Harmoníkan - 01.10.1986, Blaðsíða 15

Harmoníkan - 01.10.1986, Blaðsíða 15
hann kvað það vandalaust því á útvarpinu ynni maður sem hefði farið til útlanda að læra og kynna sér upptökur, en hefði við heimkomuna veii-i settur á útsendinguna — hann hefði lýst sig reiðubúinn aö "íarfa með mér við þessa þætti, ef úr yrði." — Var þetta Henry? ,,Það var Henry J. Eyland, og þar byrjaði okkar sam- starf. Við vorum nokkra vetur saman með þætti, en það var mjög lítið greitt fyrir þetta og oft tóku þættirnir gífur- legan tíma. Oft unnum við heilu næturnar í upptöku og vinnslu á upptökum með harmoníkuleikurum, sem þá voru að koma fram. Grettir Björnsson og fleiri spiluðu í þáttum hjá okkur, og Árni tónlistarstjóri fór fram á það við mig, að ég reyndi að fá samþykki Grettis að fá að nota tónlist sem hann hafði spilað í þætti okkar til að setja á lakk-plötu fyrir útvarpið. Þá fannst bandið ekki, né held- ur upptaka með Guðmundi Hansen, sem kom svo í leitirn- ar síðar. Þó harma ég mest að þarna hafði spilað Eyjólfur Pálsson feikna góður spilari, sem hafði heppnast mjög vel sitt prógram." — Hann spilaði seinast í Alþýðuhúsinu, varþað ekki? ,,Jú, en hann lést stuttu eftir að þessar upptökur voru gerðar og þær týndust líka og hafa ekki fundist síðan." — Er þá ekkert til afþessum upptökum í dag? ,,Það má segja að þær séu sumar til — og ekki til, menn hafa verið að lána mér bönd, sem þeir tóku upp af lang- bylgjunni, en þau eru varla nothæf lengur, þó væri hægt að bjarga sumu með mikilli vinnu." — En svo lögðust þessir þættir niður? ,,Já, ég flutti úr bænum, en öðruhvom voru þættir sem ýmsir sáu um, ég man eftir Pétri Jónssyni, Magnúsi Bjarn- freðssyni, nú og harmoníkukapparnir Ásgeir Sverrisson og Reynir Jónasson og fleiri komu við sögu. Meðan við Henry vorum saman gerðum við hinsvegar meira fyrir harmoníkuna heldur en útvarpinu hefur nokkru sinni tek- ist á jafnskömmum tíma, og það var fyrst og fremst að þakka Henry heitnum. Hann vann alla tæknivinnuna í sínum frístundum og ég verð að segja það, að marga hluti gerði hann, sem ég hefði ekki treyst öðrum tæknimönnum útvarpsins til að framkvæma, að minnsta kosti var mér áður en okkar samstarf hófst nær ómögulegt að fá klippta saman þætti úr þeim upptökum sem verulegrar lagfæring- ar þurftu við." — En svo byrja þættirnir aftur? „Það var í kringum '79 eða svo, og tel ég þá nauðsyn- lega til að viðhalda þeim áhuga sem nú rís um harmoník- una. Ég man að það kynnti undir minum áhuga, harmon- íkuþættir sem Karl Jónatansson sá um í útvarpinu." — Vaknaði þar áhugi þin fyrir harmoníkunni? ,,Nei, hann var miklu eldri. Á mínu bernskuheimili var til gamall upptrekktur fónn og nokkrar plötur. Ég man eftir Gellin & Borgström, Will Glahe og fleirum, sem mér fannst afskaplega gaman að heyra í. Þarna var líka klass- ísk tónlist, sem ég hef mjög gaman af." — Hvenærfórstu svo sjálfur aðfást við harmoníkuna? ,,Mín fyrsta spilamennska var eins og hjá mörgum öðr- um, að ég fékk lánaða tveggja raða harmoníku, sem var álitin ónýt, en ég gat notað hana með því að setja teyjur í hana þar sem vantaði gorma, og þannig gat ég spilað á þetta. Ég man, að ég byrjaði á að setja hana öfugt á mig og það var ekki fyrr en bróðir minn sá þetta og hló að mér, og benti mér á að þetta væri öfugt." —En svo fékkstu þér alvöru harmoníku? ,,Það var nú langt í það, því það kostaði þvílík býsn, að kaupa sér harmoníku. Ég keypti svo seinna hjá Jóhannesi VEITINGAHÚS Gömludansamir öll föstudags- og laugardagskvöld Lifandi harmoníkutónlist ArtÚn Vagnhöföa 11, Sími 685090 LANGHOLTSVEG1TIS múrofísr/Lunn HJÚLfí5T/LL/nn LJÓ5ff5T/LL/nC O.FL bnissn sr/Lunn BETfíl BÍLL s. 681090 15

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.