Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 12.08.2004, Qupperneq 4

Fréttir - Eyjafréttir - 12.08.2004, Qupperneq 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 12. ágúst2004 EYJAMAÐUR VIKUNNAR Alls ekki sleppa lundapysjum í höfnina Nú er pysjutímabilið að hefjast og að mörgu að hyggja. í fyrra hóf göngu sína Pysjueftirlitið og gekk það vel. í árverðurekkertslegiðaf. Höfuðpaur Pysjueftirlitsins er Brúsi bjargfasti og hann er Eyjamaður vikunnar af þessu tilefni. Nafn: Brúsi Bjargfasti. Fæðingardagur: 21. febrúar 1963. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar og Klifið en ég fæddist þar. Fjölskylda: Laus og liðugur en er að leita mér að hentugum lífsförunaut. Draumabíllinn: Þarf ekki bíl, flýg allt sem ég þarf að fara. Uppáhaldsmatur: Síli er minn uppáhaldsmatur Versti matur: Hamborgarar og pítsur. Lít ekki við skyndimat. Uppáhalds vefsíða: eyjafrettir.is og setur.is. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Fugladansinn með Ómari Ragnarssyni. Það er besta lag sem ég hef heyrt. Aðaláhugamál: Björgun litiu lundapysjanna og allt sem snýr að útivist. Hvaða mann/konu myndir þú helst vilja hitta úr mannkynssögunni: Fuglamanninn. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Ég er ekki mikið fyrir að ferðast á landi og eyði ansi miklum tíma á sjó. Ég skreppi þó stundum upp að ströndum Skotlands yfir Brúsi bjargf'asti er Eyjamaður vikunnar. veturinn. En björgin í Vest- mannaeyjum eru fallegustu björgin og Vestmannaeyjar eru fallegasti staðurinn sem ég hef komið á. Uppáhaldsíþróttamaður eða íþróttafélag: Allir Eyjamenn og að sjálfsögðu öll liðin sem koma frá Vestmannaeyjum. Svo er Lalli lundi, vinur minn sérlega góður í 200 metra kafsundi. Ertu hjátrúarfullur: Nei. Stundar þú einhverja íþrótt: Nei en ég reyni að fljúga reglulega. Uppáhaldssjón varpsef ni: Sjónvarp? Hvaðernúþað. Besta bíómynd sem þú hefur séð: Ég hef ekki ennþá séð bíómynd en vonandi fæ ég að gera það einhvern tímann. Hvernig finnst lundapysjum best að láta bjarga sér: Þeir sem bjarga lundapysju verða að fara mjög varlega með þær. Best er að setja þær strax í kassa og passa að hafa ekki of margar pysjur í hverjum kassa. Það má alls ekki leika sér með pysjurnar og svo verður að geyma þær á svölum en öruggum stað yfir nóttina. Gott er að koma við í Náttúrugripasafninu áður en farið er heim og vigta pysjurnar. Það verður svo að sleppa þeim sem fyrst daginn eftir og alls ekki í höfnina. Hvar er best að sleppa lunda- pysjum: Það eru nokkrir staðir sem eru góðir, t.d. inni á Eiði, úti í Klauf og Brimurð og í fjörunni í nýja hrauninu. Hvar er hægt að nálgast bækling Pysjueftirlitsins: Það er hægt að nálgast þá í Sparisjóði Vestmanna- eyja, Náttúrugripasafninu, Hótel Þórshamri og Hótel Eyjum. Best er að lesa bæklinginn vel, kynna sér sleppistaðina og skrá svo sam- viskusamlega niður þær upplýsingar sem beðið er um. Bæklingnum skal svo skila í Sparisjóðinn eða á Náttúrugripasafnið Eitthvað að lokum: Já ég vil bara þakka öllum þeim duglegu krökkum og líka fullorðna fólkinu fyrir að bjarga pysjunum okkar. Án ykkar hjálpar værum við algjörlega ósjálfbjarga. Skúffukaka og létt meðlæti Eg vil þakka uppáhalds vini mínum, Bjarka Kristjánssyni fyrir að skora á mig sem matgœðing vikunnar. Það hefur greinilega haft áhrif á liann að ég hakaði skúffuköku í Elliðaey ífyrra en slíkt er algjör barnaleikur. Ég ákvað að vera ekki með aðalrétt frekar meðlaiti eða eins og þeir segja fyrir norðan mceru með grillmatnum og að sjálfsögðu skúffuköku uppskrift sem er œttuð frá Sœsu Vídó, og hefur uppskriftin reynst mér ekkert nema gœðin í gegn. Skúffukaka 400 gr sykur 400 gr hveiti 6 mtsk, kakó 2 tsk. natron 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. salt 200 gr smjörlíki 2 bollar mjólk 4 stk. egg Friðrik Björgvinsson er matgæðingar vikunnar Það hefur reynst mér best að setja þurrefnið saman og hræra því vel sarnan, meðan ég bræði smjörlíkið. bæta svo vökvahliðinni við meðan hrært er. Ofninn er hafður á 180° og tekur um 20 - 30 mínútur eftir smekk. Krem 4 bollar flórsykur 2 msk. kakó 200 gr smjörlíki Vi bolli mjólk 2 tsk. vanilludropar. Það er algjört lykilatriði að hræra kretnið vel saman og smyija því á kökuna meðan hún er heit. Grillmeðlœti 1 lítil dós majones I dós sýrður rjómi Vi dós ntaís baunir 1 laukur 1 - 2 tsk karrý (saltflögur). Þessu er einfaldlega hrært saman og er mjög gott með öllum grillmat, þá eru það bökunarkartöflur sem em skomar til helminga og sárið penslað með olíu og kryddað með papriku, sett í 200° heitan ofn í c.a. 50 - 60 mín. Þá er stráð yfir beikon bitum frá Mac Cormick ásamt rifnum osti og látið bakast í 10 - 15 mín. Gott er að hræra sarnan restinni af beikon bitunum saman við sýrðan tjóma og bera það fram með kartöflunum. Eg vil svo skora á einstakan matgæðing og Elliðaeying Arnar Andersen. Nýfæddir______ 9* Vestmannaeyingar Þannl9. júní eignuðust Björk Steingnmsdóttir og John Mark Atkins, dóttu r. Hún fæddist á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja og vó 18 merkur og 55 cm. Ljósmaður ver Guðný Bjamadóttir. Stúlkan hefur verið skírð Lena Atkins. Fjölskyldan býr í Vestmannaeyjum. Nýtt uimboð JHbtgttioHröifr í Ves tmannaey j uin Nýtt símanúmer 481-3293 / 699-3293 Breytingar á áskrift í sráa 800-6122 Eigendur fellihýsa og tjaldvagna í Eyjum Get tekið að mér geymslu á þessum búnaði í vetur í Eyjum. Húsnæðið er upphitað og loftræst. Upplýsingar í síma 481-1353 / 898-1353 Þjóðhátíðarblað 2004 Hægt ér að nálgast Þjóðhátíðarblaðið á eftirfarandi stöðum: Skýlinu, Klettí, Vöruvali og Tvistinum. Fólk getur einnig haft samband við Skapta Örn Úlafssonís. 899-2200. Eínníg er hægt að fá blöð hjá Skapta fráárunum 2002 og 2003. www.eyjafrettir.is - nýr og betri fréttavefur ◦ döfinni Ágúst 6. Landsbankadeild kvenna: ÍBV - KR kl. 19.00. 6.-8. íslandsmót eldri kyllinga. 14. Landsbankadeild kvenna: ÍBV ■ Þór/KA/KS kl. 16.00. 14. Masterclass 2004 belst. 15. Landsbankadeild karla: ÍBV ■ FH kl. 18.00. 16. VÍS-mótii I golli. 20. ■ 22. Sveitakeppni anglinga i golli. 21. Menninganótl í Reykjavík, Vestmannaeyjabær tekur þátt. 28. Landsbankadeild karla: ÍBV - Vikingurkl. 14.00.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.