus Ingi Kristinsson, Friðrik Páll Arnfinnsson, Pétur Jóhannsson og Þórarinn. Á myndina vantar þá Steingrím Svavarsson, Gylfa Bragason, Aðalstein Jóhannsson, Ragnhciði Mikaelsdóttur og Guðrúnu Jóhannsdóttur. Litla Ijót aftur á svið: Fjölskylduskemmtun sem allir Eyjamenn ættu að kíkja á -segir Sigrún Sól leikstjóri Laugardaginn 25. október næstkom- andi frumsýnir Leikfélag Vestmanna- eyja leikritið Litlu ljót. Er þetta í annað sinn sem leikritið ratar á fjal- imar hjá félaginu en fyrir 22 árum var það sýnt. Þá undir leikstjóm Halldóm Magnúsdóttur sem gerði leikgerðina ásamt Eddu Antonsdóttur. Nú er leikstjórinn Sigrún Sól Ólafsdóttir sem kemur frá Reykjavík. Sigrún Sól sagði í samtali við Fréttir að leikritið væri skemmtilegt og mikið íjör í því. „Það em líklega flestir sem kannast við söguna um Litlu Ljót en leikgerð þeirra Halldóm og Eddu er mjög skemmtileg. Við höldum okkur við hana að mestu, það er helst að við aðlögum leikritið að leikarahópnum og uppfæmm textann örlítið." Rúmlega þrjátíu manns koma að leikritinu með einum eða öðmm hætti en hlutverk em 25 talsins. „Þetta er skemmtilegur hópur og æfingar hafa gengið mjög vel. Þessir krakkar em hugmyndaríkir og ég hef reynt að nota þær hugmyndir sem þau hafa komið með. Eg hef töluverða reynslu í því að vinna með krökkum, leikstýrði t.d. mjög stóiri uppfærslu á Jesus Christ Superstar sem var samstarfsverkefni Bústaðakirkju, Réttarholtsskóla og félagsmiðstöðvarinnar Bústaða. Það var sett upp í tilefni afmælis Bústaða- kirkju og það má segja að þessi uppfærsla á Litlu Ljót sé jafn- viðamikil,-1 sagði Sigrún Sól. Hún vildi líka benda á að leikritið sé ekki bamaleikrit heldur fjölskyldu- leikrit. „Sagan um Litlu Ljót er góð og ef hún hefði verið skrifuð í dag væri hún titluð sem fræðsluefni um einclti. Það var hins vegar ekki búið að finna það orð upp þegar sagan var skrifuð en engu að síður er þetta mjög góð dæmisaga um samskipti fólks. En fyrst og fremst er þetta góð fjöl- skylduskemmtun sem allir Eyjamenn ættu að kíkja á.“ Bæjarráð: Hálfur menningar- fulltrúi, tímabundið Amar Sigurmundsson (D) lagði fram fyrirspurn og bókun í bæjarráði á mánudag vegna slöðu menningar- fulltrúa bæjarins. Amar segir í bókun sinni að þegar samþykkt hafi verið á fundi bæjarráðs 25. ágúst að ráða í stöðu fræðslufulltrúa bæjarins var jafnframt ákveðið að tillögu bæjar- stjóra, að þá nýráðinn fram- kvæmdastjóri fræðslu- og menn- ingarsviðs skyldi taka að sér menn- ingarmálin hjá bænum. „Vom þetta viðbrögð meirihluta bæjarráðs við tillögu minni að ráðinn yrði fræðslu- og menningarfulltrúi hjá bænum. Nú er búið að ráða í starf fræðslufulltrúa með einróma sam- þykkt skólamálaráðs og bæjar- stjórnar. Með þessu móti mætti ætla að búið væri að skipa í þær stöður í yfirstjóm Fræðslu og menningarsviðs sem nýtt skipurit gerðu ráð fyrir. Fyrir algjöra tilviljun frétti ég af því sl. föstudag að nú væri verið að auglýsa eftir menningarfulltma í 50% tíma- bundið starf hjá Vestmannaeyjabæ með umsóknarfresti til 18. október nk.,“ sagði Amar í bókun sinni. Hann lagði svo fram fyrirspum þar sem hann spyr meðal annars hvort meirihlutanum og bæjarstjóra hafi verið kunnugt um að verið væri að auglýsa eftir menningarfulltrúa. Eins spyr Amar: „Ef svo er og ráðið verður í stöðuna hvenær verður lögð fram tillaga í bæjarráði hvemig bregðast skuli við þeim útgjaldaauka sem fólgin er í ijölgun stöðuheita við yfirstjóm fræðslu- og menningar- mála? í stað þess að gert er ráð fyrir launaútgjöldum á árinu 2003 fyrir eitt stöðugildi skóla- og menningarfulltrúa hjá Vestmananeyjabæ stefnir nú allt í ARNAR taldi ekki ástæðu til þess að ráða sérstaklega í starf menn- ingarfulltrúa, telur raunar að framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs sé vel til þess fall- inn að annast menningarmál sam- hliða sínu starfi hjá Vestmanna- eyjabæ. að greitt verði lyrir 3,5 stöðugildi fyrir svipuð störf á næstu tólf mánaðum hjá bænum. Ég ítreka tillögu bæjarstjóra á l'undi bæjarráðs 25. ágúst sl. og tel ekki ástæðu til þess að ráða sérstaklega í starf menningarfulltrúa og tel raunar að framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs sé vel til fallinn að annast menningarmál samhliða sínu starfi hjá Vestmannaeyjabæ." Bæjarráð samþykkti að fela bæjar- stjóra að svara fyrirspurninni á næsta bæjarráðsfundi. Gjaldþrot Móa kemur illa við ÍBV Nú stefnir allt í það að Móar kjúk- lingabú fari í gjaldþrot en tilraunir til að bjarga fyrirtækinu virðast nú runnar út í sandinn. Gjaldþrotið mun snerta handknattleiksdeild kvenna ÍBV illa en Móar hafa undanfarin ár verið aðalstyrktaraðili liðsins. „Þetta skiptir okkur miklu máli, það er ekki auðvelt að fá peninga í dag og Móar hafa reynst okkur mjög vel síðustu ár,“ sagði Hlynur Sigmarsson, for- maður handknattleiksdeildarinnar og sagði að nú þegar væru menn farnir að kanna aðra möguleika. „Með gjaldþroti Móa hveri'a tíu prósent af rekstrartekjum deildarinnar og það er stór biti að kyngja."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.