Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 14.04.2005, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 14.04.2005, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 14. apríl 2005 Lögreglan: Sjómenn í slag á Eskifirði Það var frekar rólegt hjá lögreglu í vikunni sem leið og fór helgin að mestu leyti vel fram. Rólegt var yfir skemmtanalífinu þrátt fyrir að Nemendafélag Framhaldsskólans hafi verið með dansleik á Prófastinum en sú skemmtun fór vel fram að því er kemur fram í frétt lögreglu. Ein líkamsárás var kærð til lögreglu í vikunni en hún átti sér stað um borð í fiskiskipi héðan úr Eyjum þar sem skipiðlá viðbiyggjuáEskifirði. Ekki er um alvarleg meiðsl að ræða og þá er atburðarásin ekki Ijós en málið er í rannsókn. Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni sem reyndar á rætur sínar að rekja til fastalandsins en fólk sem var í sumarbústað í Grímsnesi fann ætluð fíkniefni sem lágu á jörðinni fyrir framan bústaðinn. Um er að ræða fjórar ætlaðar E-töflur og smáræði af kannabisefnum. Líklegt er að einhver sem var í innbrotahugleiðingum hafi misst efnin. Eitt skemmdarverk var tilkynnt lögreglu í vikunni en um er að ræða skemmdir á bamakerru sem var í kerrugeymslu á Kirkjugerði. Kerran fannst síðan við Hamarsskóla og reyndist vera ónýt. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um hver þama var að verki em vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu. Iron Maiden ókeypis I Bókabúðinni er til slatti af plakötum með stórsveitinni Iron Maiden sem væntaleg er til Islands. Guðmundur hefur ákveðið að gefa þau þannig að nú er um að gera fyrir áhangendur sveitarinnar að drífa sig á staðinn og fá eitt stykki. e*i = | . 1 fl 1 (mSH * m b "Tggdfv 'v. "S M. 1(1 MILLI30 og 40 manns mættu á fundinn sem þótt mjög vel heppnaður. Fundaröðin: Hvert stefnum við og hvert ætlum við? Binni í Vinnslustöðinni reið á vaðið -á mjög vel heppnuðum fundi síðasta föstudag BINNI: Fastir starfsmenn eru í kringum 190 en fara upp í um 300. Á föstudaginn var fyrsti fundurinn í röð funda þar sem skoða á Vest- mannaeyjar í nútíð og framtíð. Alls er gert ráð fyrir átta fundum í vor og í haust og er ætlunin að enda með ráðstefnu á landsvísu þar sem málefni landsbyggðarinnar verða krufin, eink- um frá sjónarhóli sjávarbyggða. Milli 30 og 40 manns mættu á fundinn sem þótti heppnast vel. Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri og Ómar Garðarsson ritstjóri Frétta eru hvatamenn að fundaröðinni þar sem velt er upp spumingunni, Vest- mannaeyingar, hvert stefnum við og hvert ætlum við? Eitt málefni er tekið fyrir á hverjum fundi og reið Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmda- stjóri Vinnslustöðvarinnar, á vaðið og var fundarefnið Sjávarútvegur í Eyjum. Næst verða það atvinnumál; viðhorf forystu verkalýðshreyfingarinnar, iðnaður í Vestmannaeyjum, takmark- anir og sóknartækifæri, sjálfstæðar útgerðir í Eyjum, emm við sjálfum okkur verst?, framtíðarsýn bæjar- fulltrúa í Vestmannaeyja, ferða- mannaiðnaðurinn á íslandi, hafa Vestmannaeyjar orðið útundan og áherslur og aðgerðir stjómmálflokka gagnvart Vestmannaeyjum, hvað hefur verið gert? Binni í Vinnslustöðinni kom víða við í fyrirlestri sínum þar sem hann rakti sögu félagsins frá sameiningu sex fyrirtækja í Vinnslustöð og ísfélag árið 1992. Einnig skoðaði hann stöðu sjávarútvegs í íslensku samfélagi þar sem vægi greinarinnar hefur minnkað. Tók hann hann KB-banka sem dæmi en markaðsvirði hans er um 350 milljarðar króna sem er heldur meira en sjávarútvegur á Islandi er metinn í dag. Um Vinnslustöðina sagði Binni að hún hefði breyst úr vinnslufyrirtæki í geymslufyrirtæki þar sem allt miðaðist við að koma hráefninu í geymsluhæft l'orm til frekari vinnslu annars staðar. Með þessum hætti sagði hann að félagið ætti fyrir afborgunum og vöxtum og nýfjárfestingum og nú þriðja árið í röð yrði greiddur arður til hluthafa. Fastir starfsmenn em íkringum 190 en fara upp í um 300 þegar mest er umleikis eins og á loðnuvertíð. Vinnslustöðin hefur einungis fjárfest í aflaheimildum frá 1999. Frá árinu 2001 hefur hún fjárfest fyrir 2,6 milljarða og Isfélagið um 5,6 milljarða. Um samfélagslegar skyldur Vinnslustöðvarinnar sagði Binni að hún væri fyrst og fremst að veita fólki vinnu og því hefði fjölgað um 70 frá það var fæst árið 2001. „Hluthafar em 20 en vom tíu og em 70% annaðhvort búandi í Vestmannaeyjum eða tengdir þeim. Það sama á við Isfélagið, eigendurnir búa flestir hér og það em forréttindi okkar sem hér búum.“ Dökka hliðin á þessu er minni vinnsla á bolfiski í landi hjá Vinnslu- stöðinni og aukinn útflutningur á ferskum fiski í gámum. Árið 2001 vann Vinnslustöðin 75% af bolfiskafla af eigin skipum í landi og 25% fóm út í gámum. Þetta snerist við á síðasta ári, 75% fóm út en íjórðungur var unninn í landi og Binni sagði að hlutfallið yrði það sama á þessu ári. „Það athyglisverða er að við emm að vinna fisk í land sem Verð- lagsstofan hefur ekkert með að segja og það er mitt álit að því kerfi sem hún stendur fyrir sé beint gegn Vest- mannaeyjum," sagði Binni. Samgönguráðherra: Þrettán til fjórtán ferðir á viku allt árið um kring Sturla Böðvarsson, samgönguráð- herra, tilkynnti á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar í síðustu viku að nýtt útboð á rekstri Heijólfs sé nú í bígerð og að þar verði gert ráð fyrir þrettán til fjórtán ferðum á viku allt árið um kring. Sagði hann það í samræmi við óskir heimamanna. Eins kom fram að í undirbúningi væri útboð á flugi til jaðarbyggða. Amar Sigurmundsson, formaður bæjarráðs, lýsti ánægju sinni með þessa niðurstöðu og sagði nú loksins vera komna fullnægjandi áætlun fyrir skipið til næstu ára. „Þetta er í samræmi við þær óskir og þær kröfur sem við settum fram. Ferðum skipsins mun fjölga um 100 á ári og verða þá væntanlega um 700 á milli lands og Eyja strax á næsta ári. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli fyrir Eyjamenn að fá þessa fjölgun enda hefiir sýnt sig að það hefur orðið mikil aukning á farþega- og bílaflutningum með fjölgun ferða síðustu ár. Fólk er meira að ferðast og þetta er hluti af nútíma þjónustu á 21. öldinni." Hann vildi lítið tjá sig um fyrir- hugað útboð á flugi til jaðarbyggða. „Bæjarráð mun að sjálfsögðu fylgjast mjög náið með því máli. Utboð á flugleiðinni Reykjavík - Vestmanna- eyjar var ein af þeim hugmyndum sem komu fram í skýrslu sam- gönguhóps samgönguráðherra í mars árið 2003. Eins er hægt að benda á að nú er til dæmis flogið milli Reykjavíkur og Homafjarðar sam- kvæmt útboði þannig að þessi mál verða skoðuð vandlega.“ Hærri orkureikningar: Niðurgreiðsla getur fallið niður þá daga sem orkunotkun er mest -Er það óháð heildarnotkun yfir árið Margir hafa haft samband við blaðið vegna hækkunar á orkureikningum milli ára. Hvað varðar rafmagn til heimilisnotkunar þá lækkaði það um síðustu áramót en fastagjaldið hækkaði verulega, það fer því eftir notkun hve hækkunin er mikil. Rafmagn til kyndingar á íbúðar- húsnæði hækkaði um 6% til 7% og hækkun á heita vatninu var 2%. Hærri orkureikningar vegna rafkyndingar geta því legið í hærra orkuverði, meiri notkun og breyttu fyrirkomulagi niðurgreiðslu, sem fellur niður fari notkun yfir ákveðið hámark. „Hjá fyrirtækjum sem kynda hús sín með rafmagni hefur orkuverð hækkað milli 25 og 30%. Nætur- rafmagn, sem t.d. bakarí nota, hefur hækkað verulega en dagtaxtinn er óbreyttur, þetta gæti þýtt um 20% hækkun orkuverðs á ári,“ sagði Sigurjón Ingólfsson svæðisstjóri Hitaveitu Suðumesja í Vestmanna- eyjum. Hann sagði að rafmagn til heimilisnota hefði lækkað úr 8,35 krónum á kWh í 7,93 kr/kWh með virðisaukaskatti, en fastagjaldið hefði hækkað úr 3487 krónum í 8092 krónur. „Þetta bitnar á þeim sem nota minnsta orku. Hækkun á heimili sem notar 6000 kWh á ári er 3,9% en 2,7% ef notkunin er 7000 kWh.“ Sigurjón sagði að niðurgreiðsla á rafkyndingu miðaðist við 35.000 kWh á ári sem er deilt niður á 365 daga. „Það verður til þess að þá daga sem farið er yfir þessa viðmiðunartölu fellur niðurgreiðslan niður. Þetta gæti skýrt hærri reikninga hjá fólki þegar lesið var af í mars en þá kom inn notkun yfir kaldasta tíma ársins. Þá skiptir engu máli þó ársnotkunin sé langt undir þessum 35.000 kWh. Ég hef verið að benda á þetta því það er réttlætismál að miða við heildar- notkunina,“ sagði Siguijón að lokum. Ohöpp í hálku Af umferðarmálum er það að frétta að einn ökumaður fékk sekt fyrir að leggja öfugt miðað við akstursstefnu. Þá var lögreglu tilkynnt um tvö umferðaróhöpp í sl. viku sem rekja má til hálku sem var á götum bæjarins. Fyrra óhappið átti sér stað miðvikudaginn í síðustu viku á Strandvegi en ökumaður bifreiðar sem ekið var vestur Strandveg missti stjóm á bifreiðinni í hálku með þeim afleiðingum að hún lenti á kyrrstæðri bifreið. Seinna óhappið átti sér stað síðasta fimmtudag á gatnamótum Strand- vegar og Hlíðarvegar. Þama hafði bifreið, sem ekið var norður Hlíðar- veg, mnnið inn á gatnamótin sökum hálku og lenti á bifreið sem ekið var vestur Strandveg. Engin slys urðu á fólki í þessum tveimur óhöppum en ökutækin eiu töluvert skemmd. Viðhaldsdagar Herjólfs ákveðnir Bæjarráð tók fyrir erindi frá Sam- skipum vegna m/s Herjólfs þar sem farið á leit að Vestmannaeyjabær samþykki að ferðir Herjólfs milli lands og Eyja falli niður daganna, 19. og 27. apríl og 7. og 21. september vegna viðhalds. Bæjarráð samþykkti erindið en lagði áherslu á að rekstraraðilar auglýsi vel og tímanlega umsamdar frátafir skipsins sem em tilkomnar vegna reglulegs viðhald þess. HERjÓLFUR

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.