Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 14.04.2005, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 14.04.2005, Blaðsíða 15
Fréttir / Fimmtudagur 14. apríl 2005 15 ÍBV í undanúrslit eftir að hafa rétt marið Fram Jafnasta viéureign fró upphafi úrslitakeppninnar GLEÐl og sorg. Svavar Vignisson hafði ástæðu til að fagna í leikslok en baráttuglaðir Framarar urðu að játa sig sigraða. Eyjamenn mega teljast stálheppnir að vera komnir áfram í undanúrslit fslandsmótsins í handbolta eftir rimmu sína gegn Fram. Safamýrarpiltamir komu flestum nema sjálfum sér á óvart með góðum leik sem varð til þess að þrjá leiki þurfti til að skera úr um það hvort liðið færi í undanúrslit. Auk þess þurfti þijár framlengingar og tvær vítakeppnir en fyrsti leikur liðanna fer líklega í sögubækumar fyrir spennu og þrautseigju leikmanna beggja liða. Framarar komu Eyjamönnum í opna skjöldu í fyrsta leik síðastliðið miðvikudagskvöld og þegar upp var staðið var jafnt í leikslok, 27:27 og því þurfti að framlengja. I lok framleng- ingarinnar vom Eyjamenn með leikinn í hendi sér, vom einu marki yfir og með boltann. Þeir töpuðu hins vegar boltanum klaufalega frá sér, Framarar bmnuðu upp og jöfnuðu. Því þurfti að framlengja aftur og aftur var jafnt að henni loldnni, 37:37. Þá var komið að vítakeppni en búið er að fella út bráðabana og taka upp vítakeppni til að útkljá jafna leiki. Eftir fimm vítaskot á lið var enn jafnt, 40:40 og flestir komnir á þá skoðun að leiknum myndi aldrei ljúka. Víta- keppnin var endurtekin, fimm skot á lið og til að gera langa sögu stutta höfðu Eyjamenn betur og unnu 42:41 í einum magnaðasta handboltaleik sem fram hefur farið. Mörk ÍBV: Tite Kalandaze 9, Davíð Oskarsson, 7/1, Björgvin Þ. Rúnars- son 7/2, Kári Kristjánsson 6, Samúel Ivar Amason 3, Sigurður Bragason 3, Grétar Eyþórsson I, Zoltán Belányi 1. Varin skot: Roland Eradze 33/2. Tap í baráttuleik Annar leikur liðanna í Safamýrinni var á svipuðum nótum og fyrsti leikurinn. Reyndar var jafnræði með liðunum til að byrja með og vamarleikur IBV var mun betri en í fyrsta leiknum. Þrátt íyrir það náðu Framarar yfirhendinni, komust m.a. fimm mörkum yfir 11:6 en Eyjamenn náðu að laga stöðuna og í hálfleik var staðan 14:13. Framarar héldu áfram að halda forystunni í síðari hálfleik eða allt þar til undir lok leiksins að ÍBV náði að jafna í íyrsta sinn í leiknum, 27:27. I framlengingu byrjuðu Framarar betur, náðu tveggja marka forystu en ÍBV náði að jafna 30:30. Framarar komust aftur yfir en þrátt fyrir harða hríð Eyjamanna að marki Fram undir lokin, þá náðu þeir ekki að jafna. Meðal annars var Sigurður Bragason hreinlega rifinn niður í gólfið á lokasekúndunum þegar hann var að komast í gott skotfæri en á einhvern óskiljanlegan hátt sáu dómarar leiksins ekki ástæðu til að dæma á brotið. Sigurður fékk svo í kjölfarið rautt spjald og þriggja leikja bann. Lokatölur urðu 31:30 og því urðu liðin að mætast á nýjan leik í Eyjum. Mörk IBV: Samúel Ivar Ámason 12/6, Tite Kalandadze 7, Sigurður Ari Stefánsson 5, Zoltán Belányi 2, Kári Kristján Kristjánsson 2, Svavar Vignisson 1, Sigurður Bragason 1. Varin skot: Roland Valur Eradze 24/1. Magnaður endir á skemmtilegri rimmu Þriðji leikurinn varekki síðurjafn og spennandi en Eyjamenn vom lengst af yfir. Framarar vom aldrei langt undan og í hálfleik munaði aðeins tveimur mörkum, 11:9. Framarar hófu svo síðari hálfleikinn af miklum krafti og komust tveimur mörkum yfir. Með mikilli baráttu tókst Eyjamönnum að jafna og komast yfír 24:23. Framarar jöfnuðu úr víti í næstu sókn og aðeins tæp mínúta eftir af leiknum. Framarar léku vamarleikinn skynsamlega undir lokin, bmtu á leikmönnum IBV og allt leit út fyrir að framlengja þyrfti enn á ný. En þegar leiktíminn var að renna út, stilltu Eyjamenn upp varnarmúr fyrirTite Kalandaze, sem lyfti sér upp og negldi boltanum í netið og tryggði ÍBV þar með sæti í undanúrslitum. Undanúrslitin hefjast svo þriðju- daginn 19. apríl þegar ÍBV tekur á móti ÍR. Eyjamenn hafa heima- leikjaréttinn gegn ÍR en tvo sigra þarf til að komast í úrslitaleikina. Mörk ÍBV: Svavar Vignisson 7, Samúel í. Ámason 6/2, Tite Kalandadze 5, Robert Bognar 3, Sigurður A. Stefánsson 2, Zoltán Belányi 2. Varin skot: Roland Eradze 24/2. | Undanúrslit kvenna: ÍBV 20 - Stjarnan 19 Sigurmark ó lokasekúndunum Stefnum á sigur í Garðabænum en það verður líka erfiður leikur, segir Alfreð þjálfari Það verður ekki annað sagt en að leikur IBV og Stjömunnar hafi verið í jámum þegar liðin mættust í fyrsta sinn í undanúrslitum íslandsmóts kvenna í handknattleik í Eyjum á þriðjudagskvöldið. I fyrri hálfleik munaði aldrei meira en einu marki á liðunum og í þeim síðari varð mun- urinn mestur tvö mörk. Eva Björk Hlöðversdóttir tryggði hins vegar IBV sigurinn með marki úr vítakasti þegar aðeins um tuttugu sekúndur vom eftir og lokatölur urðu 20:19. Eins og áður sagði var jafnræði með liðinum í fyrri hálfleik og liðin skipt- ust á að ná forystunni en náðu aldrei að hrista andstæðing sinn af sér. Staðan í hálfleik var svo 12:11 fyrir ÍBV. Síðari hálfleikur var á svipuðum nótum eða allt þar til Guðbjörg Guðmannsdóttir kom ÍBV tveimur mörkum yftr, 17:15. Stuttu eftir það gerði hinn leik- reyndi leikmaður Alla Gokorian sig seka um glórulaust brot og í kjölfarið fékk hún sína þriðju brottvísun en allar brottvísanimar komu á mjög stuttum tíma í síðari hálfleik. í kjölfarið var eins leikurinn stoppaði því í nokkrar mínútur tókst liðunum ekki að skora þrátt fyrir upplögð tækifæri. En leikmenn fundu taktinn og þegar aðeins rétt tæp mínúta var eftir var staðan jöfn 19:19. Eyjastúlkur fengu vítakast þegar tuttugu sekúndur vom eftir og Eva Björk skoraði af miklu öryggi. Sóknaraðgerðir Stjömustúlkna undir lokin stöðvuðust á sterkri vöm IBV, sem var óárennileg í leiknum og Eyjastúlkur fögnuðu sigri í leikslok. Alfreð Finnsson sagði í samtali við Fréttir eftir leikinn að hann hefði átt von á jöfnum leik. „Ég var fyrst og fremst hræddur um að þær myndu stinga okkur af í fyrri hálfleik en á meðan þetta var jafnt leið mér ágætlega. Ég átti von á því að annað hvort yrði þetta jafnt eða að Stjaman myndi hreinlega vinna okkur auð- veldlega. Við töluðum um fyrir leikinn að það væri mikilvægt að ná tveggja marka forystu. Við vomm allan fyrri hálfleikinn að reyna að ná því en það tókst ekki. Stjaman komst svo yfir í seinni hálfleik en við náðum EVA Björk var ísköld þegar hún tók víti ílokin og tryggði IBV sigur. aftur forystunni og komumst loksins tveimur mörkum yfir, 17:15. Eftirþað fannst mér við alltaf hafa yfirhöndina. Það var auðvitað slæmt að missa Öllu útaf en Ester og Sonata leystu þessa stöðu, liðið brotnaði ekki og við náðum að berjast og vinna leikinn," sagði Alfreð. Hvað með leikinn í Garðabæ? „Við stefnum að sjálfsögðu á sigur. Ég á alveg eins von á því að sá leikur verði á svipuðum nótum en við þurfum að vinna heimavinnuna virkilega vel fyrir þann leik. Ég var ánægður með vömina í dag og mér finnst við eiga markvörsluna svolítið inni, enda reyndi ekki mikið á Florentinu í dag því vömin var það sterk. Sóknarlega getum við nýtt færin betur en ég á von á hörkuleik enda er Stjaman erfitt lið heim að sækja,'\sagði Alfreð að lokum. Mörk ÍBV: Alla Gokorian 6/3, Eva Björk Hlöðversdóttir 5/4, Guðbjörg Guðmannsdóttir 4, Darinka Stefano- vic 2, Tatjana Zukovska 2, Anastasia Patsiou 1. Varin skot: Florentina Grecu 20/1. ÍBV endaði í prioia sæti a Þórismótinu Eyjamenn enduðu í þriðja sæti á Þórismótinu sem fram fór í Portúgal í síðustu viku. Auk ÍBV léku Valur, FH og Grindavík í mótinu en liðin léku tvo leiki. Dregið var um hvaða lið ÍBV mætti í fyrsta leik og lentu Eyja- menn á móti Val. Þau lið sem unnu fyrstu leikina léku um sigurinn í mótinu en tapliðin léku um bronsið. Þrátt fyrir að eiga í fullu tré við Valsmenn, vom það Hlíðarenda- piltar sem bám sigur úr býtum, unnu 2:1 og léku til úrslita gegn FH. IBV lék hins vegar á nránu- daginn við Grindavík um bronsið. Grindvíkingar komust yfir en Eyjamenn svömðu með tveimur mörkum þeirra lan Jeffs og Steingríms Jóhannessonar og urðu lokatölur leiksins því 2:1 fyrir ÍBV. Auk leikjannaýveggja fór fram hraðmót þar senr ÍBV, FH og Valur léku 45 mínútna leiki sín á milli og léku því samtals í 90 mínútur. BV tapaði gegn Val 1:0 en gerði jafntefli gegn FH 1:1 og skoraði Pétur Runólfsson eina tnark ÍBV. Gunnar Berg ófram hjó •• Kronau/Ost- ringen Eyjapeyinn Gunnar Berg Viktors- son, sem leikur með þýska 2. deildarliðinu Kronau/Östringen hefur komist að samkomulagi um að spila áfram með liðinu næsta vetur. Reyndar gerði Gunnar tveggja ára samning fyrir núverandi tímabil sem var uppsegjanlegur eftir veturinn. Með Kronau/Óstringen leikur einnig fyrrum landsliðs- markvörðurinn Guðmundur Hrafnkelsson sem snýr heim eftir tímabilið. Þýska liðið er sem stendur í öðru sæti 2. deildar og á ágæta möguleika á að endurheimta sæti sitt í efstu deild. Framundan Fimmtudagur 14. apríl Kl. 19.40 Stjaman-ÍBV Undan- úrslit kvenna. Laugardagur 16. apríl Kl. 16.00 ÍBV-ValurD.bikarkarla. KI. 16.15 ÍBV-Stjaman Undan- úrslit kvenna. Þriðjudagur 19. aprfl Kl. 19.15 ÍBV-IR Undanúrslit karla.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.