Harmoníkan - 01.10.1986, Blaðsíða 8

Harmoníkan - 01.10.1986, Blaðsíða 8
Lars Ek á íslandi 30. júM 1985 að var tilhlökkun og spenna ríkjandi er undirritaður og for- maður F.H.U. í Reykjavík, Jón Ingi Júlíusson, biðum í flugstöðvarbygg- ingunni á Keflavíkurflugvelli eftir að hurðin opnaðist á tollskoðuninni og maðurinn sem beðið var eftir birtist. Þetta hlaut að vera hann, maður með brúna harmoníkutösku! Jú, jú, þarna var Lars Ek mættur með eiginkonu sinni, Ann Mary og 12 ára gömlum syni þeirra, Mikael, Landssamband Harmoníkuunn- enda hafði sameinast um að bjóða Lars Ek hingað til konsertahalds, eða nánar tiltekið F.H.U. Reykjavík, Vesturlands, Rangárvallasýslu, Akur- eyri og Þingeyjarsýslu. Lars Ek er vel þekktur á hinum norðurlöndunum og hefur ferðast þar mikið um og haldið konserta, einnig viða annars staðar, í flestum heims- álfum, þeir eru ævinlega þrír saman og nefnist tríóið „Lars Ek’s Hot-trio“. Er hann kom hingað var hann án sænsku meðspilaranna, en hafði þess í stað fengið tvo íslendinga til liðs við sig, þá Þorstein Þorsteinsson á gítar og Þórð Högnason á bassa. Þeir höfðu fengið nótur af dagskrá þeirri er ætluð var til konsertahaldsins þó nokkru áður og voru búnir að æfa án þess að heyra hvor til annars. Nema hvað,. hvor um sig hafði hljómsnældu með lögum þeim er leika átti hér. Þar gátu þeir komist í smá kynni við hinn sérstaka og líflega stíl þessa meistara. Hver er Lars Ek frá Svíþjóð Hann er fæddur í Stokkhólmi og byrjar harmonikunám 5 ára, 6 ára leikur hann í útvarpið og hefur nú komið þar fram og í sjónvarpi yfir 100 skipti. Hann hefur leikið inná um 100 hljómplötur, norðurlandameistari 1963 og 1967, sá fyrsti sem komið hefur á kennslu í harmoníkuleik með myndböndum og aðdáendaklúbbur var stofnaður um hann í Noregi 1985 (Lars Ek Fan Club). Hann er einn 10 Svía á tónlistarsviðinu er ekki hafa þurft að gegna herþjónustu nema að því leiti að ef til ófriðar komi þarf hann að leika fyrir hermenn á sam- komum, hann kemur oft fram fyrir erlenda þjóðhöfðingja sem innlenda og nú siðast skömmu áður en þetta er ritað lék hann um borð í sænsku konungssnekkjunni M.S. Prins Carl Philip í tilefni af 40 ára afmæli Svía- konungs, Carl XVI Gustav, og eins og segir í Svenska dagbladet 2.5.1986: Lars Ek lék á harmoníkuna og Lennart Bernadotte at Mainau var ekki seinn á sér að bjóða upp í dans á framþilfarinu. Já, Lars lét ljúfar tónöldur Frosinitónlistarinnar leika um eyru hins konungborna fólks meðan M/S Prins Carl Philip sigldi rólega í átt að Drottningarhólmshöll. Þess má til gamans geta að sjálfur Pietro Frosini var 1911 boðið til þá- verandi Englandskonungs, Georgs V, að halda fyrir hann konsert. En nú höldum við til íslands aftur og Lars hefur þegar hitt væntanlega meðleikara og æft með þeim, allt hefur gengið vel og þeir allir tilbúnir í slaginn. F.H.U. í Reykjavík lánaði til ferðarinnar nær ný úrvals hljóm- flutningstæki og Borgfirðingar bættu við þau vönduðum hljóðnemum og nú var ekki annað að gera en halda af stað í Borgarfjörð en á Varmalandi skyldi fyrsti konsertinn fara fram að kveldi 3. ágúst. Lars og fjölskylda var send um borð í Akraborgina 2.ágúst en á Akranesi tók Aðalsteinn Símonarson á móti honum fyrir hönd H.U.V. Aðalsteinn lá heldur ekki á liði sínu frekar en vant er og fór með gestina um Borgarfjörð vítt og breitt. Laugardagskvöldið 3. ágúst rann svo upp og fyrsti konsertinn fór fram á Varmalandi, nær húsfyllir var og virtust Þorsteinn, Þórður og Lars ná afar vel saman, geisi stemning náðist upp í húsinu enda dagskráin með léttu yfirbragði svo ekki sé meira sagt. Var hún eftir Frosini, Ragnar Sundqvist, Nisse Lind, Lars og fleiri. Menn undruðust hina geisilgu tækni Lars á harmoníkuna, notkun á belg m.a. var með eindæmum. Þeim var svo klapp- að verðskuldað lof í lófa eftir mörg aukalög. Á eftir voru seldar hljóm- plötur sem Lars svo áritaði á meðan dansinn dunaði undir tónlist borg- firðskra og víðar að kominna hljóð- færaleikara. 4. ágúst 1985 Nú skyldi halda í hina löngu ferð norður Kjöl til Akureyrar og í því skyni höfðu H.U.V. útvegað bæði bíl og bílstjóra, 12-15 manna rútu og var eigandi hennar og ökumaður Davíð Pétursson frá Grund í Skorradal. Auk hans voru i föruneyti eftirtaldir: Lars Ek, kona hans Ann Mary og sonurinn Mikael, Hilmar Hjartarson fararstjóri, kona hans Sigríður Sigurðardóttir og sonur þeirra Hjört- ur Elvar (var með norður í Skaga- fjörð), Ingimar Einarsson leiðsögu- maður og formaður H.U.V., kona hans Anna Kristinsdóttir og tvær dætur Kristín Erla og Inga Dísa, og Þórður Högnason bassaleikari. Þorsteinn Þorsteinsson gat ekki vegna vinnu sinnar komið með yfir hálendið en ætlar þess í stað að koma fljúgandi til Akureyrar 6. ágúst. Ekið var af stað í blíðskaparveðri 8

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.