Harmoníkan - 28.02.1996, Blaðsíða 6
Grænlandsför
Spilað í gamla bcenum
Það var í byrjun marsmánaðar, að
síminn hringdi og ég kölluð í símann.
Það var þá formaður menningarráðs ísa-
fjarðar. Atti hann þá að erindi að bjóða
mér að fara til Grænlands í boði bæjar-
stjómar Nanortalik sem er vinabær Isa-
fjarðar. Ég vissi satt að segja ekki hvaðan
á mig stóð veðrið. Þar átti að vera menn-
ingarvaka, þar sem allir vinabæir Norð-
urlanda áttu að senda fulltrúa. Það þótti
við hæfi að senda mig, konu til að spila á
harmoníku. Ég spurði hvemig músík ég
ætti að spila. Svarið var - bara spila eitt-
hvað fjörugt. Það var nú það. Með hjart-
að niður í skóm, bað ég um frest, og
hann fékk ég. Ekki vissi ég hvernig ég
ætti að snúa mig út úr þessu. En freist-
ingin var mikil. Átti ég að sleppa þessu
einstæða tækifæri til að sjá Grænland, og
kynnast Grænlendingum. Þá datt mér í
hug að fá leyfi til að fá með mér gítar-
leikara, Sigurð Friðrik Lúðvíksson, sem
er samkennari minn við skólann. Það
gekk eftir. Þá var að athuga hvað við
gætum fram borið. Ákváðum við að
leika eingöngu íslensk lög. Þá var farið
að safna efni. Að lokum höfðum við sett
40 lög á efnisskrána. Hófust nú æfingar
af miklu kappi. Þess má geta að gítarleik-
arinn er ágætur söngvari og ekki spillti
það fyrir. Svo var lagt af stað út í óviss-
una. Átjánda júní var ekið til Reykjavík-
ur og átti að fljúga út 22. júní. Mættum
við þann morgun í Keflavík, en ekki var
hægt að fljúga vegna veðurs á Græn-
landi. Daginn eftir flugum við svo til
Narsarssuaq. Vorum við komin þangað
um ellefu leytið fyrir hádegi. Var stór-
kostlegt að horfa út og sjá landslagið.
Þegar inn í flugstöð var komið, var
okkur sagt að við fengjum flug til
Nanortalik um kvöldið. Nú voru góð ráð
dýr, því að þennan dag var þjóðhátíð
Grænlendinga og áttum við að spila þar.
Ur þessu rættist þó. Ég var að horfa út
um glugga stöðvarinnar og sá þá þyrlur
lenda og aðrar að fara. Þá fór ég að
hugsa. Guð almáttugur, við eigum þó
ekki að fara í þyrlu. Ég hef nefnilega
alltaf verið mjög flughrædd. í ljós kom
að við áttum að flýta för okkar og áttum
að fara eftir klukkustund, og í þyrlu. Jæja
ekki varð aftur snúið. í þyrluna fór ég og
leið bara býsna vel. Sú ferð tók um
klukkustund. Glæfraleg var hún en mik-
ilfenglegt landslagið fyrir neðan okkur
heillaði mig svo að ég gleymdi öllu sem
heitir flughræðsla. Þegar til áfangastaðar
var komið var fjöldi manns á flugvellin-
um og var vel tekið á móti okkur. Var
okkur vísað til húss þar sem við áttum að
gista. Var það hjá hjónum með tvö böm.
Hátíðarhöld vegna þjóðhátíðar voru í
fullum gangi á torgi bæjarins, svo að
þangað var haldið. Allir bæjarbúar voru
mættir á staðinn og mikið um að vera.
Um kvöldið var skemmtun í íþróttahús-
inu. Okkur var sagt að mæta þar. Þurft-
um við að ganga með hljóðfærin, nokkuð
langa leið þar sem fáir bflar eru á staðn-
um. Þegar þangað var komið var húsið
troðfullt af fólki.
Sýnt var grænlenskt leikrit, þar sem
aldraðir léku. Ekki skildum við hvað
fram fór. En leikendur skemmtu sér svo
vel að það smitaði áhorfendur og
skemmtum við okkur hið besta. Síðan
við á svið. Var leikið og sungið góða
stund og var okkur vel tekið.
Síðan voru grænlenskir dansar. Þótti
mér mikið til koma. Þar var grænlenskur
harmoníkuleikari sem spilaði af hjartans
list. Þarna voru dansarar á öllum aldri,
mikið ef sá elsti var ekki um áttrætt. Þá
6