Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 14.04.2005, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 14.04.2005, Blaðsíða 14
14 Fréttir / Fimmtudagur 14. apríl 2005 Landa- KTRKJA Fimmtudagur 14. apríl Kl. 10.00. Mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu. Kaffisopi og spjall. Sr. Kristján. Kl. 14.30. Helgistund á Sjúkra- húsinu, dagstofu 2. hæð. Kl. 15.50. Kirkjuprakkarar, líflegt kirkjustarf 6 til 8 ára krakka. Kl. 17.00. TTT- kirkjustarf 9 til 12 ára krakka. Leikir út í vorið. Laugardagur 16. aprfl Kl. 11.00. Fermingarmessa með altarisgöngu. Kl. 14.30. Útfararguðsþjónusta Sveins Jónssonar. Sunnudagur 17. aprfl Kl. 11.00. Fermingarmessa með altarisgöngu. Kl. 11.00. Bamasamvera á Hraun- búðum. Litlir lærisveinar syngja. Kl. 20.30. Fundur í Æskulýðsfélagi Landakirkju/KFUM&K í Safnaðar- heimilinu. Mánudagur 18. aprfl Kl. 16.00. Kirkjustarf fatlaðra, yngri hópur. Kl. 17.30. Stuttur fundur í kirkjustarfi fatlaðra, eldri hóp. Þriðjudagur 19. aprfl Kl. 17.00. Æfing hjá Litlum lærisveinum. Kórstjórarnir, Guðrún Helga og Joanna. Kl. 18.00. Æfing hjá Stúlknakór Landakirkju. Kórstjórarnir, Guðrún Helga og Joanna. Kl. 20.00. Tólf spora hópastarf í trúnni, þ.e. andlegt ferðalag. Miðvikudagur 20. aprfl Kl. 20.00. Tensing æskulýðsstarf 13 til 19 ára í KFUM&K húsinu. Hyítasunnu- KIHK-IAN Fimmtudagur 14. aprfl Kl. 20:30 ALFA hátíð og kynning fyrir námskeið í haust. Veitingar og gleði. Allir áhuga- samir em hvattir til að koma. Föstudagur 15. aprfl Ekkert unglingakvöld vegna unglingamóts í Kirkjulækjarkoti. Laugardagur 16. aprfl Kl. 20:30 Bæna- og lofgjörðar- stund. Sunnudagur 17. aprfl Kl. 14:00 SAMKOMA fyrir alla fjölskylduna. Mikill söngur og kröftugt Guðsorð. „(Réttlæti Guðs er opinberað.] Það er: Réttlæti Guðs fyrir trú á Jesú Krist öllum þeim til handa, sem trúa.” Róm. 3:21-22. Allir em hjartanlega velkomnir. Þriðjudagur 19. aprfl Kl. 20:30 SAMKOMA með Egon Falk, dönskum trúboða sem talar Guðsorð kröftuglega og biður fyrir sjúkum. Allir em velkomnir. Bœnastundir á morgnana milli kl. sjö og átta. Aðventkirkjan Laugardagur 16. aprfl Kl. 10.30 Biblíurannsókn. ÁVEXTIR hrcssa: Á þriðjudaginn fengu allir nemendur í fyrsta til sjöunda bekk ávaxtaveislu. Tilefnið var að í vetur hafa nemendur verið áskrifendur að ávaxtabita í skólanum. Fá þeir þá tvo til þrjá bita af ávöxtum eða grænmeti um kl. ellefu á morgnana. Vakti tiltækið mikia Iukku og allt var kiárað. | Handbolti: Sjötti flokkur karla Tæplega 500 peyjar ó fjölliðamóti Um helgina fór fram fjölmennt handboltamót í Eyjum en þá var síðasta umferðin í íslandsmóti sjötta flokks karla. Tæplega 500 þátttakendur voru í mótinu og komu frá sextán félögum en umgjörð mótsins var afar glæsileg. Leikið var á þremur völlum í einu og úrslitaleikirnir fóru fram á aðal- vellinum í Iþróttamiðstöðinni og skapaðist afar skemmtileg stemmning. Leikið var frá föstudagi og fram á sunnudag en alls voru leiknir 126 leikir. Keppt var í A-, B- og C-liðum og voru alls 46 lið skráð til keppni frá félögunum sextán. í lok mótsins fór fram verðlaunaafhending þar sem bæði voru veitt verðlaun fyrir sigur í mótinu og svo voru veitt verðlaun í Islandsmótinu sem fór þannig fram að þrjú mót vom haldin í vetur, sem töldu til stiga, og varð stigahæsta liðið íslandsmeistari. Hjá A-liðum varð það FH sem stóð uppi sem sigurvegari í mótinu um helgina, Grótta varð í öðm sæti og Stjarnan í því þriðja en Grótta hampaði Islandsmeistaratitlinum. í B-liðum var það Grótta sem vann mótið, Fram varð í öðm og HK í þriðja en Grótta varð íslandsmeistari. Hjá C-liðum vann FH mótið, KA varð í öðru og Grótta í þriðja en FH varð íslandsmeistari. IBV liðunum gekk þokkalega í mótinu um helgina en aðeins var leikið um átta efstu sætin í mótinu. Eyjastrákamir léku ekki um sæti og enduðu því í 9. til 16. sæti. | Sundfélagið: Grallaramótið Eyjakrökkunum gekk vel Grallaramótið fór fram í fyrsta sinn í Eyjum á laugardaginn en mótið var fyrir krakka 12 ára og yngri. Á mótið komu tvö stærstu sundfélög landsins með um 90 keppendur, IRB var með 60 krakka, Ægir með 30 og fyrir ÍBV kepptu 15 krakkar. Keppt var í öllum AMÍ greinunum, 50,100 og 200 m sundum en veitt voru verðlaun í ilokki 11 til 12 ára en keppendur 10 ára og yngri fengu allir verðlaun. Mótið var óvenjulegt að því leyti að aðeins var einn keppnisdagur sem skiptist í tvo hiuta. Því gátu mótsgestir komist heim á leið strax á sunnudagsmorgninum við góðar undirtektir. Eyjakrökkunum gekk vel, unnu reyndar ekki til verðlauna en voru öll að bæta sig í tímum. Fréttir litu við og var ekki að sjá annað en að stemmningin á mótinu hafi verið góð.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.