Harmoníkan - 01.10.1986, Blaðsíða 4
BRAGI HLÍÐBERG
Fyrir skömmu gekk ég á fund Braga Hlíðberg með það
fyrir augum að fræðast um tildrög af því er hann
hóf harmonikuleik og í stórum dráttum yfirlit um feril
hans á því sviði gegnum árin hérlendis sem erlendis.
Bragi Hlíðberg er landskunnur harmonikuleikari og því
fannst stjórnendum blaðsins ,,HARMONIKAN“ vera til-
valið að viðtal við hann kæmi í fyrsta blaðinu.
— Ég spyr því Braga fyrst eins og íslendinga er vani,
hvar ert þú fæddur?
,,Ég er fæddur í Reykjavík á Bragagötu, árið 1923.“
— Hverjir voru foreldrar þínir?
,,Faðir minn var Jón Hlíðberg, húsgagnasmiður og
móðir mín, Kristín Stefánsdóttir Hlíðberg.“
Því næst inni ég Braga eftir hvenær að því kom að hann
fékk áhuga á harmonikunni. Hefur hann nú þá frásögn:
Bragi Hlíðberg.
Harmonikuhljómleikar
EFNISSKRÁ:
P. Frosini: Vieni Amore.
P. Deiro: Dixie Shoke.
O. F.. Akre: Schollish Acrobolic.
C. S. Morrison: Medilolion
P. Deiro: Elviro
Chopin: C MinorPrelude.Op. 26No20
HLE.
G. Toronfolo: PloYful.
Lully: Fldgomlo Isofold.
G. Verdi: »Rigolello-Qvorlel«
P. Frosini: Hol Fingers.
,,Ég byrja að fikta við harmoniku sem faðir minn átti
10 ára gamall. Hann hafði leikið all mikið á sínum yngri
árum, átti þegar þetta gerðist fjögurra raða ,,LANKA“
harmoniku, þýska með norkum gripum. Ég var í sveit
þetta sumar og hefst handa er ég kom þaðan. Þá var lag í
tísku sem tók hug minn allan og hætti ekki fyrr en öll lag-
línan var komin. Þetta var vals frá Skandinavíu og hét
familiju valsinn. Hann var mjög vinsæll þá og var á allra
vörum, einnig með söngtexta.
Það kveikti í mér að eldri bróðir minn, Stefán, var byrj-
aður að spila er ég kom úr sveitinni. Hann fór í har-
moníkutíma til að læra nótur sem ég síðan lærði með því
að kíkja á hjá honum, það hjálpaði til að leika lög eftir
nótum. Síðan var ég fenginn til að leika á árshátíð hjá ,,fé-
lagi harmonikuleikara“ sem haldin var í Oddfellósalnum.
Þá var ég það lítill að ég sást ekki upp á senu nema vera
stillt upp á flygilinn og var breiddur undir mig hvítur borð-
dúkur. Þetta varð til þess að félagið gaf mér áskrift að tím-
um í nótnalestri hjá Sigurði heitnum Briem, fiðluleikara.
Þess má geta að formaður „félags harmonikuleikar“,
Hafsteinn Ólafsson, var aðalhvatamaður þess að ég
komst í tíma. Sigurður kenndi aðallega á fiðlu og mandó-
lín en hafði þó tekið nokkra menn í tíma á harmoniku,
þótt hann vissi ekki hvað snéri upp eða niður á henni.
Kennslan fór fram á þann hátt að hann lék á fiðluna þær
æfingar og þau lög sem átti að skila hverju sinni.
Ég var hjá Sigurði í tvo vetur og þegar til baka er litið
er þetta trúlega sú eina kennsla sem ég hef fengið á hljóð-
færið, þó ég hafi farið 10 árum síðar til harmonikukenn-
ara var ég það fullmótaður að ekki var um beina kennslu
að ræða. Þekking Sigurðar var engin á hljóðfærið sjálft
svo kennslan var í rauninni hjálp til sjálfsnáms en í önnur
hús var ekki að venda þá.
Við bræðurnir höfðum áhuga á að eignast stærra og
4