Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2003, Blaðsíða 13
Frcttir / Fimintudagur 30. október 2003
13
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar:
Ovandaður og sérkennilegur
málflutningur þingmanna
Á þessum 5 árum leigðu Eyjamenn til sín 2.242
þorskígildi. Gaman væri nú ef Kristinn birti líka
upplýsingar um nettókvótaleigu Eyjamanna árið
2001/02 sem hann hefur undir höndum og nefndi
í grein sinni hálfum mánuði áður.
„Af hverju segir Sigurgeir ósatt?" spyr Kristinn
H. í tilefni af þeim ummælum mínum að hann hafi
lítinn áhuga á að heimsækja útvegsmenn í
Suðurkjördæmi. Fréttablaðið hefur eftir
þingmanninum: „Ég sakna þess auðvitað að ná
ekki að eiga orðastað við „vini mína" í LÍÚ en
legg þó meira upp úr því að ná fundi Vestfirðinga
á sunnudag." Ég spyr bara: Er hægt að skilja
nema á einn veg þessi ummæli manns sem situr í
fastanefnd á vegum Alþingis (sjávarút-
vegsnefnd) og þekkir ferðaáætlun hennar a.m.k.
einum mánuði áður (því þá fékk ég skilaboð um
heimsókn nefndarinnar).
Kristinn H. Gunnarsson. alþingismað-
ur, sakar undirritaðan um óvandaðan
málflutning í grein hér í Fréttum á
dögunum. Hann tínir tvennt til.
Annars vegar heldur hann því fram að
hlutur aflamarksskipa í heildarkvóta
sé 95% en ekki 82% eins og kom fram
í skrifum mínum. Hins vegar staðfestir
hann lítinn áhuga sinn á að heimsækja
útvegsmenn í Suðurkjördæmi.
I síðasta tölublaði Frétta leggur
Magnús Þór Hafsteinsson, alþingis-
maður, út af sama efni en hefur þá
meira í huga brennivín og í hverra
boði hann helst ekki vilji súpa það.
Ennfremur að hann vilji hitta fólk í
Eyjum.
Fyrst þetta með 82% eða 95%.
Aflamarkskerfin em tvö, annars vegar
krókaaflamark sem vaxið hefur úr
sáralitlu, sennilega innan við I %, í að
vera 12,4%, hins vegar aflamark
stærri skipa. Hér er þetta sett upp í
„einfalda" töflu. Tafla eitt.
Hér em allir útreikningar lagðir á borð
og lesi nú hver sem vill og beri saman
við fullyrðingu mína annars vegar og
þingmannsins Kristins H. hins vegar.
Ég benti á að á undanfömum ámm
hafa smábátar náð til sín 12,4%
heildaraflamarks í þorski og sennilega
aukið hlut sinn úr innan við 1% á
gmndvelli gríðarlegs umframafla.
Málflutningur smábátamanna hefur
byggst á því að umframafli skipti ekki
máli, hann sé af engum tekinn!
Þingmaðurinn heldur því (rétti-
lega!) fram að ég fari ekki rétt með
tölur um „sérstakar úthlutanir", þ.e.
varðandi ýmiss konar byggðarkvóta,
bætur til rækju- og skelfiskbáta, 3.000
tonna pottinn, sem var bætur til
strandveiðiflotans fyrir mörgum ámm,
auk viðmiðunar sóknardagabáta.
Það kemur nefnilega á daginn að
umframafli smábáta er ekki 7.000
tonn heldur miklu meira, tæplega
9.000 tonn, sbr. meðfylgjandi töflu!
Mér er mikil ánægja að taka undir
með Kristni H. að rétt skal vera rétt í
þessum efnum sem öðmm.
Augljóst áhugaleysi þingmannsins
Skoðanir mínar um skiptingu heildar-
kvóta era skýrar og hafa margoft
komið fram. Þegar heildarafli hefur
verið ákveðinn skal hver og einn
hljóta sinn hluta úr heildarafla án
millifærslna stjórnmálamanna. Þann-
ig eiga t.d. þeir, sem veiða kolmunna í
troll að telja sinn hugsanlega meðafla
til kvóta.
Á sama hátt eiga þeir sem stunda
áframeldi á þorski að afla sér kvóta til
þess ama. Hafróaflinn er fáránleg
hugmynd um minnkun brottkasts. Við
hjá Vinnslustöðinni hf. höfum beðið
sjómenn okkar að henda ekki nýtan-
legum afla mörg undanfarin ár enda
hafa þeir ekki haft ástæðu til slíks.
Þannig tókum við í land þorsk sem
hafði lent í netaskífu, klippst í neta-
teinum eða kramist á einhvem annan
hátt og töldum til kvóta. Nú fer sá afli
á markað sem Hafróafli af þeirri
einföldu ástæðu að það borgar sig í
stað þess að við tökum þennan afla af
eigin kvóta, sem er hin rétta og
sanngjama leið.
Slítur tiilur úr samhengi
Það er hins vegar athyglivert að
Kristinn H. kemurekki með tölur yfir
leigu Eyjamanna sem hann kynnti í
fyrstu grein sinni í Eyjafréttum, en þá
upplýsti þingmaðurinn að Eyjamenn
hefðu leigt frá sér 2.592 tonn af þorski
- og sleit tölumar þar með úr sam-
hengi. Eigum við ekki að láta fljóta
með yfirlit yfir kvótaleigu útvegs-
bænda í Eyjum hin síðari ár og óska
eftir því að Kristinn H. fylli í skörðin?
Skv. upplýsingum Fiskistofu er nettó-
kvótaleiga Eyjamanna undanfarin ár
eftirfarandi:
Á þessum 5 ámm leigðu Eyjamenn til
sín 2.242 þorskígildi. Gaman væri nú
ef Kristinn birti líka upplýsingar um
nettókvótaleigu Eyjamanna árið
2001/02 sem hann hefur undir
höndum og nefndi í grein sinni hálfum
mánuði áður.
„Af hverju segir Sigurgeir ósatt?“
spyr Kristinn H. í tilefni af þeim um-
mælum mínum að hann hafí lítinn
áhuga á að heimsækja útvegsmenn
Suðurkjördæmi. Fréttablaðið hefur
eftir þingmanninum: „Ég sakna þess
auðvitað að ná ekki að eiga orðastað
við „vini mína“ í LIU en legg þó
meira upp úr því að ná fundi Vest-
firðinga á sunnudag". Ég spyr bara:
Er hægt að skilja nema á einn veg
þessi ummæli manns sem situr í fasta-
nefnd á vegum Alþingis (sjávarút-
vegsnefnd) og þekkir ferðaáætlun
hennar a.m.k. einum mánuði áður
(því þá fékk ég skilaboð um heimsókn
nefndarinnar).
Hann var erlendis þegar Vestfírð-
ingar blésu til fundar og lagði meira
upp úr að komast þangað en á löngu
ákveðna fundi sjávarútvegsnefndar-
manna í Eyjum. Auðvitað gat þing-
maðurinn hæglega hagað ferðalögum
sínum þannig að hann hefði getað
verið bæði á fundum í Eyjum og fyrir
vestan. Þetta er auðvitað bara spuming
um vilja og pólitiska afstöðu. Ég
skipulagði tíma minn í samræmi við
heimsókn sjávarútvegsnefndar, það
átti þingmaðurinn líka að gera
Skiptir staða fyrirtækjanna ekki
máli?
Dugur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar
var meiri eða skipulag hans er betra.
Hann kom hingað með sjávarútvegs-
nefnd eins og vera bar cn tók skýrt
fram að hann vildi líka hitta einhverja
aðra en stórútgerðarmenn í Eyjum.
Það er bara hans mál, auðvitað hafa
þingmenn í sjálfu sér frjálst val um
hveija þeir hitta á fómum vegi. Þaðer
hins vegar afar sérkennilegt af al-
þingismanni, svo ekki sé meira sagt,
að telja það í meira lagi hæpið að eiga
orðastað við forsvarsmenn fyrirtækja
sem bera hita og þunga af atvinnulífi
Eyjanna.
Þeir hinir sömu forsvarsmenn bera
fjandakomið ábyrgð á rekstri fyrir-
tækja sinna og vita hvert stefnir í
rekstri þeirra og þar með í at-
vinnumálum byggðarlagsins. Fólkið
í sjávarútveginum, sem Magnús Þór
vildi hitta, vinnur að langmestu leyti
hjá þessum sömu fyrirtækjum!
Það er hins vegar rétt hjá Magnúsi
Þór að í aðdraganda alþingiskosn-
inganna nefndi ég ekki línuívilnun.
Hún var enda ekki helsta hitamálið
sem tengdist sjávamtvegsmálum þá en
það skal Magnús Þór vita að afstaða
mín til línuvilnunar var nákvæmlega
sú hin sama fyrir og eftir kosningar.
Ég hef margsinnis lýst yfír í ræðu og
riti að stöðva beri áráttu stjómmála-
manna við að nýta aflamarkskerfið til
millifærslna milli einstakra byggðar-
laga, skipaflokka eða annarra gælu-
verkefna á þeirra vegum. Það stendur.
Mikið fjallað um fyrningarleiðina
í kosningabaráttunni var hins vegar
mikið fjallað um fyrningarleiðina.
Ýmsir frambjóðendur tóku stórt upp í
sig um meint afskipti forsvarsmanna
Vinnslustöðvarinnar af kosningabar-
áttunni þegar þeir birtu skýrslu
Deloitte & Touche um áhrif fyrn-
ingarleiðar á rekstur og efnahag
félagsins. Það var eins og þessir fram-
bjóðendur teldu sig eina hafa rétl á að
tjá sig um tiltekin mál fyrir kosn-
ingamar eða þá að þeir teldu fym-
ingarleiðina vera „pólitík fyrir
atvinnumenn" að karpa um en að
stjómendur fyrirtækja í sjávarútvegi
ættu bara að halda sig til hlés og
þegjandi láta ósköpin yfir sig ganga!
Heildaraflamark í þorski fiskveiðiárið 2003/2004 Tafla 1. Slægt % skipting Óslægt
Smábátar með krókaflamark 21.803 12,4% 25.956
Viðmiðunarafli dagabáta skv. 2. mgr. 6. gr. 1. 38/1990. 1.764 1,0% 2.100
Tiljöfnunar skv. 9. gr. a. 1. nr. 38/1990. 2.520 1,4% 3.000
Til ráðstöfunar Byggðastofnunar skv. ákvæði til brb. XXVI I. nr. 38/1990. 1.003 0,6% 1.194
Til uppbóta skv. 1. ml. 1. mgr. 9. gr. 1. nr. 38/1990 (skel- og rækjubætur). 2.886 1,6% 3.436
Til ráðstöfunar skv. 2. ml. 1. mgr. 9. gr. 1. nr. 38/1990 (til stuðnings byggðarlögum) 1.003 0,6% 1.194
Til aflamarksskipa 144.581 82,4% 172.120
Samtals 175.560 100,0% 209.000
Afli sóknardagabáta 2002 Tafla 2. 10.640 12.666
Viðmiðunarafli dagabáta skv. 2. mgr. 6. gr. 1. 38/1990. 1.764 2.100
„Umframafli" 8.876 5,1% 10.566
Spurt er:
Ertu búin
að sjá
Litlu ljót?
Valgerður Jóusdóttir
Nei, en ég ætla að fara um helgina.