Reykjavík - 15.10.2011, Blaðsíða 12

Reykjavík - 15.10.2011, Blaðsíða 12
15. október 201112 Bíófílíu­hátíðin hófst síðast­liðinn þriðjudag, en hún er í tengslum við tónleikasýningu Bjarkar Guðmundsdóttur á Iceland Airwaves vegna útkomu plötu hennar Biophilia. Bíófílíu­hátíðin er fyrir reykvísk skólabörn á aldrinum 10 til 12 ára og er haldin í samvinnu Bjarkar, Reykjavíkurborgar, Iceland Air waves og Háskóla Íslands. Þar fá börnin tækifæri til að vinna með sérfræðingum á sviði náttúruvísinda, tónlistar og tölvutækni og þau munu ekki bara vinna með tónlist Bjarkar heldur líka hljóðfæri hennar, sem munu vera einstök og hafa sterk tengsl við náttúruvísind og tölvu­ tækni. 48 nemendur úr þremur grunnskólum í Reykjavík riðu á vaðið, en tónmenntakennarar, náttúru fræðikennarar, skólahljóm­ sveitar stjórar sem og vísindamenn og kennarar úr Háskóla unga fólks­ ins, sem eru þrautreyndir í gagn­ virkum kennsluaðferðum, leiddu nemendurna inn í tónheim Bíófilíu í sérhönnuðum vísinda­ og tónfræði­ smiðjum. Nemendurnir fræðast þar um tónfræði, hljóma, takta, bassalínur og skala, en einnig um hulduheima svarthola, kristalla, tungl, eldingar, þyngdarkraft og erfðaefni, svo eitt hvað sé nefnt. Til stendur að bjóða fleiri nemendum að taka þátt í þessari þverfaglegu tilraun innan grunn skóla Reykjavíkur. Síðasta þriðjudag var aldar fjórð­ungur liðinn frá því að Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Mikhail Gorbatsjev leiðtogi Sovét­ ríkjanna áttu frægan fund í Höfða. Á meðan á fundinum stóð var Reykja vík nafli alheimsins. Engin klár niðurstaða varð af fund inum sjálf um, en sérfræðingar hafa síðar orðið sammála um að fundur inn hafi engu að síður verið vendi­ punkt ur og hafi markað upphaf endaloka kalda stríðsins. Börn af leik skólanum Nóaborg fengu boð um að koma í Höfða á 25 ára afmæli fundarins og þáðu þau boðið. Þau komu færandi hendi og gáfu Reykja­ víkurborg mynd sem þau höfðu gert í leikskólanum og að því loknu mynduðu þau friðarmerkið á torg­ inu framan við Höfða. Þess má geta að húsið verður opið í dag, laugardag, bæði börn um og fullorðnum frá klukkan 11 til 16. Boðið verður upp á leið sögn um húsið og þar er einnig ljósmynda­ sýning um leiðtoga fund inn fyrir hálfri öld. Ákveðið hefur verið að metan væða bílaflota Reykjavíkurborgar og hefur borgin keypt 49 metanknúna smá­ bíla í því skyni. Jón Gnarr borgar­ stjóri tók við fyrstu þremur bílunum í byrjun vikunnar, en bílarnir eru af gerðinni Hyundai i10. Efnt var til útboðs og kosta bílarnir 49 um 100 milljónir króna. Með þessum kaupum endurnýjast þriðjungur bílaflota borgarinnar, en kaupin eru í samræmi við umhverfisstenu Reykjavíkurborgar. Iðnaðarmenn hjá borginni hafa um hríð ekið um á metanknúnum bílum og þykir reynslan vera góð, en sem dæmi má nefna að bíl hundaeftirlitsins var ekið um 10 þúsund kílómetra á síðasta ári og notaði hann aðeins 28 lítra af bensíni, fyrir utan metanið. Í útboðinu núna var sú krafa gerð að bílarnir, sem eru ræstir með bensíni, skipti yfir á metangasið þegar vélar hitinn hefur náð 40 gráðum. Bíl un um var breytt hér á landi. Þess má geta að embættisbifreið borgar­ stjórans er einnig metanknúin og samkvæmt upplýsingum frá borg­ inni skiptir hún úr bensíni yfir á metan nánast þegar hún kemur út úr bíla kjallaranum undir Ráðhúsinu. reykvísk skólAbörn vinnA með undrAheim bjArkAr reykvísk börn minnA á friðArboðskApinn bílAr borgArinnAr á fullu gAsi björk opnar hulduheim sinn fyrir reykvískum grunnskólabörnum Friðþenkjandi reykvísk börn minnast leiðtogafundarins í Höfða borgarstjóri greinilega gasalega spenntur að prófa nýja metanbílinn Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson ÁSÞÉTTI Eigum mikið úrval á lager og getum útvegað fl estar gerðir með stuttum fyrirvara Vatnagörðum 16, 104 Reykjavík, Sími 568 6625, velar@velarehf.is Nýtt steinbakað, heilkorna brauð frá Jóa Fel Kóngabrauð - þétt, heilkorna, bragðgott, dökkt og án sykurs

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.