Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2003, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2003, Blaðsíða 14
14 Fréttir / Fimmtudagur 30. október 2003 Ætlum okkur alla titlana -segir Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari meistaraflokks kvenna í handboltanum Kvennalið ÍBV fékk nýjan þjálfara fyrir tímabilið sem nú er nýhafið. Það var enginn annar en Aðalsteinn nokkur Eyjólfsson. Aðalsteinn er ekki með öllu ókunnugur Vestmannaeyjum þar sem hann var hér með annan fótinn seint á níunda áratug síðustu aldar. Aðalsteinn er sonur Eyjólfs Bragasonar, sem á ámm áður þjálfaði og lék með ÍBV auk þess að starfa hér sem kennari. Þegar ég sló á þráðinn til Aðalsteins lá hann veikur heima og því var ákveðið að viðtalið færi í gegnum sfma, enda vildi blaðamaður ekki hætta á að smitast af flensunni. Æfði og spilaði með Þór ,Jú, ég kannaðist aðeins við mig þegar ég kom hingað aftur.“ segir Aðal- steinn þegar hann er spurður hvort hann hafi ekki kannast við sig í Eyjum. „Ég var héma auðvitað með annan fótinn á árunum 1985 til 1989. Þau ár bjó pabbi héma ásamt stjúp- móður minni, Hrönn Kjæmested og ég flakkaði á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Ég var í Hamars- skóla, í bekk með Sigga Braga og félögum þannig að leiðin lá auðvitað á æfingar hjá Þór. Þar æfði ég bæði fótbolta og handbolta og náði að spila einhverja leiki með félaginu. Hér fannst mér gott að vera og mér leið virkilega vel hérna í Eyjum á þessunr árum.“ Hvernig var það þegar kallið kom aftur frá Eyjum, þurftir þú langan umhugsunaifrest? „Nei, það er nú ekki hægt að segja það. Það hefur alltaf verið draumur minn að komast út úr borginni og einbeita mér að þjálfun. Þar er ÍBV auðvitað eitt af stóm félögunum og kvennaliðinu hefur vegnað mjög vel undanfarin ár. Það er einmitt þess vegna sem það var svo spennandi að taka við starfinu. Hér em gerðar kröfur og maður er auðvitað í þessu til að ná árangri og það ætla ég mér að gera hér.“ Fékk bakteríuna frá pabba Nú ertu sonur Eyjólfs Bragasonar, sem hefur starfað mikið sem þjálfari eftir að hann hcetti að spila. Fékkstu bakteríunafrá hortum ? ,Já, alveg örugglega. Ég man reyndar ekki mikið eftir honum sem leikmanni en eftir að ég komst til vits og ára fékk ég að fylgjast mikið með honum sem þjálfara. Ég held ég hafi verið meira og minna með honum á öllum æfingum, öllum fundum og flestum þeim leikjum sem hann stýrði þegar hann var að þjálfa. Ég var auðvitað að spila sjálfur, fór m.a. til Þýskalands og spilaði þar í 3. deildinni en lenti í erfiðum meiðslum og þurfti að taka mér hvíld. Þá fór ég að þjálfa af meiri krafti en áður og svo þegar kom að því að fara að spila aftur var áhuginn á þjálfun einfaldlega orðinn sterkari." Það hefur verið talað um að undir- búningur liðsins hafi ekki verið sér- lega góður. Er liðið seint í gang ? „Já, ég neita því ekki að undirbún- ingur liðsins var stuttur. Erlendu leikmennirnir voru að tínast til okkar jafnvel viku fyrir mót þannig að við erum enn að slípa leikinn. /Etli við klárum ekki okkar undirbúning í næsta mánuði en þá verður gert hlé á deildinni þar sem austurrísku stelpumar hjá okkur, þær Birgit Engl og Sylvia Strass verða með austum'ska landsliðinu á Heinrsmeistarmótinu. Annars er ég alveg þokkalega sáttur við byrjunina á Islandsmótinu hjá AÐALSTEINN: -Varnarleikurinn var nijög slakur hjá okkur til að byrja nieð enda misstum við að nu'nu mati besta varnarmann síðasta tímabils þegar Ingi- björg ákvað að hætta. Hún skildi eftir sig stórt skarð í vörninni en við erum að komast yfir það núna og varnarleikurinn er allur að konia til. okkur, við höfum unnið fimm af fyrstu sex leikjunum en töpuðum úti gegn Val. Þar kom í ljós að liðið var hrcinlega ekki tilbúið íjafn stóran leik, Valsstelpur voru einfaldlega betri en við íþeim leik.“ Hver voru helstu verkefni þín í byrjun móts, var það að bæta varnarleikinn eðaþurfti að laga sóknarleikinn? „Varnarleikurinn var mjög slakur hjá okkur til að byrja með enda misstum við að mínu mati besta vam- armann síðasta tímabils þegar Ingi- björg ákvað að hætta. Hún skildi eftir sig stórt skarð í vörninni en við erum að komast yfir það núna og varnar- leikurinn er allur að koma til. Ég vildi líka auka Ijölbreytnina í vamar- leiknum, bæta við öðrum varnar- aðferðum þannig að ef 6-0 vörnin klikkaði þá gætum við breytt yfir. Sóknarleikurinn var líka stirður og við þurftum aðeins að gera taktískar breytingar þar. Annars er liðið allt að koma til, við emm að ná betri tökum á okkar leik þannig að ég er mjög bjartsýnn á framhaldið." Það hefur mikið gengið á Hvað með leikmannahópinn, nú hefurðu orðið fyrir áföllum vegna meiðsla. Er hópurinn nógu breiður til að taka við slíku? „Já það er rétt það hefur gengið mikið á hjá okkur. Nína meiddist strax í upphafi og bati Önju Nielsen er hægari en við vonuðumst til. Hún hefur reyndar sýnt okkur að hún er án efa besti homamaður landsins þegar hún tekur sig til cn líkamlegt ástand hamlar henni um þessar mundir. Þá hafa komið upp önnur meiðsli, Alla Gokorian hefur verið meidd að undanfömu og svo fór Aníta Yr til Þýskalands þar sem hún starfar sem au pair. Þetta hefur haft það í för með sér að á æfingum hjá meistaraflokki hafa verið stelpur úr fjórða fiokki. Unglingaflokkur telur f dag ekki nema þrjá leikmenn og þar virðast menn hafa gleymt sér. Félagið þarf að endurskipuleggja starfið í yngri fiokkunum og gera það markvissara. Félagið hefur reyndar brugðist við þessu að undanfömu og hefur skipað í svokallaða framtíðarnefnd, en hana skipa Unnur Sigmarsdóttir, Sigurlás Þoiieifsson, Heimir Hallgrímsson, Erlingur Richardsson ásamt mér. Verkefni nefndarinnar er að koma með tillögur að framtíðarskipulagi yngri fiokka starfs ÍBV. Önnur félög hafa verið að vinna gott starf með sína yngri flokka, FH, Grótta/KR, Stjaman ogHK hafa öll verið að skila krökkum upp í meistaraflokka hjá sér. Við verðum að skoða þeirra starf og hagnýta okkur reynslu þeirra. Það er algjöróþarfi að finna upp hjólið. Þetta er auðvitað vandamál víðar en hjá ÍBV þar sem brottfall úr íþróttum mikið en það em líka félög eins og þau sem ég nefndi sem virkilega sinna unglingastarfinu vel og það eigum við að nýta okkur," segir Aðalsteinn. Mitt að búa til sterkt lið Hann segist engu að síður vera á- nægður með þá leikmenn sem hann hefur í höndunum og segir að IBV sé með sterkustu einstaklingana í deildinni. „Nú er það bara mitt verk að búa til sterkt lið og liðsheild og ég tel að við séum á góðri leið með það. Af nýju leikmönnunum er það að segja að Julia Gantimurova, nýi markvörðurinn hefur verið að koma til í síðustu leikj- um. Það er bara þannig að Ieikmenn sem koma langt að þurfa ákveðinn tíma til að aðlagast samfélaginu. Ytri aðstæður hafa svo mikið að segja með frammistöðu inni á vellinum en hún varði t.d. um 40 skot í tveimur leikjum á Akureyri um daginn. Anja Nielsen á eftir að sýna okkur styrk sinn en ég hef séð kafia hjá henni þar sem hún er að spila frábærlega en hún þarf að vera dugleg að vinna í sínum málum. Nína meiddist strax í byrjun en það vita allir hversu öflug hún er og þegar hún kemur aftur er það mikill styrkur fyrir liðið. Guðbjörg er svo á leiðinni aftur til Eyja og það kemur til með að hafa mikil áhrif íyrir liðsheildina síðar meir enda mun betra þegar leikmenn eru allir saman. Hópurinn er sterkur en engu að síður máttum við illa við þeim áföllum sem við höfum orðið fyrir að undanförnu en það verður bara að vinna úr því.“ Kemur á óvart að ekkert KEMUR Á ÓVAR'l’ Er eitthvað sem hefur komið þér á óvart eftir að deildin byrjaði? „Já, kannski er það sem kom mér mest á óvart, að það hefur ekkert komið á óvart," segir Aðalsteinn og hlær. „Ég átti von á því að Valur, ÍBV og Haukar yrðu í toppbaráttunni og á von á því að það eigi eftir að rætast. Reyndar er voðalega erfitt að vera meta stöðuna þegar aðeins sex leikir eru búnir en ég spáði því að þessi þrjú lið sem ég nefndi að ofan yrðu á toppnum auk þess sem eitt öskubuskulið myndi blanda sér í þessa baráttu. Þar sé ég fyrir mér að Grótt;t/KR, FH eða Stjaman komi upp á meðal toppliðanna." Svona í lokin, hver eru markmið þín meö liðið? „Liðið hefur auðvitað sett sér þau markmið að vinna þær keppnir sem við tökum þátt í. Við eigum auðvitað alls staðar möguleika en við tökum þátt í Evrópukeppninni og það er kannski að taka svolítið djúpt í árinni að ætla sér sigur þar. Annars rennum við svolítið blint í þá keppni og það verður bara að skýrast hvemig okkur vegnar þar. Hins vegar verður ÍBV í baráttunni um innlendu titlana. Markmið mín eru þau sömu og liðsins, þ.e.a.s. vinna þá titla sem í boði eru.“ julius @ eyjafrettir. is AÐALSTEINN hefúr mikla trú á sínum konum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.