Harmoníkan - 01.10.1986, Blaðsíða 10

Harmoníkan - 01.10.1986, Blaðsíða 10
Hugleiðing um landsmót A næsta sumri mun landsmót Sam- bands íslenskra Harmoníkuunnenda (S.Í.H.U.) verða haldið í 3. sinn og munu félagar í Félagi harmoníku- unnenda við Eyjafjörð hafa veg og vanda af því. Landsmót var fyrst haldið á vegum F.H.U. í Reykjavík 1982 og verður að segjast að betur hafi farið en á horfð- ist, þar sem ekki var útvarpað á þeim tíma og engin blöð komu út. Næsta mót var haldið á vegum Harmoníku- unnenda Vesturlands (H.U.V.) 1984, að Varmalandi í Borgarfirði. Það var í alla staði vel heppnað og þeim HUV mönnum til sóma. En nú verða það Eyfirðingar sem ætla að sjá um næsta Landsmót, og er ekki að efa að þeir munu gera það með glæsibrag. Víða um hin norður- löndin eru haldin mót árið um kring en þó stærstu mótin á sumrin. Á mörgum smærri mótum er hald- in keppni, t.d. í 2-3 barnaflokkum og 1-2 unglingaflokkum. Eins keppa þar harmoníkufélög, gömludansahljómsveitir o.s.frv. Sig- urvegararnir hljóta þá titilinn Austur- Norður-, Vestur-, Suðurlandsmeist- arar o.s.frv. Til þessa móta er oftast boðið einhverjum þekktum harmon- íkuleikara, einum eða fleirum. Auðvitað halda þessar þjóðir sín landsmót. Er þá mikið um dýrðir og mikil keppni, eins og í t.d. einleik, tví- leik og fleiru, í allskonar flokkum. Ekki er ég nú að ætlast til þess að við hér á Fróni förum út í keppni að neinu tagi, en þó væri gaman ef stjórn SÍHU kæmi sér saman um að veita einum eða tveimur ungum spilurum (einum undir fermingu og öðrum undir tvítugu) einhverja viðurkenn- ingu, þó ekki væri nema skjal. En það má þó ekki verða til þess að keppnis- skap hlaupi svo í fólk, að það eyði- leggi þann góða anda sem ríkt hefur á þessum samkomum. Það er ætlun okkar, að birta nótur af ein- hverju lagi í hverju blaði. Okkur fannst, af því að þetta er fyrsta blaðið, tilvalið að koma með lag eftir svíann Lars Ek, sem hann tileinkar íslandi. Lars Ek gaf okkur leyfi til að birta lagið í blaðinu, og notum við handritið frá honum sjálfum, og er það von okkar að nóturnar prentist það vel, að að gagni megi koma. Jóhannes Benjamínsson gerði texta við lagið að beiðni Lars Ek, og var Jóhannes svo vinsamlegur að gefa okkur leyfi til þess að láta hann fylgja með. Kærar þakkir Jóhannes. Jóhannes Benjarnínsson Jóhannes Benjamínsson er fæddur og uppalinn á Hallkels- stöðum í Mýrasýslu, en hefur verið búsettur í Reykjavík um 30 ár. Hann hefur fengist nokkuð við ljóðagerð, gefið út eina ljóðabók og einn þýddur söng- texti hans sunginn á plötu af Örvari Kristjánssyni. Jóhannes hefur starfað í nokkrum félögum m.a. kvöld- vökufélaginu Ljóð og Saga frá stofnun þess. Þá hefur hann leikið á harmoníku og samið danslög en ekkert hefur verið birt af þeim utan skottísinn Hestastrákur- inn, sem var meðal 10 efstu laga í danslagakeppni S.K.T. árið 1953. Er ekki að vita nema við fáum að birta lag eftir Jóhannes, og það gæti verið að eins og ein vísa fylgdi með því þær detta út úr honum við ótrúlegustu tæki- færi, og ljóðagerð hans má sjá í opnu. 1 t SOLSETUR A ISLANDI Gaman er að lifa, þegar vorsins völd að liðnum vetri hafa gefið nýjan móð. Þú sérð ei nokkuð fegurra en sumarkvöld og þá er sælt að una á norðurslóð. Ogþegar hljómurfer um sveitinafrá hörpu fossbúans heillandi erfriðurinn í byggðum Isalands, og þegar skuggamyndir fcerast yfir fjöllin blá og það erfagur roði í vestri að sjá. Heyrirðu hljóma handan við fjörustein? Ölduna óma orð greinast ei nein Kyrrist umfjall ogfjörð færist að húmblíð nótt Dagsönnin dvínar, Jóhannes þig dreymi rótt. Benjamínsson 10

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.