Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.2003, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.2003, Blaðsíða 11
Fréttir / Fimmtudagur 16. október 2003 11 handverkshúss í Grímsey 500.000,- o.s.frv. Fleiri áhugaverðar auglýsingar má fínna á vefnum, til dæmis frá sjávarútvegsráðuneyti sem veitir styrki til rannsóknarverkefna, Ferðamálaráð íslands veitir styrki til úrbóta í um- hverfismálum á ferðamannastöðum. Rannsóknarráð Islands (Rannís) styrkir eflingu rannsókna og vísinda, Samstarfsvettvangur sjávar og iðnaðar veitir styrki í nýsköpun tengda sjávarútvegi og Byggðarstofnun hefur bæði styrkt ýmiss konar verkefni á landsbyggðinni og einnig tekið þátt í kaupum á hlutafé hjá nýsköpunar- fyrirtækjum á landsbyggðinni. Framiíðin byrjaði í gær -segir Hörður Baldvinsson, verk- EFNISSTJÓRI IMPRU NÝSKÖPUNAR- miðstöðvar á Iðntæknistofnun Nýverið birtist auglýsing í Fréttum en með henni vildi Impra nýsköpunar- miðstöð og Nýsköpunarsjóður at- vinnuiífsins vekja athygli á Frum- kvöðla- og handleiðslustyrkjum. Ert þú með viðskiptahugmynd sem leitt gæti til nýsköpunar í íslensku at- vinnulífi? er spuming sem varpað er fram. Tilgangur verkefnisins er að draga fram í dagsljósið efnilegar við- skipatahugmyndir, hvetja til nýsköp- unar og stuðla að faglegri vinnslu nýrra viðskiptahugmynda. Hörður Baldvinsson. verkefnisstjóri Impru nýsköpunarmiðstöðvar á Iðntækni- stofnun, segir auglýsingunni ætlað að vekja athygli á styrkjum og þeirri þjónustu sem eru í boði hjá okkur. „Við fáum allt of fáar umsóknir frá Vestmannaeyjum. Ég get talið um- sóknir um Frumkvöðlastuðning frá Eyjum á fíngrum annarrar handar síðastliðin fjögur ár. Oftar en ekki berst engin umsókn úr Eyjum, en veittir eru styrkir úr sjóðnunt að meðaltali fjómm sinnum á ári. Enn og aftur barst engin umsókn frá Vest- mannaeyjum að þessu sinni og er það umhugsunarefni í byggðarlagi þar sem svo brýn þörf er á atvinnutækifærum eins og raun ber vitni. Það er þvf mikilvægt að benda fólki á þennan möguleika til að fá íjármagn til að gera frumathugun á nýrri viðskipta- hugmynd sem það kann að hafa. Ég veit að margt fólk á landsbyggðinni hefur góðar hugmyndir sem vert er að skoða nánar, sem geta skapað ný störf og eflt það sem fyrir er. Víða um land leggja starfsmenn atvinnuþróunar- félagana metnað sinn í að aðstoða fólk í sínu byggðarlagi að sækja um hina ýmsu styrki og annars konar aðstoð þó svo það hafi ekki tíðkast hjá Þróunarfélaginu í gegn um tíðina," segir Hörður. Feimni eða athugunarleysi Hvers vegna eru svona fáar umsóknir frá Eyjum? „Ég hef oft velt því fyrir mér hvort það sé feimni við nýsköpun sem eigi hér einhvem hlut að máli eða mögulega að umsóknareyðublöðin séu það flókin og erfitt sé að gefa upp þær upplýsingar sem beðið er um, eða jafnvel að frumkvöðlar taki einfald- lega ekki eftir þeim auglýsingum þar sem óskað er eftir styrkjum í ný- sköpun. Til að koma til móts við þá sem finnst umsóknimar flóknar var bmgðið á það ráð að kenna þeim að skrifa umsóknir. Var farið af stað með námskeið hjá iðntæknistofnun unt gerð umsókna og hefur námskeiðið verið kynnt og kennt víða um land þar sem áhugi hefur verið lyrir hendi. Ennfremur hef ég oft heyrt að ekki sé hægt að vera með framleiðslu í Eyjum fyrir innlendan markað þar sem flutningskostnaður frá Eyjum upp á land sé svo hár að ekki sé hægt að keppa við önnur innlend fyrirtæki og þar af leiðandi þrífist ekki neitt í Vestmannaeyjum. Ég vil endilega benda á að fyrirtæki á Egilsstöðum og ísafírði búa við sama vandamál og það er ekkert ódýrara að flytja vömr þaðan til Reykjavíkur heldur en frá Eyjum til Reykjavikur." Takmarkaður áhugi á STYRKJUM Hvert heldur þú að sé hlutfall um- sókna sé héðan á landsvísu? „Ég á nú erfitt með að gera mér grein fyrir því en ljóst er að þeir sem eru með góðar viðskiptahugmyndir geta sótt um umtalsverða fjármuni til þess að stíga fyrstu skrefin og í sum- um bæjarfélögum koma fjölmargar umsóknir á ári hverju þó svo að ekki búi þar nema tiltölulega fáir, mun færri en í Vestmannaeyjum.“ Eru þetta aðallega styrkir fyrir smáfyrirtœki, Itafa Vestmannaeyingar ekki áhuga á þeim? „Eins og ég sagði áðan þá em þeir styrkir bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hvort Eyjamenn hafi ekki áhuga á þeim, það virðist í það minnsta takmarkaður áhugi á styrkjum yfir höfuð hjá Eyjamönnum og einnig virðast þær fáu umsóknir sem koma ekki vera það vel unnar að það fáist fjármagn út á þær. Að sækja um styrki og lán verður sífellt erfiðara og dæmi em um að góðar hugmyndir fái ekki stuðning þar sem umsóknin er ilia HÉR er Hörður að vinna við tilraun á kræklingaeldi á Arnarfirði sem stofnunin koma að. framsett og þar af leiðandi koma kostir hugmyndarinnar illa eða ekki fram.“ Hefur þú trú á að hœgt sé að snúa þróuninni viðl „Það er ekki nokkur vafi á því að hægt er að snúa þessari þróun við ef vilji er fyrir hendi." Nú hefur ekki gengið vel að byggja upp ný fyrirtœki í Eyjwn og eru Islensk matvœli dœmi um það. Hver heldur þú að sé ástœðan ? „Ástæðumar em eflaust margar og ekki er til ein ástæða fyrir því, en til þess að byggja upp ný atvinnu- tækifæri verður að styðja við þá aðila sem vilja skapa þau. Það á ekki endilega við þá sem hafa góðar við- skiptahugmyndir, heldur einnig eigendur starfandi fyrirtækja sem vilja stækka og auka við sína starfsemi.“ Hlúa að því sem fyrir er Hvar em helstu tœkifœri Eyjanna? „Þegar stórt er spurt verður oft lítið um svör. Ég hef trú á því að helstu tækifærin liggi í því að hlúa að þeim fyrirtækjum sem fyrir em og styðja við þá einstaklinga sem em með arðvænlegar viðskiptahugmyndir. En þá er kannski spumingin hver á að meta þær. Að mínu mati er nauð- synlegt að frumkvöðlar og fyrirtæki hafi aðgang að aðila sem þekkir til reksturs og hafi gengið í gegnum það að hafa rekið fyrirtæki og geti miðlað af sinni persónulegu reynslu." Þatfað breyta um hugsanahátt? „Ég held að það sé nauðsynlegt að skapa umhverfi sem hvetur einstak- linga og fyrirtæki til nýsköpunar. Því er oft haldið fram að ekki sé hægt að kenna mönnum að vera fmmkvöðlar. Markmiðið er ekki endilega að kenna mönnum að vera frumkvöðlar heldur láta fmmkvöðlum í hendur þau tæki, þá þekkingu og reynslu sem getur gefið þeim forskot í nýsköpun og aukið líkumar á að þeir nái árangri.“ Nefndu leiðir og allt sem þér dettur í hug til úrbótafyrir okkur? „Það fyrsta sem mér dettur í hug sem myndi ömgglega breyta hlutunum er markviss fræðsla um stofnun og rekstur fyrirtækja. Einnig öflug nýsköpunarmiðstöð í anda Impm. Hvemig væri að efna til ný- sköpunarkeppni hjá Framhaldsskól- anum og hvetja með þeim hætti hina ungu fmmkvöðla til að temja sér nýsköpunarhugsun. Er ekki hægt að efna til nýsköpunardags í enda skólaárs þar sem verðlaunahafar skólans yrðu krýndir og verk þeirra sýnd almenningi? Væri ekki hægt að vera með fmmkvöðlafræðslu í skól- unum eins og gert er í nokkmm skólum á fastaiandinu? Væri ekki hægt að fá Brautargengisnámskeið fyrir konur til Eyja, eins og hefur verið gert á ísafirði, Egilsstöðum, Akureyri og Reykjavík ? Er trúlegt að konur í Eyjum hafi minni áhuga á nýsköpun en konur á Egilsstöðum? Víða erlendis em haldin staðbundin rekstrarnámskeið fyrir þá sem vilja stofna fyrirtæki og þá er notast við aðila sem þekkja vel til reksturs í viðkomandi bæjarfélagi t.d: * Skattstjórinn fer yfír hin mis- munandi form og skyldur fyrirtækja og skattaumhverfi þeirra * Banka- og eða sparisjóðsstjórinn fjallar um þá þjónustu sem slíkar stofnanir veita og mikilvægi viðskiptaáætlana * Endurskoðandi fer í gegnum nauðsyn á skilvirku bókhaldi. Hér hef ég einungis talið upp nokkra aðila sem gætu miðlað af sinni þekkingu. Það sem ég hef talið hér upp er fræðsla sem ætluð er til þess að hvetja til nýsköpunar, en margir sjálfsagt spyrja, hvað með núið? Getum við gert eitthvað til þess að fá vinnu strax? Því er til að svara að til þess að skapa atvinnutækifæri þá er annað- hvort að gera það með þeim hætti sem ég hef lýst hér á undan eða kaupa sér tilbúin atvinnutækifæri, það er að segja kaupa starfandi fyrirtæki annars staðar frá, eins og gert var með íslensk matvæli. Það tiltekna dæmi gekk ekki í Vestmannaeyjum og er full ástæða að skoða það dæmi frá upphafi til enda og draga af því vonandi einhvem lærdóm. Af og tii eni fýrirtæki til sölu sem hafa verið rekin svo áratugum skiptir. Þau gætu haft alia möguleika til þess að vaxa og dafna í Vest- mannaeyjum. Slík fyrirtæki em dýr og fáséð og því mikilvægt að vera á varðbergi þegar slik fyrirtæki bjóðast. Að síðustu vil ég fá að koma þvf á framfæri að það em ekki til neinar einfaldar lausnir í þessum málum og mikilvægt að tileinka sér vinnubrögð sem em að skila árangri annars staðar í staðinn fyrir að vera að finna upp hjólið í sífellu. Nýsköpun er ekki eitthvað sem alltaf er hægt er að mæla í vikum eða mánuðum. Það getur tekið mörg ár áður en hægt er að sjá hvort átak til nýsköpunar hafi borið árangur eður ei. Því þarf að hugsa stórt og hugsa til framtíðar, því framtíðin byijaði í gær.“ Éf einhver vill hafa samband við Hörð Baldvinsson og fá frekari upplýsingar þá er hann með síma 5707100 og 8975071 og tölvupóst- fangiðer hordurb@iti.is. gudbjorg @ eyjafretti r. is „Ég á nú erfitl með að gera mér grein fyrir því en Ijóst er að þeir sem eru með góðar viðskiptahugmyndir geta sótt um umtalsverða fjármuni til þess að stíga fyrstu skrefin og í sumum bæjarfélögum koma fjölmargar umsóknir á ári hverju þó svo að ekki búi þar nema tiltölulega fáir, mun færri en í Vestmannaeyjum." Eru þeffa aðallega sfyrkir fyrir smáfyrirtæki, hafa Vesfmannaeyingar ekki áhuga á þeim? „Eins og ég sagði áðan þá eru þeir styrkir bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hvort Eyjamenn hafi ekki áhuga á þeim, það virðist í það minnsta takmarkaður áhugi á styrkjum yfir höfuð hjá Eyjamönnum og einnig virðast þær fáu umsóknir sem koma ekki vera það vel unnar að það fáist fjármagn út á þær. Að sækja um styrki og lán verður sífellt erfiðara og dæmi eru um að góðar hugmyndir fái ekki stuðning þar sem umsóknin er illa framsett og þar af leiðandi koma kostir hugmyndarinnar illa eða ekki fram." STOFNUNIN kom að hönnun þessa bíls sem er íslensk hönnun.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.