Fréttir - Eyjafréttir - 12.08.2004, Side 11
Fréttir / Fimmtudagur 12. ágúst 2004
11
Tækifærin
liggja víða
Masterclass 2004 og tónlistarhátíðin
Tónlistardagar í Vestmannaeyjum
verður haldin í Vestmannaeyjum
dagana 14. til 22. ágúst.
Áshildar Haraldsdóttur, flautleikari,
segist vonast til að hátíðin nái að
ávinna sér alþjóðlegan sess og hingað
komi fleiri erlendir tónlistarmenn.
Kennarar og nemendur hafa staðið
fyrir metnaðarfúllum tónleikum þessa
daga, tónlistamnnendum til ánægju.
Nú er áformað að bjóða upp á
námskeið í atburðastjómun en Vest-
mnannaeyingar búa eins og kunnug er
yfir mikilli þekkingu á skipulagningu
stærri atburða. Þetta er íjórða árið sem
tónlistamámskeið er haldið hér og
kannski er tækifæri til að gera það enn
stærra og meira ferðaþjónustunni til
framdráttar. Ef námskeiðið yrði
markaðsett skipulega erlendis og
hingað kæmu fleiri erlendir nemendur
gæti það orðið til þess að hingað
kæmu tónlistamnnendur ofan að landi
til að njóta þess sem nemendur og
kennarar hafa fram að færa í
tónlistinni.
Tækifærin liggja víða.
Páp Scheving framkvæmdastjóri ÍBV skrifar:
Utihátíð, fíkniefni og leiðari
Það sem rek-
ur undirrit-
aðan í þessi
skrif er leiðari
Morgun-
blaðsins
miðvikudag-
inn 4. ágúst
síðastliðinn
undir fyrir-
sögninni „Fór
allt „vel
fram“ um
verslunarmannahelgina?"
Þessi leiðari endurspeglar umræðu
og þanka þeirra sem horfa á hlutina úr
fjarlægð og leggjast í mikla stærðfræði
við mat á hlutunum án þess að velta
því á nokkum hátt fyrir sér hvað í raun
og vem liggur að baki tölunum.
Leiðarahöfundur segir meðal
annars: „í fyrirsögn á forsíðu Morg-
unblaðsins í gær kemur fram að
rúmlega hundrað fíkniefnamál hafi
komið upp á landinu um helgina. Það
er grafalvarlegt mál og til marks um
að ekki hafi allt verið sem skyldi á
öllum þeim skemmtunum sem fóm
fram um helgina - vísbending um að
ekki hafi allt farið „vel fram“ eins og
það er gjaman orðað. Það er eftir-
tektarvert hversu ánægðir forsvars-
menn hátíðahalda víðs vegar um
landið em með þær skemmtanir sem
þeir bám ábyrgð á. Því má ekki
gleyma að mótshaldarar hafa beina
hagsmuni af því að almennt sé álitið
að útihátfðir hafi farið vel fram og
skemmtanahaldið verið áfallalaust,
enda em fjárfestingar þeirra oft
umtalsverðar. Hagsmunir almennings
em þó fyrst og ffemst þeir að um alla
Þjóðhátíð Vest-
mannaeyja er 130 ára
gömul og Vest-
mannaeyingum er mjög
annt um það orðspor
hátíðarinnar. Þess
vegna erum við við öliu
búnir og leggjum okkur
fram um að leysa öll
verkefni í tengslum við
hátíðina af kostgæfni.
Það er því krafa
Eyjamanna að um þessa
hátíð sé fjallað af
víðsýni og sanngirni.
Vestmannaeyingar eru
reyndustu menn á
íslandi í framkvæmd
útihátíða.
þætti skemmtanahalds verslunar-
mannahelgarinnar sé fjallað af
hispursleysi og ábyrgð.“
Á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum
komu upp 43 fíkniefnamál. Skyldi það
vera jákvætt eða neikvætt fyrir
mótshaldara? Af því að stærðfræði er
leiðarhöfundi hugleikin þá skulum við
aðeins rýna í þessar tölur með það í
huga að Þjóðhátíð fer fram á Heimaey
sem er eyja suður af íslandi, það gerir
alla fíkniefnaleit einfaldari því aðeins
er um tvær komuleiðir til Heimaeyjar,
í gegn um höfhina eða flugvöllinn sem
gefur fíkniefnalögreglu greiðan
aðgang að farþegaskrám, farangri og
farþegum.
Tveir fíkniefnahundar voru í Vest-
mannaeyjum um verslunarmanna-
helgina sem að sögn lögreglu reyndust
afbragðsvel. Það er neikvætt fyrir
mótshaldara að gestir skuli bera með
sér fíkniefni en það hlýtur að vera
jákvætt að um 50 hafi verið gripnir.
Hvað skyldi nú vera jákvætt við það?
jú lögreglan hefur staðið sig vel,
efnanna sem lagt var hald á var ekki
neytt í Heijólfsdal. Það berst um
fíkniefnaheiminn að erfitt sé að koma
efnum til Vestmannaeyja sem þegar til
framtíðar er litið hjálpar Þjóðhátíð
Vestmannaeyja.
Á kenna bakaranum um
holdafarið?
Það er rétt hjá leiðarahöfundi að
framkvæmd alvöru útihátíðar er mikil
fjárfesting og rétt að taka það fram hér
að stærsti útgjaldaliður Þjóðhátíðar
Vestmannaeyja er vegna öryggis
gestanna þ.e. löggæsla, gæsla, læknar
og sálgæsla. Það er einfaldlega stað-
reynd að sá heimur sem við lifuni í fer
harðnandi og tilvist fíkniefna er því
miður ömurleg staðreynd í okkar
samfélagi en það er fátækleg fram-
setning að skella skuldinni á útihátíðir,
það er svipað og bæjarbúar í litlu
samfélagi myndu kenna bakaranum
um slæmt holdafar bara af því að hann
bakar góða snúða.
Því miður höfum við ekki alltaf fullt
vald á aðstæðum hversu vel sem við
leggjum okkur fram. Á þjóðhátíð er
talið að gestir hafi verið um átta
þúsund þetta árið og undirritaður
fullyrðir að Þjóðhátíð hafi farið vel
ffarn. Alveg eins og skólameistari með
áttaþúsund nemendur myndi telja það
góðan árangur að útskrifa 99%
nemenda með fyrstu einkunn. Þó
einhveijir væru örugglega tilbúnir að
gagnrýna hann fýrir þetta eina prósent
sem klikkaði, það vita líka Eyjamenn
og flestar fréttastofur í landinu að
Morgunblaðið hefur ekki alltaf farið
með rétt mál en er samt sem áður
ágætt blað þegar á heildina er litið.
Þjóðhátíð Vestmannaeyja er 130
ára gömul og Vestmannaeyingum er
mjög annt um orðspor hátíðarinnar.
Þess vegna erum við við öllu búnir og
leggjum okkur fram um að leysa öll
verkefni í tengslum við hátíðina af
kostgæfni. Það er því krafa
Eyjamanna að um þessa hátíð sé
fjallað af víðsýni og sanngimi. Vest-
mannaeyingar em reyndustu menn á
íslandi í ffamkvæmd útihátíða.
Eftirskrif.
Segjum sem svo að lögreglan á íslandi
hefði á engan hátt staðið sig þessa
umræddu helgi og ekkert fíkniefnamál
komið upp. Það er gaman að velta því
fyrir sér hvort leiðarahöfundurinn
töluglöggi hefði orðið himinlifandi
eða kannski bara reynt að finna aðra
leið til að fjalla um útihátíðir eins og
hann orðar það „af hispursleysi og
ábyrgð".
Páll Scheving Ingvarsson
Framkvœmdastjóri IBV
Séra Fjölnir kveður Vestmannaeyjar
SÉRA Fjölnir segist munu sakna Vestmannaeyja en nú heldur fjölskyldan
til Hornafjarðar.
Séra Fjölnir Ásbjömsson sem hefur
þjónað Vestmannaeyjaprestakalli í
vetur, ásamt sóknarprestinum séra
Þorvaldi Víðissyni, er nú á fömm frá
Vestmannaeyjum. Þessi ungi og
hressilegi prestur segist muni sakna
Vestmannaeyja enda hafi farið vel um
hann hér og fólkið tekið honum vel ffá
fýrsta degi. Fjölnir mun fiytja til
Homafjarðar þar sem hann mun leysa
af sóknarprestinn, séra Sigurð Kr.
Sigurðsson sem er á leiðinni í náms-
leyfi. Fjölnir er að verða vinsæll
afleysingaprestur en segir brátt kom-
inn tíma til að festa rætur.
„Síðastliðið ár hefur óneitanlega
verið fljótt að líða. Eg kem til með að
sakna þeirra fjölmörgu sem ég hef
kynnst hér og óska Vestmanna-
eyingum alls hins besta í framtíðinni.
Það hefur verið ógleymanlegt að fá
tækifæri til að búa hér og starfa síðast-
liðið ár, fá að taka þátt í setningu
Þjóðhátíðar og Þjóðhátíðinni sjálfri
sem var ógleymanleg upplifun.
Einnig er goslokaafmælið minnisstætt
og kaffihúsamessumar svo eitthvað sé
nefnt. Og það er gott að hugsa til þess
hversu fjölbreytt starfið er í
Landakirkju," sagði Fjölnir.
„Þegar ég hverf frá Vestmanna-
eyjum er efst í huga mínum þakklæti
til sóknamefndar fýrir að veita mér
þetta tækifæri, einnig vil ég þakka
öllum þeim fjölmörgu samstarfs-
mönnum sem hafa gert mér vinnuna
léttari og ánægjulegri og þeim
fjölmörgu vinum sem við hjónin
höfum eignast héma meðan á þessari
dvöl stóð. Við hjónin höfum verið
ákaflega ánægð með þær móttökur
sem við höfum fengið og viljum
þakka fýrir okkur. Ef tækifæri hefði
verið til hefðum við gjaman viljað
vera lengur en við munum áreiðanlega
koma aftur í heimsókn þegar ffarn líða
stundir.
Það er vissulega þroskandi og lær-
dómsríkt að flytja svona milli staða,
okkur hjónin hafði langað til að
kynnast landinu okkar betur en
þangað til við komum til Vestmanna-
eyja höfðum við búið á Norður-
landi-Vestra og Vestfjörðum ef frá em
talin námsárin í Reykjavík. Þetta var
því kærkomið tækifæri til að kynnast
Suðurlandi og nú höldum við í
austurátt. En það virðist vera sam-
dóma álit Vestmannaeyinga að Höfn í
Homafirði sé afbragðs dvalarstaður og
láta margir þess getið að trúlega sé
álíka veðursælt þar og hér í Vest-
mannaeyjum. Annars fer vonandi að
koma að því að við getum sett okkur
niður einhvers staðar til frambúðar,
vonandi í einhveiju meðalstóm og
líflegu útgerðar- og eða landbúnaðar-
plássi.
Síðasta embættisverkið mitt hér í
Eyjum verður trúlega messan á
sunnudaginn kemur og verður það
kveðjumessan mín hér í Vest-
mannaeyjum, í það minnsta í bili.
Vonast ég til að ná að kveðja sem
flesta af þeim sem ég hef kynnst hér í
vetur sem leið. Messan byrjar
klukkan 11:00 og að henni lokinni
verður boðið upp á kaffi og léttar
veitingar í Safnaðarheimili Landa-
kirkju."
Spurt er:
Er of
heitt úti?
Er um 20 gráður
Stcingiínnir Arnar Jónsson:
Já. allt of'lieitt lýrir mig.
Freydís Vigfúsdóttir:
Nci. nei. Mér linnsl þetta bara vcra
æði.
(iuðjóii (iíslasiiii:
Nci, |ictla cr lím cins og cr. Það
vtcri bctra cl'tilll siimarið \ ;cri bara
svona gott.
Snorri I’úll Snorrason:
Já það cr ol’t licitt. lig \iiin í
kyiulistiið í mikliiin liita cn saml
fiiinsi mcr of licilt títi núiia.