Harmoníkan - 28.02.1996, Síða 3
Fræðslu- og upplýsingarit S.Í.H.U.
Ábyrgðarmenn:
Hilmar Hjartarson, Ásbúð 17,
210 Garðabæ, sími 565 6385
Þorsteinn Þorsteinsson, Torfufelli 17,
111 Reykjavík, sími 557 1673.
Prentvinnsla: Prenttækni hf.
Forsíðumyndin
er af hinum þekkta harmoníkuleikara
og lagahöfundi (valsakóngi) Svavari
Benediktssyni sem kynntur er í þessu
blaði.
Ljósm: Óskar Björgvinsson, Vestmannaeyjum
Efni fyrir næsta blað verður að
hafa borist fyrir 15. apríl.
Blaðið kemur út þrisvar á ári.
í október, endaðan febrúar og í endaðan
maí. Gíróreikningur nr. 61090-9.
Auglýsingaverð:
1/1 síða kr. 9.300
1/2 sfða kr. 6.200
1/4 síða kr. 3.900
1/8 síða kr. 2.300
Smáauglýsingar (1,5 dálksentímetri) kr. 650
+ kr. 120 fyrir hvern auka dálksentimetra.
DANSIÐ MÐ SVEINAR 0G DANSIÐ MÐ FLJÓÐ
í nánast hverju samfélagi á jarðkringl-
unni er dans stiginn af kappi, hefur svo
verið um aldir. Fjölbreytni dansins er
óþrjótandi. Dansinn á sér hundruða ára
sögu að baki eða meir í þróun ýmissa
undirstöðuatriða til túlkunar mismunandi
tilbrigða í lífi okkar mannanna. í dans-
listinni tjá menn sig um ástina og hatrið,
stríð og frið, gleðina að vera til í ótal
myndum og fjölmargt annað í mennsku
samfélagi. Tónlistin situr þar í hásæti og
er leikið undir allt frá undirslætti
trumbunnar til fjölmennra hljómsveita.
Ástæða er til að fjalla um þann þátt í
dansi til styrkingar líkama og sálar. í allri
heilsufarsumræðu nútímans er dansinn
hátt metinn til hjálpar fyrir heilbrigða sál
í hraustum líkama. Allt fram á þennan
dag vitum við að gömludansamir eru vel
frambærilegir sem allsherjar líkamsþjálf-
un. Fólk sem vill dansa undir taktfastri
hrynjandi gömludansanna má þó muna
sinn fífil fegri. Fjölmörg ár eru að baki
frá þeim tíma þegar hægt var að velja úr
danshúsum í Hafnarfirði og Reykjavík
þar sem nær eingöngu voru leiknir
gömludansamir. Fólk á öllum aldri sótti
þessa staði og naut þess að dansa með
tilþrifum. Það sama hefur átt við annars
staðar á landsbyggðinni þar sem dansinn
dunaði. Oft vom það nú harmoníkuleik-
ararnir sem héldu uppi fjörinu, stöku
sinnum aleinir en stundum með fleirum.
Alltaf fannst líka einhver til að kenna
manni frumsporin. En í upphafi byrjaði
maður á að virða fyrir sér dansfólkið
sem ljómaði af lífsgleði og fjöri.
Sumir dansaranna hoppuðu taktlaust
eins og haltir hanar í hænsnahóp, aðrir
kjöguðu eins og andasteggir á þurru
landi. Enn aðrir tóku risaspor eins og
strútar á flótta yfir eyðimörk eða sem
Hilmar Þorsteinn
Hjartarson Þorsteinsson
eldur væri undir fótum þeirra. Dansfé-
laginn hélst jafnvel ekki fastur við gólfið
í mestu rykkjunum. Svo voru enn fleiri
danssnillingarnir er svifu um dansgólfið
með djúpum dýfum, beygjum og sveigj-
um eins og álftir í tilhugalífi, runnu í
mjúkum bugðum framhjá þúfnabönun-
um sem snérust eins og hringiða í
straumnum. En hnitmiðuð dansspor
snillinganna bjöguðust ekki á nokkurn
hátt. Svona er nú bara lífið. Hver sem
komin er til vits og nokkurra ára man
ekki eftir Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði,
eða í Reykjavík Mjólkurstöðinni gömlu
og Skátaheimilinu, Gúttó, Þórskaffi, Al-
þýðuhúskjallaranum, Breiðfirðingabúð
með nýjudönsunum uppi en þeim gömlu
niðri, þannig var ámóta með Klúbbinn.
Þá var Lindarbær, Brautarholt 4, Silfur-
tunglið, Sigtún við Austurvöll (áður
Sjálfstæðishúsið) og Sigtún við Suður-
landsbraut. Síðasti opinberi gömludansa-
skemmtistaður borgarinnar er sennilega
Ártún sem verið hafði athvarf áhuga-
fólks og gömludansaunnenda í all mörg
ár en var lagður af um mitt ár 1995.
Reyndar er verið að freista þess um þess-
ar mundir að hefja gömludansana í Ár-
túni að nýju og var sá fyrsti dansleikur-
inn haldinn 27. janúar síðastliðinn. Hann
hófst með þorrablóti, var fjölmennur og
ætti að lofa góðu um framhald. Nánast
það eina sem eimir eftir af gömlu döns-
unum eru skemmtanir hjá eldri borgur-
um og dansleikir harmoníkufélaganna á
borgarsvæðinu. Sem betur fer er fjöldi
harmoníkufélaga og einhverjir dans-
klúbbar út á landsbyggðinni sem ég ef-
ast ekki um að viðhaldi gömludansalist-
inni af heilum hug. I einhverjum dans-
skólum borgarinnar fer fram kennsla í
gömludönsunum og Þjóðdansafélag
Reykjavíkur sinnir þeim einnig ásamt
kennslu í þjóðdönsum. Ef ég álít mig
tala út frá hjarta harmoníkuleikara hlýtur
að brenna á okkur að sómi sé sýndur
gömludönsunum í framtíðinni, það er
þjóðarhefð. Ekki er heldur annað að
merkja en harmoníkuleikarar almennt
sýni þeim hvað mestan áhuga nú sem
fyrr, enda hið besta mál að saman fari
góður harmoníkuleikur og gömludans-
arnir er bjóða uppá mikla fjölbreytni fyr-
ir spilara og dansara. Svo einkennilega
vill til þegar við íslendingar bregðum
okkur á gömludansana dönsum við oft í
bland nýjudansana, ýmsa leikdansa,
dægurlög, tangóa og sömbur með meiru.
Þetta er fátítt í nágrannalöndunum að
blanda þessum dansstíl saman. Þá er vín-
arkrusinn ekki algengur nema hér. Það er
fallegt að horfa yfir dansgólfið iðandi af
fjöri og sjá fagurlega dansaðan ræl eða
skottís, en allt verður að hanga saman.
Harmoníkuleikurunum er nauðsynlegt
að spila vel, með réttum takti og túlkun.
Gömludansarnir og harmoníkan með
þeim tilbrigðum sem á undan er lýst eiga
samleið nú sem áður. Við skulum dansa
og daganna njóta. Stöndum vörð um
gömludansahefðina. H.H.
3