Harmoníkan - 28.02.1996, Side 9

Harmoníkan - 28.02.1996, Side 9
pappír“ var 27.200,- krónur og var spurt í hverju þetta fælist? Ásgeir svaraði því - prentuð voru jólakort og þakkarspjöld í það miklu magni að þau duga í nokkur ár. Reikningamir voru samþykktir mótat- kvæðalaust. Fundargerð síðasta haustfundar Gunnar G. Gunnarsson ritari Gerð var athugasemd við eitt atriði í fundargerðinni: "Þau lög sem unnu til verðlauna á síðasta landsmóti stóð til að gefa út á geisladiski". Þetta er ekki rétt, því aldrei stóð til að gefa út nema nótna- hefti með lögunum og leiðréttist þetta hér með. Fundargerðin var samþykkt eftir þessa leiðréttingu. Landsmót S.Í.H.U. 1996 Sigrún Bjarnadóttir formaður H.F.R. dreifði bæklingum um Laugaland í Holt- um, en þar verður næsta landsmót. Þetta er kjörinn staður fyrir landsmót, því hann hefur uppá svo margt að bjóða sem fellur vel að landsmótshaldi. Góð tjaldstæði, húsbílastæði, svefnpokapláss fyrir rúm- lega 200 manns, í skólanum kojur með dýnum og sundlaug. Þá er hægt að dansa á tveimur stöðum í sama húsi án þess að dansleikimir trufli hvor annan. Minni sal- urinn tekur rúmlega 150 rnanns, en stóri salurinn er sjálfur íþróttasalurinn en þar verða tónleikamir haldnir. Sigrún vissi af samkomu í þessum sal með um 700 manns. Nóg er af snyrtingum í húsunum og verða reistar nýjar snyrtingar fyrir tjaldstæðin. Innganga á sviðið er um ein- ar dyr og út um aðrar, þannig að ekki þarf að koma til árekstra þegar skipt er inná og út. Fjölmennari hljómsveitum verður skipað á tvo palla. Varðandi video-upp- tökur eru þau að skoða ýmislegt. Stóri gallinn við svona upptökur er, að maður veit aldrei fyrr en eftirá hvort vel hefur tekist til eða ekki. Dagskráin gæti litið út eitthvað þessu líkt: Fimmtudagur 20/6: Aðalfundur S.Í.H.U. um kvöldið Föstudagur 21/6: Tími fyrir æfingar f.h. Tónleikar eftir hádegi. Dansleikur um kvöldið - félögin spila. Laugardagur 22/6: Æfingar f.h. Tón- leikar og dagskrá einleikara eftir hádegi. Vladmir Cuchran frá Tékklandi sýnir listir sínar á harmoníkuna. Dansleikur um kvöldið í báðum sölum, félögin leika aft- ur fyrir dansi. Vladmir óskaði eftir að vera með kennslufyrirlestur og gæti hann t.d. orðið á sunnudagsmorguninn. Túlkur verður á staðnum. Þessi Tékki er um fimmtugt og er harmoníkukennari og hljómsveitar- stjóri. Það er víst mikil breidd í spila- mennsku hans og efnisskráin verður klassísk. Að lokum vildi Sigrún taka þetta fram. Þeir sem ætla að panta sér hótelgistingu verða að aka 10 km leið til Hellu og ættu að hugsa út í það fyrr en seinna - hótel er það eina sem vantar á þennan stað. Lög S.Í.H.U. Guðrún Jóhannsdóttir og Sigrún Bjamadóttir 1. Lög S.Í.H.U. hafa verið í endurskoð- un s.l. 5 ár og lögðu þessar konur nú fram ákveðnar tillögur að lagabreyt- ingum. Tillögurnar voru lesnar upp og menn gerðu við þær athugasemdir og síðan voru þessar breytingar sam- þykktar af fundarmönnum. Mikill tími fundarmanna fór í að kryfja þessi lög enn einu sinni til mergjar og yrði of langt mál að tíunda það allt hér. Þessar tillögur verða fluttar á aðalfundinum í vor nákvæmlega eins og þær voru samþykktar nú og þá verða þær vænt- anlega samþykktar og þar með eru þær ekki tillögur lengur heldur orðnar að nýjurn lögum S.Í.H.U. (I lögunum stendur: Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi). 2. Tillaga hafði verið gerð að stofnun „Styrktarsjóðs S.I.H.U.“, en vegna þeirra breytinga sem nú voru gerðar á lögum Sambandsins heitir þetta eftir- leiðis „Reglugerð um styrkveitingar S.Í.H.U.“. 3. Önnur reglugerð með lögunum var líka samþykkt, en hún heitir: „Reglu- gerð um verðlaunaveitingar S.I.H.U.“ Eftir landsmótið í sumar verða nýju lögin og reglugerðirnar gefnar út að nýju og hver veit nema þetta verði birt hér í Harmoníkunni. Ásgeiri formanni fannst mikill léttir að við skyldum nú loksins vera komin fram úr þessum lögum og vonar að þau verði sam- þykkt í sumar. Ákvörðun um árgjald félaganna til S.Í.H.U. Ásgeir formaður lagði til að það yrði óbreytt kr. 2.000,- á hvert aðildarfélag. Nokkrar umræður spunnust um árgjald- ið. Einn stakk uppá 2.500,- krónur, annar að árgjaldið færi eftir félagatölu t.d. 100 kr. pr. félaga, en að lágmarki 2.000,- en að hámarki 10.000,- krónur. Samþykkt óbreytt árgjald. Landsmótið 1999 Ásgeir formaður: Nauðsynlegt er að á næsta aðalfundi liggi fyrir tilboð frá einhverju félagi um að halda næsta landsmót. Hverjir ætla að bjóða uppá næsta landsmót? Staða harmoníkunnar í nútímaþjóð- félagi Ásgeir flutningsmaður: Þegar maður lítur á þennan aldurshóp sem er í þessum harmonfkufélögum eins og t.d. á ísafirði, þá eru fáir undir fertugu en flestir yfir fimmtugt. Hvar er það fólk sem tekur við af okkur þessum gömlu? Hvar er unga fólkið sem á að taka við á haustráðstefuwmi við störfífundarsalað Varmalandi. 9

x

Harmoníkan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.