Harmoníkan - 28.02.1996, Síða 5

Harmoníkan - 28.02.1996, Síða 5
Ferðasaga H.F.Þ. síðastliðið sumar Föstudaginn 18. ágúst s.l. sumar, fór 40 manna hópur félaga úr Harmoníkufé- lagi Þingeyinga í 3ja daga skemmtiferð í Dali og Reykhólasveit. Farið var á rútu- bíl heiman frá félaga okkar Jóni Arna Sigfússyni, en sjálfur gat hann því miður ekki farið með okkur. Bílstjóri var Kjart- an Sigurðsson á Grímsstöðum, sem einnig er félagi í H.F.Þ. Ekið var sem leið liggur frá Húsavík, fram Aðaldal og Reykjadal, vestur yfir Fljótsheiði og fé- lögum okkar "smalað" á leiðinni allt inn í Fnjóskadal. Þegar á Víkurskarðið var lagt, voru allir ferðafélagarnir fundnir. Veður var gott eins og oftast þegar H.F.Þ. er á ferð. Fararstjóri var auðvitað þáver- andi formaður, Stefán í Hólkoti. Stjóm- aði hann ferðinni allri frá upphafi til enda. Heimtaði fólk óspart að hljóðnema rútunnar og skyldu menn flytja alls konar skemmtun og fróðleik, bæði í bundnu máli og óbundnu. Aðeins tvisar fengu menn að fara á skyndibitastaði. Þegar komið var vestur undir Búðardal, var ekið að samkomuhúsinu „Árbliki”. Þar tóku á móti okkur félagar úr harmoníku- félaginu „Nikkólínu“ með veitingum. Þaðan fór með okkur í rútunni formaður þeirra Jóhann Elísson, sem leiðsögumað- ur um Mið-Dalina. Hann sagði okkur nöfn bæja og ýmissa staða, og við nutum útsýnis og góðrar leiðsagnar. Mér og sjálfsagt fleirum þótti nóg um hversu margar jarðir eru komnar í eyði á þessu svæði, en svona er þetta orðið allt of víða á landi hér. Að Laugum í Sælingsdal var ekið, en þar hafði verið pöntuð gisting. Þar fengum við hinar ágætustu mót- tökur. Um kvöldið var svo farið á sam- komu að Staðarfelli á Fellsströnd, sem er alllöng keyrsla. Samkomu sem þessa halda Dalamenn ár hvert síðsumars þarna á Staðarfelli. Höfðu Nikkólínumenn séð til þess að við værum velkomin á samkomuna. Þarna var heilmikið um að vera. Söngur, ræðu- höld, kaffiveitingar og að lokum ball, sem stóð til kl. 3 um nóttina. Margt fólk var þama og húsið virtist helst til lítið, en „þröngt mega sáttir sitja“ og menn skemmtu sér vel. Nikkólínuinenn sáu um dansmúsíkina, þó spiluðu dálítið menn úr okkar hópi. Kl. hálf þrjú yfirgáfum við staðinn og héldum í næturstað, öll held ég, harðánægð með daginn. Næsta morg- un var lagt af stað áleiðis í Reykhóla- sveitina í yndislegu veðri, svo að hið stórbrotna og fjölbreytta landslag á leið- inni skartaði sínu fegursta. Video-mynda- vél fararstjóra var óspart notuð. Leiðin liggur um Svínadalinn, sem frægur varð víst í fornöld af drápi Kjartans (út af kvennamálum), síðan Saurbæinn og fyrir Gilsfjörðinn, sem náttúruvemdarráð vill ekki láta brúa, og í Króksfjarðames, það- an svo að Bjarkalundi. Þar hafði verið pöntuð gisting næstu nótt. Þar voru gisti- herbergi afhent, og við komum farangri okkar fyrir. Svo héldum við að Reykhól- um. Þar var staðurinn og umhverfið skoðað, þörungaverksmiðjan, þéttbýl- iskjamin sem þar er risinn, og kirkja sem er vegleg. Hana sýndi okkur sóknarprest- urinn séra Bragi Benediktsson, og hann rakti líka sögu Reykhólastaðar frá önd- verðu og allt til þessa dags. Síðan var okkur boðið í kaffi heima hjá Ingibjörgu Tómasdóttur frá Reykhólum, sem dvaldi í fríi í húsi foreldra sinna, Steinunnar Hjálmarsdóttur og Tómasar Sigurgeirs- sonar (frá Stafni), sem bjuggu langa ævi rausnarbúi á Reykhólum, en eru nú bæði látin. Ingibjörg hefur um langt skeið ver- ið yfirljósmóðir við Landspítalann. Á Reykhólum er sem fyrr segir allfjöl- inennur þéttbýliskjarni. Þar er heilsu- gæslustöð, verslun, garðyrkja, skóli, dvalarheimili aldraða og áðurnefnd þör- ungaverksmiðja, sem skapa mörgum vinnu. Áætlað hafði verið að fara í stutta bátsferð í einhverjar nálægar eyjar, en við vorum þama stödd á óheppilegasta tíma til slíks,-um háfjöru-, svo frá því var horfið. Eftir ánægjulegar stundir á hinu forna höfuðbóli var haldið aftur að Bjarkalundi. Þá voru mætt þar til móts við hópinn, hjónin Messíana Marselíus- ardóttir og Ásgeir Siguðrsson, frá ísa- firði, til að vera með okkur það sem eftir var dags, svo og á dansleik sem fyrirhug- aður var um kvöldið. í fylgd með þeim var einn ágætur félagi okkar, Stefán Leifsson, er verið hafði í heimsókn á Isa- firði og tók síðan þátt í förinni með okk- ur það sem eftir var. Ásgeir Sig. er bæði formaður H.F.V. og einnig Landssam- bandsins. Um kvöldverðarleytið var svo hópurinn sestur að veglegu kvöldverðar- hófí, sem Harmoníkufélagið veitti ókeyp- is. Síðan var haldið að félagsheimilinu Vogalandi í Króksfjarðamesi. Þar héldum við dansleik um kvöldið fyrir fullu húsi, sem tókst prýðisvel. Um kl. hálf fjögur voru allir komnir á gististað. Sex af okk- ur gistu á Bæ, þar er gistiþjónusta. Sunnudagurinn heilsaði með hagstæðu veðri. Um hádegisbil héldum við úr hlaði, eftir að hafa kvatt heimafólk með þakklæti, og hjónin blessuð frá ísafirði. Bjart veður og gott hélst langleiðina heim. Frá Blönduósi lögðum við smá- lykkju á leið okkar og skruppum á Skagaströnd, og fengum okkur kaffi í „villta vestrinu" þar, Kántrý-bæ. Sjálfur séffinn var að heiman. Mikill gleðskapur var í rútunni, sem hélst allt til ferðaloka. Virtist þó nokkuð ort í ferðinni. Það var talið af þeim, sem flest allar skemmti- ferðir félagsins hafa farið, og þær eru orðnar mjög margar, að aldrei hafi verið fjörugra en í þetta sinn. Hafi fararstjóri, bflstjóri og allt samferðafólk kæra þökk fyrir samfylgdina. Hákon Jónsson Sérstakt áskriftartilboð fyrir nýja áskrifendur Harmoníkunnar! 5

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.