Harmoníkan - 28.02.1996, Blaðsíða 10
Asgeir S. Sigurðsson form. SIHU. afhendir þeim mœðgum Páht Geirsdóttur og Jóhönnu
Þórarinsdóttir minjagrip fyrir að sjá um og matreiða holla og góða nœringu handafundar-
gestum ráðstefmidagana að Varmalandi.
eftir örfá ár? Þetta verða gamalmennafé-
lög. I tónlistarskólum landsins er fullt af
ungu fólki. Harmoníkan var í lægð á
þeim árum sem við erum að tala um að
vanti fólk, því þá voru strengjahljóðfærin
allsráðandi. Hvernig getum við laðað
fólk inn í félögin? Hvernig getum við
gert ásýnd félaganna unglegri? En mér
finnst samt staða harmoníkunnar fara
batnandi frá því sem hún var fyrir
nokkrum árum.
Hér koma svo nokkrar glefsur úr þeim
umræðum sem á eftir fóru:
Við eigum að spila fyrir unga fólkið
þau lög sem það vill heyra. - Hvernig
væri að félögin keyplu eintök af Harm-
oníkunni og gæfu þau í skólana, á sjúkra-
húsin og heilsugæslustöðvarnar? - Við
þyrftum í auknum mæli að tala við
stjórnendur skólanna og spyrja þá hvort
þeir bjóði uppá kennslu á harmoníku og
ef þeir gera það ekki, þá af hverju ekki? -
Til eru skólar sem beinlínis eru á móti
því að kenna á harmoníku. - Þegar ég
spila fyrir gamla fólkið þá fer það mikið
út á gólfið þegar ég spila gamla slagara
úr stríðinu, en ekki svo mikið þegar ég
spila ræla og polka. Eg er líka orðinn
þreyttur á þessu eilífa samasem merki
milli harmoníkunnar og eldri borgara. -
Danskennslu vantar í grunnskólunum; að
ungt fólk læri að dansa eftir þessum takti
sem sleginn er þegar spilað er á harm-
oníku, vals, ræl og polka. Það verður að
læra þennan dans, því ef menn kunna
ekki dansinn þá fara menn ekki út á gólf-
ið. - Það er vandamál að fá fyrir dans-
skóla plötur með réttum hraða, en plöt-
urnar með örvari hafa okkur þótt bestar. -
Af hverju kaupir ungt fólk ekki diska
með harmoníkuleik? Það eru ekki til
neinar "patent" lausnir á þessu vanda-
máli, en aðal málið er að efla áhugann
hvaða leiðir sem við förum og gera
harmoníkuna vinsæla t.d. væri hægt að
hugsa sér hugmyndasamkeppni um
hvernig við förum að þessu.
Svo mörg voru þau orð og í rauninni
voru miklu lleiri sem tjáðu sig um þessi
mál og ítarlegar verður getið í fundar-
gerðarbók.
Blaðið Harmoníkan
Ásgeir formaður:
Samþykkt er fyrir því, að á hverjum
haustfundi sé ákveðinn styrkur til blaðs-
ins. Samþykkt var að hækka styrkinn úr
70.000,- í 100.000,- krónur og engin
mótatkvæði. Lagt var til að félögin skipt-
ust á að afla auglýsinga í blaðið og að
stjórnir félaganna ræddu sín á milli
hvernig best yrði að fjölga áskrifendum.
H.F.R. kaupir blöð og dreifir í heilsu-
gæslustöðvarnar. Hilmari og Þorsteini
var sérstaklega þakkað fyrir að fórna svo
miklum frítíma í að gefa út þetta blað og
að það yrði seint fullþakkað.
Önnur mál
1. Bréf barst frá Nikkólínu: Núverandi
fundartími á haustfundi er fremur óhent-
ugur vegna haustanna. Er möguleiki að
breyta fundartíma og hafa hann í byrjun
september?Stjórnin kemur til að íhuga
þessi tilmæli. 2. Hilmar Hjartarson þakk-
aði styrkinn fyrir hönd þeirra Þorsteins.
Það er þessi styrkur frá S.Í.H.U. sem
heldur í okkur lífinu. Það eru liðlega 300
áskrifendur og auglýsingar halda því
ekki á floti. Við blásum alltaf lífi hvor í
annan á haustin og hefjum skriftirnar eft-
ir þessa hvatningu. öllum á fundinum
voru afhentar lyklakippur blaðsins að
gjöf. (Blaðið Harmoníkan verður 10 ára
14. apríl 1996 og vill svo einkennilega og
skemmtilega til að sama dag eiga þeir af-
mæli Hilmar og Þorsteinn - innskot rit-
ara)
Kynning á kennslugögnum
Hafsteinn Sigurðsson
Þau Messíana hafa verið að samræma
stigspróf í harmoníkuleik. Þau tóku sam-
an tónstiga og æfingar sem fólk þarf að
kunna utanbókar þegar það tekur stigs-
próf á hljóðfærið. Nú hafa þau lokið
námsefni fyrir 3 fyrstu stigin. Þetta
námsefni verður nú sent til um 20 harm-
oníkukennara víðsvegar af landinu til
umsagnar. Því næst fá þau þetta aftur
með þeim ábendingum sem hver og einn
vill gera. Þá er komið að því að samræma
óskir sem flestra kennaranna og búa þetta
í endanlegan búning. Þar með er komið
samræmt verkefni og próf í þremur
fyrstu stigum í harmoníkuleik. Til grund-
vallar þessum stigum var alltaf tekið mið
af samskonar stigum fyrir önnur hljóð-
færi. Sérstakar þakkir eiga skilið Haf-
steinn í Stykkishólmi og Messíana á ísa-
firði fyrir að hafa unnið þetta verk.
Símastyrkur
Guðrún gjaldkeri lagði til að síma-
styrkurinn til formanns yrði hækkaður úr
10.000,- í 20.000,- krónur . Þetta var
samþykkt gegn einu mótatkvæði, Ásgeirs
sem ekki vildi hækkun, en enginn einn
má við margnum.
Skipuð nefnd
Einar Guðmundsson frá Akureyri
lagði til eftir þær umræður sem spunnust
áður um stöðu harmoníkunnar í nútíma
þjóðfélagi, að skipuð yrði þriggja manna
nefnd sem kæmi með tillögur um hvemig
10