Reykjavík - 15.10.2011, Blaðsíða 4

Reykjavík - 15.10.2011, Blaðsíða 4
4 15. október 2011 Afbrotum á höfuðborgar­svæð inu hefur fækkað á undanförnum árum. Sam kvæmt tölum frá lögreglunni á höfuð borgarsvæðinu yfir afbrot í löggæsluumdæminu í byrjun októ ber, er staðan sú að hegningar­ lagabrot eru færri í hverjum einasta mánuði á árinu til þessa, en voru á síðasta ári og munar þar verulega yfir sumarmánuðina eins og sjá má á þessari tölfræði frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Staða löggæslumála er almennt góð á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Stefán Eiríksson lögreglustjóri í svari til Reykjavíkur. „Til dæmis hefur afbrotum fækkað verulega á undan­ förnum árum. Þetta sjáum við skýrt í tölum okkar um fjölda inn brota, þjófnaða ofbeldisbrota og fleira, en þær eru birtar opinberlega mánaðar­ lega á vef lögreglunnar.“ Borgarar í Reykjavík hafa oft á orði að glæpum fjölgi og að þeir séu orðnir alvarlegri. Þegar litið er á tölurnar frá lögreglunni kemur í ljós að ofbeldisbrotum fækkar einnig verulega á milli ára. Þegar fjöldi kynferðisbrota er skoðaður kemur í ljós að mars­ mánuður síðastliðinn sker sig úr og þau eru fleiri í maí og júlí á þessu ári en á sama tíma árið 2010. Í öðrum mánuðum fækkar kynferðisbrotum sem kærð voru til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á milli ára. Sérstök áhersla lögð á að fækka innbrotum „Við höfum lagt sérstaka áherslu á brotaflokka á borð við innbrot og náð þar góðum árangri,“ segir lög reglustjórinn og bendir á tölur fyrir síðastliðin þrjú ár. Þar má sjá greinilega fækkun í þessum brota­ flokki. Oftast brotist inn á heimili Þegar litið er á hvar innbrotin voru framin á síðasta ári og síðan á þessu, sést að langalgengast var að brotist væri inn á heimili, síðan í bíla og svo fyrirtæki. Þegar tölur milli áranna 2010 og það sem liðið er af árinu 2011 um eignaspjöll eru bornar saman kemur í ljós að veruleg fækkun hefur orðið á slíkum brotum. Fjárframlög aukin til lögreglunnar á höfuð­ borgarsvæðinu milli ára Eins og fram kemur á forsíðu Reykja víkur hefur niðurskurður á fjárframlögum ríkisins til lög­ reglunn ar á höfuðborgarsvæðinu verið verulegur undanfarin ár. Engu að síður hefur lögreglunni tekist að draga úr afbrotafjölda eins og að framan er rakið. „Á sama tíma höfum við þurft að skera niður um tugi prósenta á liðnum þremur til fjórum árum,“ segir lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. „Því höfum við mætt með skipulagsbreytingum, einhverjum verkefnum höfum við einfaldlega hætt eins og afgreiðslu og útgáfu ökuskírteina og vegabréfa og öðrum raðað aftar í forgangsröðina. Þá njótum við þess að embættin á höfuðborgarsvæðinu voru sameinuð árið 2007 og sú fjárhagslega hagræð­ ing sem í því fólst hefur komið okkur til góða. Þessi góði árangur, þ.e. bæði faglegur og fjárhagslegur rekstur embættisins, er verk öflugra starfs manna og stjórnenda hjá embættinu, sem tekist hafa á við þessi verkefni og fjölmörg önnur af fagmennsku og metnaði,“ segir Stefán Eiríksson. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2012 er gert ráð fyrir að alls verði fjárframlög til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu 3.329 milljónir króna, en samkvæmt fjárlögum yfir standandi árs fékk embættið rúmlega 3.113 milljónir króna. Hækkunin sem gert er ráð fyrir í frumvarpi næsta árs, er því 6.9% miðað við fjárlög ársins 2011. Afbrotum fækkAr á höfuðborgArsvæðinu Einkum hefur góður árangur náðst í fækkun innbrota, enda hefur lögreglan lagt áherslu á þann flokk Fjöldi hegningarlagabrota á höfuðborgarsvæðinu Fjöldi ofbeldisbrota á höfuðborgarsvæðinu Fjöldi kynferðisbrota á höfuðborgarsvæðinu Fjöldi innbrota á höfuðborgarsvæðinu Fjöldi eignaspjalla á höfuðborgarsvæðinuInnbrot á höfuðborgarsvæðinu, tegund vettvangs Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu Fjöldi hegningarlagabrota á höfuðborgarsvæðinu Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu Fjöldi ofbeldisbrota (217 og 281) á höfuðborgarsvæðinu Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu Fjöldi kynferðisbrota á höfuðborgarsvæðinu Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu Fjöldi innbrota á höfuð- borgarsvæðinu 2009-2011 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu Fjöldi eignaspjalla á höfuðborgarsvæðinu Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu Innbrot á höfuð- orgarsvæðinu – tegund vettvangs

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.