Fréttir - Eyjafréttir - 12.08.2004, Side 14
14
Fréttir / Fimmtudagur 12. ágúst 2004
VERÐLAUNAHAFAR: Kristján, Jóhann Pétur, Erla og Katrín.
/
Islandsmót eldri kylfinga í Eyjum um síðustu helgi - Katrín krækti sér í gull
Islandsmeistari með lónskyHum
Landa-
KTRKJA
Fimmtudagurinn 12. ágúst
Kl. 10:00 Mömmumorgunn í
Landakirkju.
Kl. 14:30 Helgistund á Heil-
brigðisstofnun.
Sunnudagur 15. ágúst
Kveðjumessa sr. Fjölnis As-
bjömssonar.
Kl. 11:00 Guðsþjónusta í Landa-
kirkju, síðasta guðsþjónusta sr.
Fjölnis hér í Eyjum, að sinni. Kór
kirkjunnar syngur undir stjórn
Guðmundar H Guðjónssonar.
Prestur sr. Fjölnir Asbjömsson.
Að guðsþjónustu lokinni verður
boðið upp á léttar veitingar í
Safnaðarheimilinu.
Allir velkomnir.
Miðvikudagur 18. ágúst
Kl. 11:00 Helgistund á Hraun-
búðum.
Hytta-
SUNNU-
KIRKJAN
Fimmtudagur 12. ágúst
Kl. 20:30 Biblíuleshópur í umsjá
Lilju Óskarsdóttur. Lesin er Rutar-
bók Gamla testamentisins.
Allir eru velkomnir.
Laugardagur 14. ágúst
Samveran fellur niður.
Sunnudagur 15. ágúst
Kl. 11:00 SAMKOMA Lofgjörð
og blessun í Heilögum anda og
lifandi orð Guðs. „Fel Drottni vegu
þína og treyst honum, hann mun
vel fyrir sjá.“ Sálm. 37:5.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Skrifstofa safnaðarins er lokuð
vegna sumarieyfa.
Advent-
kirkjan
Laugardagur 14. ágúst
Kl. 10.30 Biblíurannsókn.
Biblían
talar
Sími
481-1585
Um síðustu helgi fór fram í Eyjum
Islandsmót eldri kylfinga í golfi og tók
141 þátt í mótinu í fjómm flokkum.
Tveimur flokkum karla, 55 ára og
eldri og 70 ára og eldri og tveimur
flokkum kvenna 50 ára og eldri og 65
ára og eldri. Mótið fór vel fram en
veður hafði áhrif til hins verra.
Stefnt var að því að leika þijá hringi
þ.e. 54 holur á föstudeginum en vegna
bleytu varð að hætta leik þann dag hjá
55+ flokki karla og léku þeir því
aðeins tvo hringi en aðrir flokkar þrjá.
Annars var árangur góður á mótinu og
komust Eyjamenn á verðlaunapall.
Katrín Magnúsdóttir krækti sér í gull í
keppni með forgjöf og Kristján
Gunnar Ólafsson silfur. Hjónin Jó-
hann Pétur Andersen og Erla Adolfs-
dóttir, sem keppir reyndar fyrir GA,
fengu bæði silfur í keppni án forgjafar
og bæði brons í keppni með forgjöf
sem er frábær árangur hjá þeim.
Farangurinn skilinn eftir
Frábær árangur Katrínar Magnús-
dóttur, Golfklúbbi Vestmannaeyja, í
mótinu kom mörgum á óvart og
kannski ekki síst henni sjálfri. Hún
sigraði í flokki kvenna 50 ára og eldri
ÍBV mætti Stjömunni á þriðjudags-
kvöld í Garðabænum. f frekar
daufum leik hafði ÍBV sigur, 0-3,
skoraði Margrét Lára 2 og Ölga 1.
Þar á bæ hafa menn tekið þá
ákvörðun að knattspymustarf félags-
ins fari fram á gervigrasi og er aðal-
völlurinn úr gervigrasi sem viðurkennt
erafUEFA.
Leikurinn var í daufari kantinum,
Eyjastúlkur vom mun betra liðið en
Stjaman stillti upp þéttum vamarmúr,
einu sinni sem oftar og var lítil áhersla
lögð á að sækja. í þrígang tókst
Eyjastúlkum hins vegar að koma
boltanum í netið en ÍBV er enn sem
með forgjöf, tók forystuna strax á
fyrsta degi, jók hana heldur hina tvo
dagana og sigraði með sjö högga mun.
Það sem er hvað athyglisverðast við
þennan árangur er að golfsettið hennar
Katrínar týndist úti í Englandi í fyrri
viku og fannst loksins í gær. Hún varð
því að spila með lánskylfum sem kom
þó ekki að sök. Raunar lék annar og
öllu þekktari kylfingur, Trevor Immel-
man, sama leik fyrir skemmstu á
Hvaleyrinni þegar settið hans tapaðist
og hann varð að fá lánað sett. En af
hverju týndist settið hennar Katrínar?
„Þeir verða að svara því hjá Flug-
leiðum. Við vomm í vikugolfferð í
Englandi, fjögur saman, við hjónin og
Erla og Jóhann Pétur. Komum til
landsins aðfaranótt miðvikudags í
síðustu viku og allur okkar farangur
var skilinn eftir úti. Þau þrjú fengu
svo golfsettin sín sama dag og mótið
bytjaði en mitt fannst ekki. Eg var
fyrst að hugsa um að hætta við að taka
þátt í mótinu en lét svo mana mig í að
mæta og sé ekkert eftir því. Vinkonur
mínar vom einkar hjálplegar, þær
Hrefna og Lilla lánuðu mér trékylfur
og fleira og Inga Bima lánaði mér
jámin sín. Eg er þeim einkar þakklát
íyrir að lána mér bæði hægri og vinstri
fyrr í öðm sæti deildarinnar, fimm
stigum á eftir Val.
Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV
sagði í samtali við Fréttir að hann væri
umfram allt ánægður með sigurinn.
„Við höfum lent í vandræðum
héma í Garðabænum og þess vegna er
ég mjög ánægður með stigin þijú.
Þetta var samt sem áður frekar rólegur
leikur og sigur okkar í raun aldrei í
hættu. Stjaman sótti nánast ekki neitt,
þær vom sáttar við að tapa en vildu
bara, gera það með sem minnstum
mun, Það var líka dálítið erfitt að færa
sig aftur á gervigrasið eftir að hafa
spilað á grasi í allt sumar en samt sem
hendumar sínar.“
Er ekkert erfitt að fara allt í einu að
spila með lánskylfum?
„Það gekk alveg merkilega vel. Tré-
kylfumar vom reyndar sams konar og
mínar og jámin hennar Ingu Bimu em
einhver þau bestu sem ég hef snert á.
Það var helst pútterinn sem var að
angra mig, ég hefði gjaman viljað hafa
Hippóinn minn, þá hefðu höggin orðið
enn færri.“
Katrín byijaði að spila golf fyrir um
það bil tíu ámm og hefur tekið þátt í
nokkmm íslandsmótum eldri kylfinga
en aldrei náð verðlaunasæti þar fyrr en
nú. En hverju þakkar hún þennan
góða árangur?
„Ég hef verið ansi iðin við að æfa
mig það sem af er þessu ári og það er
að skila sér. Ég var með yfír 30 í
forgjöf á síðasta ári og setti mér það
takmark að lækka mig rækilega. Ég er
núna komin niður í 23 en takmarkið er
að komast niður fyrir 20 á árinu. Ég
reyni að spila á hverjum degi og fer
svo líka á æfingasvæðið. Svo er ég
svo heppin að búa uppi í sveit þar sem
nóg er landrými og fer oft út á tún með
kylfumar. Hestamir em alveg hættir
að kippa sér upp við það þótt ég sé að
slá við hliðina á þeim.“
áður em aðstæður hér í Garðabænum
alveg stórkostlegar, toppgervigras á
öllu svæðinu þannig að þeir em vel
settir fyrir vetrartímann.“
ÍBVspilaði 4-4-2
Claire Johnstone, Mary McVeigh,
Michelle Barr, íris Sæmundsdóttir
(Samantha Britton), Elena Einisdóttir,
Mhairi Gilmour, Rachel Kmze, Elín
Anna Steinarsdóttir (Ema Dögg
Siguijónsdóttir), Sara Sigurlásdóttir
(Sigríður Asa Friðriksdóttir), Margrét
Lára Viðarsdóttir, Olga Færseth.
Mörk ÍBV: Margrét Lára Viðars-
dóttir 2 og Olga Færseth 1.
Lækkaði þá forgjöfin ekki í mótinu?
„Nei, veðrið gaf nú ekki tilefni til
þess, rok og rigning og þeir vom ekki
margir sem lækkuðu í forgjöf. Ég
held að ég hafi staðið í stað á þessu
móti sem er út af fyrir sig alveg í lagi.“
Var það kannski kostur fyrir þig að
spila á heimavelli við þessar að-
stæður?
, JEflaust hefur það ekki skemmt fyrir.
Ég á að þekkja þennan völl og þetta
veður betur en hinar. Annars er það
merkilega í þessu að ég hef hvað
minnst lækkað forgjöfma mína á
þessum velli, það er aðallega uppi á
landi sem það hefur gerst.“
Eiginmaðurinn í miðjunni
Nú spilið þið hjónin bæði golf.
Hvemig gekk eiginmanninum?
„Hann var einhvers staðar í kringum
miðjuna í sínum flokki. Hann hefur
fram til þessa verið drýgri en ég við að
ná í verðlaun en eigum við bara ekki
að segja að nú sé minn tími kominn.
En hann dró fyrir mig á laugar-
deginum þegar hann var búinn að
spila og það var mjög gott enda var
það besti hringurinn minn. Ég dró svo
fyrir hann á sunnudag en það dugði
ekki til. Þau sögðu við hann í
mótslok, Erla og Jóhann Pétur að í
næstu golfferð yrði að senda hann út
viku fyrr svo að hann gæti æft sig og
reynt að ná svipuðum árangri og við.“
Það vekur athygli hve fáar konur frá
GV taka þátt í þessu móti. Af hveiju
mæta ekki fleiri til leiks?
„Ég veit það ekki. Það era margar
konur sem iðka golf héma en taka
sjaldan þátt í mótum. Ég er þannig
gerð að mér finnst langmest gaman að
spila í mótum, það er meira spennandi
og ætli ég sé bara ekki svona mikill
spennufíkill. Svo eignast maður svo
marga kunningja með því að spila í
svona mótum og það finnst mér
ómetanlegt."
Og á að mæta upp á Skaga að ári til að
veija titilinn?
„Ég er nú ansi hrædd um það ef mér
endist aldur og heilsa til. Það er þegar
byijað að planleggja æfingahringina
þar og ég ætla bara að vona að ég týni
ekki settinu mínu aftur,“ sagði Katrín
Magnúsdóttir, nýkrýndur íslands-
meistari að lokum.
| Knattspyrna Landsbankadeild kvenna: Stjarnan 0 - ÍBV 3
Ánægður meá stigin þrjú
-segir Heimir Hallgrímsson, þjálfari