Reykjavík - 15.10.2011, Blaðsíða 1

Reykjavík - 15.10.2011, Blaðsíða 1
Heildarfjárveiting til löggæslu­stofnana og öryggismála lækka um 837 milljónir króna á fjár­ lögum næsta árs, miðað við gildandi fjárlög. Þegar litið er á fjárveitingar til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur í ljós í því fjárlagafrumvarpi sem nú er til meðferðar hjá Alþingi er gert ráð fyrir að fjárframlög til embættisins aukist um 6,9% frá fjárlögum yfirstandandi árs. Á þessu ári fékk embættið, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, liðlega 3,1 milljarð króna, en á næsta ári er gert ráð fyrir að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fái rúmlega 3,3 milljarða króna. Þetta er aukn ing upp á 6,9%. Þetta eru tölurnar sem birtast í fjárlögum þessa árs og fjár­ laga frumvarpi næsta árs, en þar kemur ekkert fram um ætlaða fjárþörf embætt­ is ins. Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuð­ borgarsvæðinu segir í svari til Reykjavíkur að tugprósenta niðurskurði undanfarinna þriggja til fjögurra ára hafi verið mætt með skipulagsbreytingum, en einnig njóti embættið þess að lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu voru sameinuð árið 2007 og að sú fjárhagslega hagræðing sem í því hafi falist, hafi komið sameinuðu embætti til góða. Þá segir hann stöðu löggæslumála á höfuðborgarsvæðinu almennt vera góða. Til dæmis hafi afbrotum fækkað verulega á undanförnum árum. Hann segir að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi lagt sérstaka áherslu á brotaflokka á við innbrot og að verulegur árangur hafi náðst í þeirri baráttu. Góður árangur hafi einnig náðst í öðrum brotaflokkum á borð við þjófnaði og ofbeldisbrot. Sjá nánar á blaðsíðu 4 AuknAr fjárveitingAr til lögreglunnAr á höfuðborgArsvæðinu Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir stöðu löggæslumála hjá embættinu almennt góða Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 - Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 – laugardaga 12.00 - 16.00 Notalegir svefnsófar og hægindastólar 12 mánaða vaxtalausar greiðslur Sjá nánar verð og ný tilboð á www.svefn.is 59.900,- Íslenski svefnsófinn 329.900.- Ný sending 169.900.- Tiboð 3+2 sett 259.870.- Frá 269.900,- Lyftustóll frá 129.900.- Einstök hönnun Lín Design Laugavegi 176 Sími 5332220 www.lindesign.is Komdu í heimsókn 15. október 2011 38. tölublað 2. árgangur v i k u b l a ð Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Sólarljósið í skammdeginu Bætir líðan og eykur afköst 10.000 lux í 25 cm fjarlægð Verð: 37.950 kr. Lumie dagljósið

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.