Harmoníkan - 01.10.1986, Blaðsíða 16
HARMONIKUR
Litlar og stórar
Nýjar og notaðar
Tökum notaöar
harmoníkur upp í nýjar
Mikiö úrval
af harmoníkuplötum
íslenskum og erlendum.
ÚTGÁFAN
Sunnuhlíö, Akureyri
sími 96-22111
Hcainonikku-unnendur
um allt land
Hjá okkur fáið þið
TOLLEFSEN
harmonikku skólarm
og úrval af harmonikku-
nótum frá ýmsum löndum.
Sendum í póstkröfu
ÍSTÓNN H.F.
SÍMI 92-21185
Freyjugötu 1, 121 Reykjavík
Jóhannessyni, gamla þriggja-kóra Honer-harmoníku
með afborgunum. Þetta var ágætt hljóðfæri. Ég fór með
hana heim og byrjaði, en leyst nú heldur illa á þetta. Ég
vann þá í fiski, og það var slæmt með sinaskeiðabólgu í
báðum úlnliðum að spila á harmoníku.
Þeir sem ég leitaði til með kennslu, en ég hafði valið mér
hnappaharmoníku, ég veit ekki hvers vegna, sögðu mér að
þetta væri alveg útilokað. Þetta væri bara forngripur sem
væri hætt að nota. Þar að auki hafði ég þann kæk, að spila
með þumalfingrinum, og það var jafnvel enn verra. Ég
talaði við ýmsa menn sem spiluðu á hnappaharmoníku, og
enginn þeirra notaði þessa aðferð. Þeir gáfu mér misjafn-
lega góð ráð, hvernig ég ætti að halda áfram. Ég fékk samt
eitt gott ráð sem ég hefði átt að fara eftir. Ólafur Þorvalds-
son harmoníkuleikari, benti mér á, að líma yfir tvær
innstu raðirnar og nota ekki nema þrjár. En ég fór öfugt
að, því ég notaði allar fimm raðirnar strax, og hefur fund-
ist það þægilegasta aðferðin til þessa, þó ég viti að hún sé
röng.“
— En svo fékkstu loks kennslu?
,,Það var ekki gott að ná sér í kennslu. Fyrsti skólinn
sem ég eignaðist var eftir Borgström. Hann var með ein-
hverja undarlegustu fingrasetningu sem ég hef séð og held
ég megi fullyrða, að sem skóli fyrir hnappaharmoníku,
var hann alveg fráleitur.
Ég fór svo til Karls Jónatanssonar og var hjá honum
part úr vetri en síðan fór ég til Sigurðar Briem um tíma.
Það var þó góðkunningi minn Gunnar H. Jónsson gítar-
leikari, sem var nemandi í fiðluleik og spilaði jafnframt á
harmoníku, sem hjálpaði mér að finna út hvernig þægileg-
ast væri að standa að þessu.
Seinna fór ég til Moraveks, en við höfðum verið kunn-
ingjar í mörg ár, án þess að ég væri að læra hjá honum.
Við ræddum mikið um harmoníkuna og mín viðhorf mót-
uðust af því. Við vorum sammála um margt og ég lærði
mjög mikið af honum. Ég eignaðist svo nokkrar mjög
góðar harmoníkur, en svo hætti ég að spila, þegar and-
rúmsloftið breyttist og áhuginn fyrir henni dvínaði.“
— En þú spilaðir eitthvað á böllum, var það ekki?
,,Ég spilaði um tíma með hinum og þessum, hér og þar.
Það var aðallega vegna launanna, en ekki vegna ánægju,
því sumt af því sem varð að spila á skemmtunum, bókstaf-
lega leiddist mér.“
— Þú fórst svo að taka á móti erlendum harmoníkuleik-
urum, hvenig atvikaðist það?
„Það var nú afskaplega einfalt. Ég byrjaði á því, kring-
um 1970, að flytja inn harmoníkur frá Victoria, og þeir
sögðu mér frá nýju bassakerfi sem hentaði mjög vel fyrir
klassiska tónlist.
Þeir bentu mér á það, að það væri maður á Ítalíu, með
feiknalega getu á svona hljóðfæri. Ég hafði mikinn áhuga
fyrir þessu hljóðfæri og fólk fengi að sjá það og reyna. Ég
hafði orðið var við það, að tónlistarmenn töldu harmon-
íkuna of takmarkaða til að nota í sígildri tónlist, og ekki
hæfa til að kenna á í tónlistarskóla. Þessi ítali skrifaði mér
svo síðar og lýsti áhuga sínum á að koma hingað. Þetta var
maður sem kenndi við tónlistarháskólann í Pesaro, að
vísu ekki á harmoníku heldur kenndi hann nútíma tón-
smiðar og tóngreiningu. Það var svo úr, að hann kom
1972, og spilaði í Norræna Húsinu um mánaðamótin maí
júní.
Þetta var Salvatore DiGesoaldo. Hann kom með mér
heim, kvöldið sem hann kom, og rabbaði við mig til kl. 3
um nóttina.
Ég var búinn að fá upptökutíma útvarpinu kl. 8, morg-
16