Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2003, Blaðsíða 8
8
Fréttir / Fimmtudagur 30. október 2003
Krakkarnir í
Hamarsskóla
dugleg í Nor-
ræna hlaupinu
íþróttakennarar sáu um að skipuleggja
Norræna skóla hlaupið í Hamarsskóla
en elstu nemendunum var ekið, mis-
langt í burtu frá skólanum eftir aldri
nemendanna sem hlupu svo að skól-
anum ásamt kennurunum sínum.
Mánudaginn 17. október hlupu 8.
9. og 10. bekkingar frá Stórhöfðaog
fyrstar í mark af stúlkunum voru þær
Ester Oskarsdóttir, Sara Sjöfn Grettis-
dóttir og Lilja Dröfn Kristinsdóttir en
þeir Sæþór Olafur Pétursson, Þórarinn
Valdimarsson og Asgeir Guðmunds-
son komu fyrstir í mark af drengj-
unum.
Nemendur í 5 .til 7. bekk hlupu frá
Brimurð mánudaginn 20. október en
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Dóra
Kristín Guðjónsdóttir og Sóley Guð-
mundsdóttir kornu fyrstar í mark af
stúlkunum en þeir Einar Gauti Ólafs-
son, Njáll Aron Hafsteinsson og
Brynjar Karl Óskarsson voru sprett-
harðastir af drengjunum. Nemendur
og kennarar í 1. til 4. bekk hlupu um
víðsvegar í kringum skólann og stóðu
sig frábærlega. Allir voru sáttir við
góða hreyfingu og skemmtilega
tilbreytingu.
Er haukalóð lína eða ekki?
-er spurning sem Héraðsdómur svaraði nýlega í máli skipstjóra sem
dæmdur var fyrir fiskveiðibrot vegna línuveiða á Kötlugrunni innan
svæðis þar sem allar slíkar veiðar eru bannaðar
ri* •• ^1*^1 '
Fjor a bjorha-
tíð á Mánabar
Bjórhátíð er orðin fastur liður á Mána-
bar og nýtur mikilla vinsælda
bæjarbúa og gesta í bænum. Hún var
haldin í fimmta sinn um síðustu helgi
og voru vertarnir, Sigfús Gunnar
Guðmundsson og Tryggvi Sæmunds-
son, ánægðir með hvemig til tókst.
„Bjórhátíðin heppnaðist framar
vonum,“ sagði Sigfús Gunnar í sam-
tali við Fréttir. „Okkur fannst hún
með daufara móti í fyrra en núna gekk
þetta mjög vel öll kvöldin, fimmtu-
dag, föstudag og laugardag.'1
Hann segir að fólki líki þetta vei
þegar slegið er upp langborði á Mána-
bar og helst eigi að mæta í lopapeysu
og gallabuxum. „Þetta minnir á
þjóðhátíð og má kannski segja að
Mánabar haft verið eins og stórt
þjóðhátíðartjald þar sem hinn frækni
Leó Snær Sveinsson sá um að halda
uppi stuðinu. Fólk mætti yfirleitt tím-
anlega og ég gæti trúað að í allt haft
um 250 manns litið við á þessari litlu
bjórhátíð okkar," sagði Sigfús Gunnar
að lokum.
STEFÁN, Grétar
Mar, Hörður og Leó
Snær hressir á
bjórhátíð.
Fermingarmót
í Landakirkju
í dag, fimmtudag frá kl. 8.30 til
21.00 verður fermingarmót í
Landakirkju undir stjóm Sjafnar
Þór og presta kirkjunnar. Sýnd
verður glæný íslensk kvikmynd og
unnin verða verkefni. Unglingamir
fá léttar veitingar í kaffihléum, fara
heim í hádeginu en mæta aftur um
klukkan eitt. Seinni partinn fáum
við góða heimsókn, Þorsteinn
Haukur og hundurinn Bassi koma í
heimsókn. Klukkan átta verður
kvöldvaka með fermingarbömum
og foreldrum þeirra í Safnaðar-
heimili kirkjunnar, þar sem farið
verður yfir afrakstur dagsins og
slegið á létta strengi.
Þessu svaraði Héraðsdómur Suður-
lands þann I. október sl. er fjöl-
skipaður dómur kvað upp dóm í máli
sem lögreglustjórinn í Vestmanna-
eyjum höfðaði gegn skipstjóranum á
Kristbjörgu II fyrir fiskveiðibrot með
því að hafa verið á línuveiðum á
Kötlugmnni innan svæðis þar sem
allar línuveiðar em bannaðar.
Varðskipið Ægir kom að skipinu þar
sem það var að draga línu og fylgdi
því til hafnar í Vestmannaeyjum laust
upp úr miðnætti aðfaranótt 20.
september sl.
Ákæmvaldið krafðist þess að ákærði
yrði dæmdur til refsingar og til að sæta
upptöku á fjárhæð sem svarar til
andvirðis veiðarfæra skipsins og þess
afla sem fékkst með ólöglegum hætti.
Varðskipið Ægir kom að
SKIPINU ÚT AF KÖTLUTANGA
Málsatvik vom þau að föstudaginn 19.
september 2003 stóð varðskipið línu-
bátinn Kristbjörgu II HF-75 að
meintum ólöglegum línuveiðum
suðaustur af Kötlutanga en samkvæmt
reglugerð nr. 230/03 em allar línu-
veiðar bannaðar á því svæði.
Varðskipið hafði samband við skip-
stjóra Kristbjargar sem upplýsti að
hann væri á lúðulínu og hefði til þess
undanþágu og mætti því vera á
svæðinu. Þegar farið var að athuga
málið kom í ljós að skipstjóri Krist-
bjargar var að vitna í reglugerð nr.
311/03 um bann við línuveiðum við
Suður- og Suðausturland en í reglu-
gerð 363/03 um breytingu á reglugerð
nr. 311/03 var heimilað að nota
sérbúna línu, haukalóð, til lúðuveiða
þar, en þetta átti ekki við um það
svæði sem ákærði var á með skip sitt.
Skipstjóra var bent á þetta og
aðspurður sagðist hann enga skriflega
heimild hafa til veiða í reglugerð
230/03 en sagðist hafa munnlega
heimild úr ráðuneytinu.
Neitaði SÖK
Við þingfestingu málsins neitaði á-
kærði sök. Hann viðurkenndi að hafa
verið á lúðuveiðum umræddan dag á
þeim stað sem í ákæm greindi en
kvaðst ekki hafa verið á línuveiðum í
skilningi reglugerðarinnar. Ákærði
kvaðst hafa verið á lúðuveiðum með
svokallaða haukalóð, en veiðar með
þess konar veiðarfæri séu ekki bann-
aðar á svæðinu.
Skipstjórinn kvað haukalóð vera
sértæka línu eða sértækt veiðarfæri til
lúðuveiða. Aðspurður af verjanda
kvaðst ákærði strax hafa vakið athygli
starfsmanna Landhelgisgæslu og síðar
lögreglu á því að samkvæmt hans
skilningi næði bann við línuveiðum á
Kötlugrunni ekki til veiða með
haukalóð. Þá kom fram hjá ákærða að
starfsmenn Landhelgisgæslunnar
hefðu komið tvisvar um borð í skipið.
Vitnið kvaðst, eftir heimsókn Land-
helgisgæslunnar í júní eða júlí, hafa
hringt í veiðieftirlitið til að kanna
hvort honum væri óhætt að nota
haukalóð á Kötlugmnni. Þar kvaðst
ákærði hafa fengið þau svör um væri
að ræða tvö gjörsamlega ólík
veiðarfæri.
Fiskifræðingur studdi
SAKBORNINGINN
Fiskifræðingur og forstöðumaður
nytjastofnssviðs Hafrannsóknarstofn-
unar, gaf skýrslu fyrir dómi í gegnum
síma. Hann kvað línu eða fiskilínu og
haukalóð vera ólík veiðarfæri vegna
stærðarmunar. Vitnið sagði tilurð og
tilgang reglugerðar nr. 230/2003 hafa
verið að koma í veg fyrir veiðar á
smákeilu á Kötlugmnni. Vitnið kvað
bæði reglugerð 230 og 311/2003 hafa
verið settar til vemdar smákeilu. Að
hans mati hefðu reglugerðirnar hins
vegar ekki bannað lúðuveiðar eða
veiðar með haukalóð, enda stafi
smákeilu minni en 55 cm ekki hætta
af veiðum með haukalóð. Vitnið tók
fram í lokin að hann teldi mál þetta
mjög óheppilegt atvik og kvaðst
styðja sakborninginn í málinu sem
honum þætti óréttlátt.
Haukalóð er samt lína
I niðurstöðu sinni kemur dómurinn
fyrst að tilurð línuveiðibannsins og
segir að það hafi verið sett til að
spoma við veiðum á smákeilu. Síðan
tekur dómurinn fram að ekki sé
ágreiningur um lagastoð reglugerðar-
innar heldur sé ágreiningurinn um
hvort veiðar með haukalóð séu
línuveiðar í skilningi reglugerðarinnar.
Síðan segir í dóminum; „Fyrir liggur í
málinu að veiðarfæri þau sem ákærði
notaði í umræddri veiðiferð voru lína
með lóðum og krókum. Lína þessi,
haukalóð, er eingöngu notuð til lúðu-
veiða. Hún er frábrugðin venjulegri
fiskilínu að því leyti að lengra er milli
króka á haukalóðinni en fiskilínunni
og þá eru krókamir á haukalóð mun
stærri“.
Ennfremur segir í niðurstöðu
dómsins að veiðarfæri þau sem ákærði
notaði í umræddri veiðiferð, svokölluð
haukalóð, sé lína í skilningi reglu-
gerðarinnar. Þar sem veiðar með
haukalóð hafa ekki með formlegum
hætti verið heimilaðar á því svæði á
Kötlugrunni sem reglugerðin tekur til,
hefur ákærði með greindri háttsemi
brotið gegn banni við línuveiðum á
Kötlugrunni og lögum nr. 79/1997,
um veiðar á fiskveiðilandhelgi Islands.
Ákærði ber sem skipstjóri bátsins
refsiábyrgð.
600 ÞÚSUND í SEKT OG UPP-
TÖKU AFLA OG VEIÐARFÆRA
Ákærði var dæmdur til að greiða lág-
markssekt 600.000 krónur í Land-
helgissjóð íslands innan fjögurra
vikna frá birtingu dómsins að telja, en
sæti ella fangelsi í 60 daga. Verðmæti
þeirrar línu og þess afla sem fékkst á
línuna krónur 259.212 vom gerðar
upptækar og ákærði var dæmdur til að
greiða allan sakarkostnað.
Dóminn kváðu upp auk dómsfor-
manns, Ragnheiðar Thorlacius setts
héraðsdómara, meðdómsmennirnir
Þorfmnur Valdimarsson og Sigurður
Bjamason fyrrverandi skipstjórar.
Dómnum hefur verið áfrýjað til
Hæstaréttar.
Og aldrei
kemur
Bubbi
Bubbi
Morthens er
óumdeilan-
lega sá
langlífasti,
duglegasti
og harðasti í
íslenskum
skemmtana-
iðnaði. Sést
það best á
þeim 48 plötum sem hann hefur
komið nálægt og 418 lögum sem
hann hefur samið á ferlinum.
Bubbi hefur líka verið harður í
tónleikahaldi, þeysist um landið
þvert og endilangt, en undantekn-
ingin er Vestmannaeyjar. Hann
hefur verið ólatur við að tilkynna
komu sína til Eyja og með því glatt
aðdáendur sína hér. En þau em
lærri skiptin sem Bubbi kemur því
slag í slag aflýsir hann tónleika-
haldinu. í tvígang á þessu ári boðaði
hann komu sína hingað með söng-
konunni Heru en ennþá hafa þau
ekki látið sjá sig.
Bubbi hafði boðað tónleika með
Hem í Höllinni annað kvöld en þeir
Hallarmenn voru varla búnir að
senda auglýsinguna þegar Bubbi
aflýsti tónleikunum. Ekki í fyrsta
eða annað skiptið og áfram sitja
aðdáendur hans í Eyjum uppi með
sárt ennið.