Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 14.04.2005, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 14.04.2005, Blaðsíða 16
 VH74? hni.. *■ ~ K //'«■* im mi !' U a ■1 m • ■i - i rmrp: BORHOLAN er við endann á gossprungunni sem opnaðist 1973. Borunum er lokið - Borað var niður á 2277 metra Þetta er ekki háhitahola -Mælingar eiga eftir að leiða í ljós hvað hún gefur mikla orku - Mikilvægar upplýsingar fengust sem gætu nýst við undirbúning jarðganga Jarðborun, er hófst 5. mars við suðurenda gossprungunnar sem opnaðist í gosinu 1973, er lokið en upphaflega var áætlað að verkið tæki sex til átta vikur. Borðað var niður á 2277 metra og nú er ljóst að þetta er ekki háhita- hola en ekki liggur fyrir hversu mikla orku hún gefur. Ivar Atlason, hjá Hitaveitu Suðurnesja, segir verkið hafa gengið mjög vel en nú þurfi að blása holuna út til að opna æðar, hreinsa hana og mæla. „Það þarf að kortleggja æðar og fara fram dæluprófun til þess að fá út hvað holan gefur. Það tekur nokkrar vikur og þá getur við sagt til um hversu mikil orka kemur út úr þessu." ívar segir þetta ekki háhitaholu og vissulega séu það nokkur vonbrigði en á 2000 metra dýpi er berghiti meira en 100 gráður. Jarðfræðingar hafa fengið gríðar- legar upplýsingar um jarðlög og þar af leiðandi vitum við miklu meira um svæðið og ekki útilokað að það verið borað aftur í framtíðinni. Þetta er lághitahola og verður því varmaorkan, sem holan gefur, nýtt fyrir hitaveituna. Það skiptir verulegu máli hvað kemur út úr mælingum, því meiri varmaorka því betra. Miklu skiptir að fá vitneskju um jarðlög sem jarðfræðingar fara yfir til að finna út hvaða möguleika við höfum í framtíðinni. Þessi vit- neskja nýtist líka í samband við undirbúning að jarðgöngum. Jarðsýni voru tekin á 2 metra milli- bili (1138 sýni) og það ætti að geta nýst líka í þeim undirbúningi. Bergur og Villa í Vilberg-Kökuhúsi: Ætla að opna bakarí á Selfossi Bergur Sigmundsson bakari og fjöldskylda ætla að opna bakarí og konditorí á Selfossi á næstunni. Búið að taka húsnæði á leigu og verður þjónustan með svipuðu sniði og í Vestmannaeyjum. Bergur á og rekur Vilberg-Köku- hús í Vestmannaeyjum ásamt fjöl- skyldu sinnþ Vilborgu Gísladóttur og syninum Ivari og nú mun annar sonurinn, Sturla, ganga til liðs við þau og stjórna rekstrinum á Sel- fossi. „Ég er búinn að ganga með þennan draum í maganum í átta eða níu ár og var langt kominn með að hrinda þessu í framkvæntd fyrir þremur eða fjórum árum. Þá hætti ég við en nú er búið að ganga frá öllu og verður ekki aftur snúið,“ sagði Bergur. Hann sagðist hafa fengið gott hús- næði á góðum stað og þarna væri tækifæri sem ekki væri hægt að sleppa. „Það var annað hvort að hrökkva eða stökkva og við ákváðum að slá til. Við verðum til í húsa í miðjum Selfossbæ, Tryggva- götu 40 sem er rétt hjá Fjölbrauta- skólanum." Vilberg-Kökuhús er hefðbundið bakarí og kondítorí og segir Bergur að reksturinn á Selfossi verði með svipuðum hætti nema hvað borðin verða fleiri. „Hugmyndin er að höfuðstöðv- amar verði héma og allt sem bakað verður á Selfossi verður unnið hér og sent frosið tvisvar í viku. Með þessu fæst betri nýting á bæði tækjum og starfsfólki hér. Við erum mjög bjartsýn því við teljum okkur vera með mjög góða vöru og Ar- borgarsvæðið þenst út sem aldrei fyrr,“ sagði Bergur. Yfir sumartímann starfa 18 manns hjá fyrirtækinu í Vestmannaeyjum og gerir Bergur ráð fyrir að fjölga þeim um fjögur og sjö verða til að byrja með á Selfossi. Hefur ekki séð meiri fiskgengd Mikil veiði hefur verið í kantinum suðaustur af Eyjum og hefur ekki verið eins góð síðustu þrjátíu til fjörutíu ár að sögn Bergvins Óddssonar á Glófaxa VE. Tók hann upp netin á þriðjudag enda búinn með kvótann. Hann segist aldrei hafa séð eins mikinn fisk í kantinum og núna og talar um óhemjugöngu í því sambandi í viðtali við Morgunblaðið. Hann vill auka kvótann enda geti það ekki talist eðlilegt að vertíðin sé búin um miðjan aprfl eins og nú er raunin. „Þetta er stór og góður þorskur, fimm til sjö kíló, og ef það hefur einhvern tímann verið ástæða til að bæta við kvótann er það núna. Ég hélt að þetta fiskveiðistjórnunarkerfi hefði verið sett á til að vemda fiskinn en heimildirnar virðast bara mega fara niður á við. Það er aldrei talað við menn sem stunda þetta og þeir vita þetta alltaf betur sitjandi á bak við skrifborð í Reykjavík. í venju- legu ári hefði kvótinn dugað langt fram í maí og maður er alltaf með sama fjölda af netum en ég hef aldrei séð annað eins af fiski og núna og það er hundfúlt að neyðast til að hætta.“ LSHTERHS VEITINGAHÚS BÁRUSTÍG 11 -V «4 ^ SÍMI 481 3393 \XJV7 Þess virði. pANcy Snyrtistofa A verslun Skólavegi 6 s. 481-3330 l 5MA7I RICC slun í^dfaraleió! UESTUBUEGI18 UESTMflNNAEYJUM zazz VIKUTILB0Ð 14. - 20. apríl Mills kavíar 190 gr Hunts tómarsósa squzze Orville Popp 6 pk Tilda rizzaz örb hrísgrjón Maarud flögur 300 gr Murry sykurloust kex Dajm /Snickers tertur Freschette XXL pizzur 4? vörur ó tilboði SS Rauðvíns helgarsteik SS kryddl. grísakótelettur SS. kryddl. lærissneiðar F&F Gordon Bleu Verð Nú Áður 196,- 99,- 224,- 216,- 269,- 148,- 598,- 598,- 259,- 138,- 299,- 288,- 394,- 198,- 798,- 798,- 1298,- 1579,- kr/kg 1548,- 1159,- kr/kg 1498,- 1998,- kr/kg 314,- 419,-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.