Fréttir - Eyjafréttir - 12.08.2004, Síða 15
Fréttir / Fimmtudagur 12. ágúst 2004
15
| Knattspyrna Landsbankadeild: KR 0 - ÍBV 0
Mikilvægt stíg í toppbaróttunni
Eyjamenn léku erfiðan útileik gegn
KR síðastliðinn sunnudag, aðeins
þremur sólarhringum eftir framlengd-
an bikarleik gegn KA. Lokatölur
gegn KR urðu 0-0 sem verða að teljast
nokkuð góð úrslit.
Fyrri hálfleikur var jafn og liðin
skiptust á að sækja. Af rúmlega 1300
áhorfendum á KR-vellinum voru um
300 á bandi IBV og létu vel heyra í
sér. Annars fengu áhorfendur talsvert
fyrir peninginn því leikurinn var bæði
opinn og skemmtilegur þrátt fyrir að
mörkin hafi vantað. KR-ingar komust
næst því að skora undir lok fyrri
hálfleiks, reyndar skoruðu þeir en
markið var réttilega dæmt af vegna
rangstöðu.
Þá áttu þeir einnig skalla í stöng og
nokkrum sinnum þurfti Birkir Krist-
insson að taka á honum stóra sínum.
En Eyjamenn fengu líka sín færi.
Bjamólfur Lárusson átti bylmingsskot
að marki sem var varið á línu og í
kjölfarið fékk Atli Jóhannsson gott
skotfæri en vamarmaður náði að
komast fyrir skotið og bjarga í hom.
I síðari hálfleik vom KR-ingar svo
meira með boltann án þess þó að mikil
hætta skapaðist upp við mark ÍBV.
Eyjamenn beittu hættulegum hraða-
upphlaupum og tvívegis skapaðist
hætta við KR-markið, fyrst átti Atli
gott skot sem Kristján Finnbogason,
markvörður KR varði naumlega í
hom. Svo sýndi Gunnar Heiðar Þor-
valdsson lagleg tilþrif þegar hann sneri
af sér vamarmann KR og skaut föstu
skoti að marki en aftur varði Kristján.
Undir lokin vom fætur leikmanna
ÍBV orðnir ansi þugnir og sóttu KR-
ingar nokkuð stíft síðustu tíu mín-
útumar. En það sem komst í gegnum
vamarmúrinn, varði Birkir meistara-
lega og lék þessi næstum fertugi
markvörður sig aftur inn í lands-
liðshópinn.
Bjamólfur Lámsson sagði í samtali
við Fréttir eftir leikinn að leikurinn
hafí verið skemmtilegur fyrir áhorf-
endur. , Já, ég er mjög sáttur við okkar
leik enda áttum við mjög erfiðan
bikarleik fyrir þremur dögum. Það sat
talsvert í manni. Það var mjög góð
barátta hjá okkur, liðið reyndi að spila
fótbolta þegar okkur gafst tækifæri til
þess og ég er mjög ánægður með eitt
stig þegar upp er staðið. Það ætluðu
bæði lið að vinna og sýndu mikla
baráttu. Reyndu að sækja eins og þau
gátu og ég held að þetta hafi verið
mjög skemmtilegur leikur á að horfa.“
ÍBV spilaði 4-4-2
Birkir Kristinsson, Matt Gamer, Páll
Hjarðar, Tryggvi Bjamason, Mark
Schulte, Atli Jóhannsson, Ian Jeffs,
Bjamólfur Lámsson, Jón Skaftason
(Bjami Geir Viðarsson), Magnús Már
Lúðvíksson (Steingrímur Jóhannes-
son), Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Þrír Eyjamenn
í landsliðinu
A mánudaginn úlkynntu lands-
liðsþjálfaramir, Ásgeir Sigurvins-
son og Logi Ólafsson, 22 manna
landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn
Itölum sem fram fer miðvikudaginn
18.ágúst.
I hópnum má finna þrjá Eyja-
menn, Hermann Hreiðarsson er að
vitaskuld á sínum stað en Birkir
Kristinsson og Gunnar Heiðar
Þorvaldsson koma nýir inn í
hópinn. Birkir er auðvitað einn
leikreyndastli leikmaður íslenska
landsliðsins frá upphafi en hefur
ekki verið viðloðandi landsliðið
undanfarin misseri.
Þessi fertugi unglingur hefur svo
sannarlega spilað sig inn í lands-
liðshópinn að nýju, hefur leikið
nánast óaðfmnanlega og er sterkasti
markvörður íslensku deildarinnar í
dag. Gunnar Heiðar er að sjálf-
sögðu búinn að sanna sig í sumar
sem framtíðarlandsliðsmaður og
kemur val á honum lítið á óvart en
þetta er í fyrsta sinn sem hann er
valinn í hópinn.
Hins vegar vekur nokkra athygli
að Tryggvi Guðmundsson er ekki í
hópnum en áætlað er að skera
hópinn niður í átján leikmenn í dag.
Þá var Tryggvi Bjamason valinn
íU-21 árs landsliðið.
Púsluspil fyrir
FH-leikinn
Magnúsi Gylfasyni er vandi á
höndum því svo gæti farið að fimm
leikmenn, sem vanalega em í byij-
unarliði ÍBV, geti ekki leikið með
liðinu gegn FH.
Þannig munu þeir Matt Gamer,
Atli Jóhannsson og Jón Skaftason
allir taka út leikbann í leiknum en
auk þess er afar ólfldegt að Magnús
Már Lúðvíksson geti leikið þar sem
hann tognaði aftan í læri gegn KR.
Þá hefur Einar Þór Daníelsson ekki
verið leikfær í síðustu tveimur
leikjum.
Góðu fréttimar em hins vegar
þær að Andri Ólafsson kemur aftur
inn eftir leikbann og Steingrímur
Jóhannesson er að koma til.
| Knattspyrna Landsbankadeild kvenna: ÍBV 6 - KR 2
Olga skoraði fjögur mörk
Kvennalið ÍBV tók á móti KR á
Hásteinsvelli síðastliðið föstudags-
kvöld en liðin em í öðm og þriðja sæti
deildarinnar. Það var hins vegar ekki
að sjá í fyrri hálfleik að ÍBV væri að
spila á móti KR, Eyjastúlkur fóm
hreint á kostum og hefðu með réttu átt
að skora 6-7 mörk. Lokatölur leiksins
urðu svo 6-2, glæsilegur sigur á KR.
Eins og áður sagði vom yfirburðir
ÍBV talsverðir í fyrri hálfleik. Samtals
fékk IBV ein sjö dauðafæri en mark-
vörður KR varði oft á tíðum mjög vel
og auk þess hefðu sóknarmenn ÍBV
átt að gera betur í þijú skipti.
Eftir aðeins fimmtán mínútna leik
var staðan orðin 2-0 fyrir ÍBV en KR
náði að minnka muninn úr einni af
sínum fáu sóknum fjómm mínútum
síðar. Eftir þetta tók við nánast ein
allsherjar sókn að marki KR en það
var ekki fyrr en fimm mínútum fyrir
leikslok að Margréti Lám tókst að
koma boltanum framhjá markverði
KR og staðan í hálfleik því 3-1.
Það var svo ekki langt liðið af síðari
hálfleik þegar KR-ingar náðu að
minnka muninn í eitt mark en þá tók
Edda Garðarsdóttir aukaspymu á
miðjum vallarhelmingi IBV. Hún
skaut að marki og boltinn sveif yfir
Claire Johnston í marki ÍBV, afar
klaufalegt hjá skoska markverðinum.
Og KR-stúlkur héldu áfram að
sækja meira en smám saman náðu
Eyjastúlkur að snúa vöm í sókn.
Síðustu tíu mínútumar vom svo ein
allsherjar skemmtun því þá skomðu
leikmenn ÍBV þrjú mörk og hefðu
með smáheppni getað bætt við fjórða
markinu og lokatölur því 6-2.
ÍBVspilaði 4-4-2
Claire Johnstone, Mary McVeigh,
Michelle Barr, Iris Sæmundsdóttir,
Elena Einisdóttir, Bryndís Jóhannes-
dóttir, Rachel Krnze, Elín Anna
Steinarsdóttir, Sara Sigurlásdóttir,
Margrét Lára Viðarsdóttir, Olga
Færseth.
Mörk ÍBV: Olga Færseth 4, Margrét
Lára Viðarsdóttir, Mhairi Gilmour.
| Knattspyrna, 2. deild: KFS 2- Tindastóll 3
Eru Eyjamenn fallnir í 3. deild?
KFS lék mikilvægan leik á heimavelli
en um helgina komu Tindastólsmenn
íheimsókn. Eyjamenn hafa lengst af í
sumar vermt neðsta sæti 2. deildar og
þurftu nauðsynlega að hala inn fleiri
stig ef þeir ætluðu að forðast fall.
Hins vegar vom það Tindastólsmenn
sem náðu öllum þremur stigunum á
laugardaginn og urðu lokatölur 2-3.
Tindastóll er líka í fallbaráttu og
hafði því einnig ríka þörf fyrir stigin
þijú. Leikurinn fór fjörlega af stað og
KFS virtist vera sterkari aðilinn á
vellinum. Gestimir komust hins vegar
yfir eftir 25 mínútna leik og þrátt fyrir
nokkur ágætis færi KFS þá var staðan
í hálfleik 0-1. Fátt markvert gerðist
framan af í síðari hálfleik og það var í
raun aðeins síðustu tíu mínútumar
sem líf færðist í leikinn. Fyrst jafnaði
Yngvi Borgþórsson úr víti á 81.
mínútu en Kevin Barr, fyrrverandi
leikmaður ÍBV skoraði sitt annað
mark fyrir Tindastól þremur mínútum
síðar og kom gestunum aftur yfir.
Pétur Runólfsson jafnaði svo fyrir
KFS mínútu áður en venjulegum
leiktíma var lokið en áður höfðu
Eyjamenn sótt nokkuð stíft. En á
síðustu andartökum leiksins kom
sigurmark Tindastóls, svolítið klaufa-
legt hjá heimamönnum og er staða
KFS nú orðin ansi erfið. Staðan er
þannig að KFS er neðst með sex stig
en Víðir er í níunda sæti með þrettán
stig og IR og Tindastóll með fjórtán.
Mörk KFS: Yngvi Borgþórsson, Pétur
Runólfsson.
Verður Birkir elsti londsliðsmaðurinn?
Birkir Kristinsson mun í næstu viku
leika landsliðsleik sinn númer 74. Er
hann leikjahæsti markvörður íslenska
landsliðsins frá upphafi.
Birkir hefur staðið sig vel með ÍB V
í sumar en síðast var hann í leik-
mannahópi íslenska liðsins í úti-
leiknum gegn Þýskalandi 20. október
á síðasta ári. Eftir því sem næst
verður komist er Birkir elsti lands-
BIRKIR, Þóra Björg Clausen og
Bjarnólfur. Nafn Þóru féll niður í
viðtali við þá félaga í síðasta blaði.
liðsmaður fslands frá upphafi en hann
mun fagna fertugsafmæli sínu næst-
komandi sunnudag, þegar ÍBV tekur á
móti FH.
Þeir eru líklega ekki margir knatt-
spymumennimir sem hafa spilað
landsleik, komnir á fimmtugsaldurinn
en Birkir fær leikinn ekki skráðan
nema hann komi inn á.
2. flokkur kv.
að falla?
Annar flokkur karla lék tvo leiki
um helgina. Fyrst var leikið gegn
UÍA sem er sameiginlegt lið á
Austfjörðum og var leikið fyrir
austan á laugardaginn. Lokatölur
urðu 1-3 fyrirÍBV.
Daginn eftir var svo leikið gegn
Sindra og fór leikurinn fram á
Homafirði. Lokatölur þar urðu 2-3
fyrirÍBV.
Eyjamenn em sem stendur í
þriðja sæti C1 -riðils og em í harðri
baráttu gegn Grindavík og Haukum
um efsta sætið en eitt lið kemst upp
í B-deild.
Annar flokkur kvenna lék einn
leik í síðustu viku en stelpumar
sóttu Fjölni heim. Lokatölur leiks-
ins urðu 3-1 fyrir Fjölni en ÍBV er í
neðsta sæti Á-deildar, hefur ekki
unnið leik í sumar og stefnir allt í að
liðið falli.
Þriðji flokkur kvenna tók á móti
Fram á sunnudaginn og urðu loka-
tölur í þeim leik 2-0. Þriðji flokkur
er efstur í B1 -riðli, hafa stelpumar
ekki tapað stigi í sumar og em
nokkuð ömggar með sigur í
riðlinum þó að enn séu nokkrir
leikir eftir.
Fjórði flokkur kvenna gerði sér
lítið fyrir og tók KR í kennslustund
í knattspymuffæðunum. Leikið var
í A- og B-liðum, A-liðið sigraði 11-
0 en B-liðið lét sér nægja tveggja
marka sigur, 2-0.
Fimmti flokkur karla tók á móti
Njarðvík f síðustu viku. Njarð-
víkingar hafa breiðum hópi á að
skipa í yngri flokkunum og mikill
uppgangur í félaginu. Hjá A-liðum
endaði leikurinn 1-3 fyrir Njarðvík,
B-liðið tapaði 1-5, C-liðið 0-1 en
D-liðið vann sinn leik 6-3.
Með sködduð
krossbönd
Enska knattspymukonan Karen
Burke hefur ekkert getað leikið
með IBV síðustu vikur en hún
meiddist í leik gegn Val þegar hún
var tækluð gróflega.
Ekki hefur enn fengist staðfest
hvort, eða hvenær hún geti leikið
aftur með ÍBV en samkvæmt
nýjustu upplýsingum era krossbönd
í hné sködduð. I fyrstu var talið að
liðþófmn væri rifinn og átti Burke í
kjölfarið að fara í speglun en af því
verður ekki.
Framundan
Fimmtudagur 12. ágúst
Kl. 19.00 Stjaman-ÍBV 2. fl. kv.
Kl. 19.00 Selfoss-KFS 2. deild kk.
Kl. 19.30 ÍBV-Fylkir 2.11. karla.
Laugardagur 14. ágúst
Kl. 16.00 IBV-Þór/KA/KS Lands-
bankadeild kvenna.
Kl. 16.30 Afturelding-ÍBV 3. fl.
kvenna.
Kl. 17.00 Haukar-ÍBV 4. fl. kv.
AB.
Sunnudagur 15. ágúst
Kl. 12.00 Valur-ÍBV 4. fl. kv. AB.
Kl. 12.00 Breiðablik-ÍBV 3. fl. kv.
Kl. 14.30 Valur-ÍBV 2.11. kvenna.
Kl. 17.00 ÍBV-FH Lands-
bankadeild karla.
Þriðjudagur 17. ágúst
Kl. 19.00 IBV-Breiðablik 2. fl. kv.
Kl. 19.00 Afturelding-ÍBV 2. fl. kk.