Harmoníkan - 01.10.1986, Blaðsíða 13

Harmoníkan - 01.10.1986, Blaðsíða 13
léku dúetta, Sigurður Hallmarsson og Jón Aðalsteinsson. Margt manna var samankomið og kemur æði vel í ljós á slíkum stundum hvað harmoníkan á marga unnendur. Sem annars staðar tókst konsertinn vel og undirtektir voru frábærar. Á eftir var ferðalöngunum boðið til kaffisamsætis og var þar margt manna samankomið. Nokkrir stóðu upp og létu orð falla um góð sam- skipti og þökkuðu fyrir sig. 8. ágúst 1986 Eftir smá vökunótt við hljóðfæraslátt og samræður á heimili Ingvars og Boggu voru menn rólegir um morgun- inn en þau hjónin voru ekki lengi að bæta úr því með sinni stórkostlegu gestrisni. Næst var haldið til Reykjavíkur. Þetta var í raun stór dagur fyrir utan allt annað. Það voru rétt 100 ár síðan hinn stórkostlegi meistari harmoníkunnar, Pietro Frosini, var borinn í þennan heim og verður væntanlega síðar mögulegt að skrifa sér grein um hann og eins og flestir vita er tónlist Frosini efst á baugi hjá Lars Ek. Ferðin suður gekk vel, og færðist fljótt værð yfir mannskapinn. Það var hrotið í ýmsum tóntegundum og máttu þeir sem vöktu minnast öllu líf- legri tónlistar undanfarið. 9. ágúst 1986 Næst síðasti konsertinn var nú fram- undan í samkomuhúsinu Ártúni í Reykjavík. Áður en hann hófst léku hann inn þeir Jón Ingi Júlíusson, Sig- urður Alfonsson og Jakob Ingvason. Það var hvert sæti skipað og vel það, um 450 manns voru i húsinu, ekki er að orðlengja það að lýsingarorð um fyrri tónleika eigar hér við líka nema hvað áheyrendafjöldinn var hvað mestur. 10. ágúst 1986 Þennan dag var haldið austur í Rangárvallasýslu, því síðasti konsert- inn á að fara fram í samkomuhúsinu Gunnarshólma um kvöldið. Formað- ur fyrir F.H.U. Rangárvöllum er Valdimar Auðunsson og tók hann og hans félagar á móti okkur að Gunn- arshólma, einnig léku þeir inn tón- leikana. Fjölmenni var mikið og end- aði samkoman með dansi, en til Reykjavíkur komum við undir morg- un aftur til baka og þar með er lokið frásögn af mjög vel heppnaðri ferð og tónleikum með góðum tónlistar- mönnum, en ekki er hægt við þetta að skilja án þess að taka það fram að þó minnst sé hér á örfáa menn með nafni er stóðu í eldlínunni var fjöldi ann- arra manna og kvenna, víða um land, er lögðu á plóginn og gerðu það að verkum að dæmið gekk upp. F.H.U. í Reykjavík tók á móti Lars Ek og fjölskyldu með heilmikilli veislu, að Huldulandi 10. Það voru Elsa Kristjánsdóttir og Aðalsteinn P. Guðjónsson, sem lánuðu íbúð sína til þeirra hluta. Einnig útveguðu þau íbúð sem fjölskyldan hélt til í þá daga sem dvalið var í Reykjavík. Félagið í Reykjavík sá einnig um kveðjuhóf sem haldið var i Borgar- túni 18, kvöldið áður en gestirnir flugu til Svíþjóðar og tóku þar margir til máls. Þarna var einnig skipst á minjagripum. Á leið okkar á Keflavíkurflugvöll um morguninn var sólin að koma upp og var það mikið sjónarspil. Geislar hennar voru í baráttu við skýjafláka sem urðu þó að láta í minni pokann og við þetta myndaðist litadýrð mikil sem varð þess valdandi að Lars heill- aðist af og hafði orð á að þetta væri sannarlega punkturinn yfir ógleym- anlega ferð. Hilmar Hjartarson Skemmtidagskrá Félags Harmoníkuunnendatil áramóta 1986-87. Dansleikir í Risinu, Hverfisgötu 105 laugardagskvöld 18/10 og 29/11, frá 9-3 e.m. Skemmtifundir í Templarahöllinni við Skólavörðuholt. Sunnudaginn 5. október frá kl. 3 e.h. til 6. 2. nóvember frá kr. 3 e.h. til 6. 7. desember frá kl. 3 e.h. til 6. Skemmtifundirnir bjóða uppá veitingar á vægu veröi, harmoníkuleik, dans og fl., þetta er tilvalin sunnudags- skemmtun fyrir alla fjölskylduna, félagar takiö með ykkur gesti, og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. SKEMMTINEFNDIN Auglýsing um dagskrá Hinn árlegi haust- fagnaöur Harmoníkuunnenda vesturlands, verður haldinn að Loga- landi Reykholtsdal laugardaginn 11. október kl. 21.30, allir velkomnir. Stjórnin r HARMÓNÍKUUNNENDUR VESTURLANDI \ 4 4 4 4 4 4 4 STOFNAÐ 7. APRIL 1979 mTTTÍTÍTW Til sölu Til sölu Excelsior harmoníka 3. kóra ný yfirfarin verð kr. 30.000. Upplýsingar í síma (93)7053. 13

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.