Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2003, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2003, Blaðsíða 18
18 Fréttir / Fimmtudagur 30. október 2003 Landakirkja Fimmtudagur 30. október Kl. 8.30 - 21.00 Fermingarmót í Landakirkju undir stjórn Sjafnar Þór og presta kirkjunnar. Sjá annars staðar í blaðinu. Kl. 10.00 Mömmumorgunn. Kl. 20.00 Tólf spora vinna heldur áfram í KFUM&K heimilinu. Kl. 20.00 Kóræfíng hjá kirkjukór Landakirkju. Föstudagur 31. október Kl. 16.00 Hópur unglinga úr æskulýðsfélagi Landakirkju og KFUM&K, sem fór til Danmörkur í sumar, heldur á mót í Kaldárseli. Sunnudagur 2. nóvember Kl. 11.00 Sunnudagaskóli í kirkj- unni. Allir krakkar fá biblíumynd. Kl. 14.00 Guðsþjónusta á allra heilagra messu. Minnsterlátinna. Fermingarböm lesa rilningarlestra. Prestamir. Kl. 20.00 Æskulýðsfélag Landa- kirkju og KFUM&K. Helgistund, leikir og söngur. Sr. Fjölnir, Esther Bergsdóttir og leiðtogamir. Mánudagur 3. nóvember Kl. 17.30 Æskulýðsstarf fatlaðra, eldri hópur. Hulda og Þorvaldur. Kl. 20.00 Kvenfélag Landakirkju undirbýr árlegan jólabasar. ■ Þriðjudagur 4. nóvember Kl. 15.00 Kirkjuprakkarar, 6-8 ára krakkar í kirkjunni. Sr. Fjölnir Asbjömsson og leiðtog- amir. Kl. 16.00 Litlir lærisveinar Landa- kirkju, 1 .-4. bekkur. Kl. 17.00 Litlir lærisveinar Landa- kirkju. Kóræfing eldri hóps, 5. bekkur og eldri. Kl. 20.30 Kyrrðarstund ásamt altarisgöngu í Landakirkju. Góður vettvangur frá erli hversdagsins. Miðvikudagur 5. nóvember Kl. 11.00 Helgistund á Hraun- búðum. Kl. 17.30 TTT yngri og eldri saman, 9-12 ára krakkar í kirkjunni. Kl. 20.00 Opið hús hjá Æsku- lýðsfélagi Landakirkju og KFUM &K í félagsheimili KFUM&K. Esther Bergsdóttir æskulýðsfulltrúi, sr. Fjölnir Asbjömsson og leið- togamir. Hvítasunnukirkjan Fimmtudagur 30. október Kl. 20.30 Biblíufræðsla. Er Biblían andstæð nútímalífi? Komið og fræðist. Allir velkomnir. Föstudagur 31. október Kl. 20.30 Unglingakvöld. Sumir fóm til Akureyrar og em komnir aftur fullir af fjöri. Unglingar vel- komnir. Laugardagur 1. nóvember Kl. 20.30 Lofgjörðar- og bæna- stund með brauðsbrotningu. Sunnudagur 2. nóvember Kl. 13.00 Sunnudagaskólinn. Miskunnsami Samverjinn kemur í heimsókn, leikrit og brúðukór. Öll böm velkomin. Kl. 15.00 SAMKOMA Nú verður kraftur í lofgjörðinni og lifandi Guðsorð er alltaf hvetjandi. Sitjið ekki hcima og látið ykkur leiðast, drífið ykkur á samkomu! Allir hjartanlega velkomnir. Miðvikudagur 5. nóvember Kl. 20.00 AGLOW-kvöld í safnaðarheimili Landakirkju. Hjálmar Guðnason talar. Allar konur velkomnar. Aðventkirkjan Laugardagur 25. október Kl. 10.30 Biblíurannsókn. ✓ Armann ýtir þriðju Vinjettunni úr vör: Veisla með miklum elegans Ármann Reynisson ýtti bók sinni, Vinjetta III úr hlaði með miklum glæsibrag í Vélasal Listskólans. Hann hai'ði fengið nokkra aðila í lið með sér og saman tókst þeini að skapa skemmtilcga stund að viðstöddum rúmlega 100 gestum. Þarna sýndi Þórður Svansson listaverk sín, skúlptúra, listakokkarnir Grímur og Sigurður Sigmarssynir töfruðu fram frábæra rétti sem runnu ljúflega niður með ijúlléngu víni og síðast en ekki síst var það upplcstur Ármanns á kiiflum í Vinjettunni við gítarundirleik Sigurmundar Einarssonar. Það var greinilegt að þessi uppákoma Ármanns hafði vakið athygli bæjarbúa því mæting var góð, ekki síst í ljósi þess að margir voru úr bænum. Tekið var á móti gestum með vínum frá Karli K. Karlssyni, Torres Vina Esmeralda frá Spáni og Ijúffengri bliindu af Campari. BERGUR Elías og Ármann við athöfnina á föstudaginn. ■ ■ mk j SIGURÐUR stórmatreiðslumeistari útlistar fyrir Ágústu á Hól, Helgu á Felli og Þorsteinu í Þingholti hvað var á borðum. Á hlaðborði, sem kaiiað er Undur Vestmannaeyja, var að finna sjii rétti sem allir eru nýir á nálinni. Fyrstan skal nefna skötusel með parmaskinku og sítrónuberki, þá voru humarhalar í hrísgrjónadegi með avacadomauki, nýr lundi með bláberjum, rifsberjahlaupi og pistasíum, reyktar ýsuþynnur með kryddjurtarjómaosti, reyktur lundi með graskersmauki, hörpuskel með kavíar og seljurótarmauki og saltfiskflan með kavíar. Ármann gætti þess að allt færi fram og að elegansinn væri í hávegum hafður. Hann ávarpaði gesti og þakkaði góða þátttiiku áður en upplesturinn hófst. Hann las upp þrjár Vinjettur og er ein þeirra, Eldgos í Heimaey tileinkuð 30 ára goslokum á þessu ári. Vinjetturnar eru bæði á íslensku og ensku í sömu bók. Þar með var lokið skemmtilegri stund í Vélasalnum þar sem matur, vín, skúlptúrar og bókmenntir voru í öndvegi. En að lokum ailienti Ármann Bergi Elíasi Ágústssyni fyrstu bókina af Vinjettum III. Teiknisamkeppni LV: Eva Dögg sigraði í tilefni af uppfærslu Leikfélags Vestmannaeyja var efnt til teiknisamkeppni meðal grunnskólabarna. Þátttaka var mjög góð og sögðust forráðmenn félagsins hafa fengið margar mjög góðar teikningar. Verðlaunamyndina á Eva Dögg Davíðsdóttir í 4. JA í Hamarsskóla og fékk hún viðurkenningarskjal fyrir. Mynd Evu Daggar prýðir forsíðu Leikskrár og í henni er að finna aðrar myndir sem bárust í keppninni. EVA Dögg með formanni LV, Drífu Þöll Arnardóttur og Guðnýju Kristjánsdóttur stjórnarmanni. TEIKNING Evu Daggar prýðir forsíðu leikskrár sem er vel úr garði gerð en kápan hefði að ósekju mátt vera í lit. Hemax deild kvenna Þriðjudaginn 4. nóv kl. 19.15 IBV - Stjarnan Nú fyllum við kofann

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.