Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 14.04.2005, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 14.04.2005, Blaðsíða 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 14. apríl 2005 EYJAMAÐUR VIKUNNAR Fallegast í Feneyj um Kristinn Pálsson er Eyjamaður vikunnar. Á mánudag var Stóra upp- lestrarkeppnin en þá kepptu tólf nemendur úr sjöunda bekk grunnskólanna. Var greinilegt að krakkamir höfðu lagt talsvert á sig við æfingar og komust flest mjög vel frá sínu. Sigurvegarinn var Kristinn Pálsson, nemandi í Hamarskóla og er hann Eyja-maður vikunnar að þessu sinni. Nafn: Kristinn Pálsson. Fæðingardagur: 6. maí 1992. Fæðingarstaður: Vestnrannaeyjar. Fjölskylda: Mamma Rut, pabbi Páll og Halli stóri bróðir minn. Draumabfllinn: Plymouth Fury árgerð 1971 (VI00). Uppáhaldsmatur: Pasta, kjúk- lingur, lundi og hangikjöt. Versti matur: Hrogn og svið. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Er ekki viss, bara skemmtileg tónlist. Uppáhalds vcfsíða: Blogg sfðan mín, www.blog.central.is/kiddi-13 sem ég er að vinna að núna. Aðaláhugamál: Myndlist, leiklist, píanó. Einnig hef ég áhuga á fombflum. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Feneyjar á Ítalíu. Hvaða mann/konu myndir þú helst vilja hitta úr mannkyns- sögunni: Albert Einstein, H.C. Andersen og John Lennon. Ertu hjátrúarfullur? Nei. Stundar þú einhverja íþrótt: Golf. Uppáhaldssjónvarpsefni: Spaugstofan, Svínasúpan og Strákamir. Besta bíómynd sem þú hefur séð: Lord of the rings. Hvernig var undirhúningi háttað fyrir keppnina? Kennarinn okkar, Guðrún, æfði okkur í upplestri og valdir voru úr bekknum einstaklingar til að taka þátt í undanúrslitum. Síðan tók Halldóra skólastjóri við okkur sex sem vorunr fulltrúar Hamarsskóla í keppninni. Hvað voruð þið lengi að æfa ykkur? Annað slagið í allan vetur höfum við verið að æfa upplestur. Eftir að fulltrúar Hamarsskóla vom valdir þann 31. mars og eftir það var æft reglulega. Hvernig fannst þér til takast? Mér fannst keppnin takast mjög vel. Eitthvað að lokum: Það var frábært að taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni. Ég skora á Möttu Sveins, ég hef fengið margt gott og skrýtið hjá henni. Saltfiskur í kókosmjöli Ég þakka kœrlega fyrir áskorunina og œtla aö bjóða upp á tvo fiskrétti. Saltfiskur í kókosmjöli Ég tel engin magnhlutföll í þessu. Fiskinum er velt upp úr eggi og hveiti og síðan kókosmjöli. Hann er síðan steiktur á pönnu, bara í smá tíma til að fá fínan lit á kókosmjölið. Síðan sett í ofn til að fullelda fiskinn. Þetta tekur ekki langan tíma, um það bil tíu mínútur. Sósa: Með þessu hef ég alls konar grænmeti sem ég svissa á pönnu, set hvítlauk í olíuna til að steikja. Ég hef sveppi, papriku, púirulauk, gulrætur, blómkál, eða bara hvaða grænmeti sem er með. Grænmetið er skorið gróft og ekki steikt í mauk, heldur haft svoh'tið stökkt. Fínt að hafa sýrðan rjóma með graslauk með þessu og gott brauð. Það þarf auðvitað ekki að taka það fram að besti fiskur í þetta fæsl að sjálfsögðu í Godthaab, ekta fínir saltfiskhnakkar, útvatnaðir og lilbúnir í réttinn. Þið talið bara við Bödda eða Nonna. Skötuselsréttur 800 gr skötuselur hveiti, salt, pipar og olía til steikingar Skötuselnum velt upp úr hveiti, salti og pipar. Steikt á pönnu og síðan sell í eldfast mót. Auðbjörg Sigurþórsdóttir er matgæðingur vikunnar 1 peli rjómi 1 msk. sherry 1 dós hnetujógúrt 1 msk. estragon Rjómi og sherry soðið saman. Jógúrtinu og estragoninu bætt í. Hellt yfir fiskinn. Sett í ofn í 15 mínútur um það bil. Með þessu höfurn við ferskt salat með fetaosti, kartöflur og brauð. Hversdags drekkum við vatn með þessu en til hátíðarbrigða höfum við hvítvín. Nýfæddir <?cr Vestmannaeyingar Þann 2. mars sl. eignuðust Elín Þórðardóttir og Isólfur Ásmundsson son sem nefndur hefur verið Isólfur. Hann var við fæðingu 12 merkur og 52 cm. Fjölskyldan býr í Kaupmannahöfn. Á myndinni er Isólfúr litli með afa sínum, Þórði á Skansinum. Björgunarfélags Vestmannaeyja verður haldinn laugardaginn 30. apríl kl. 14.00 í húsi félagsins. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Hvað á að gera um helgina? „Ég ætla bara að gera mest lítið. Verð bara heima og hef það huggulegt." -Guðfinnur Pálsson, rekstrarstjóri Sumskipa í Vestmannaeyjum. á döfinni í vikunni s. föstudagur: Lundinn: Hljómsveitin Buttercup. Iciugcirdagur: Lundinn: Hljómsveitin Buttercup. 4 liða úrslit handknattleikur kvenna: ÍBV - Stjarnan (Oddaleikur ef með þarf) þriðjudagur 4 liða úrslit handknattleikur karla (BV - (B kl. 19.15. fimmtudagur Sumardagurinn fyrsti Um aðra helgi 23. 4. liða úrslit handknattleikur karla: ÍBV - ÍB (oddaleikur ef með þarf) 24. Biskup íslands messar í Landakirkju

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.