Harmoníkan - 28.02.1996, Qupperneq 11

Harmoníkan - 28.02.1996, Qupperneq 11
hægt væri að glæða áhuga almennings á harmoníkunni og öllu því sem henni tengist. Þetta var samþykkt. (Sjá pistil Ásgeirs hér í blaðinu um þetta efni). Myndbönd frá síðasta landsmóti Enn eru til sölu hjá félögunum video- spólur 1. og 2. Daniel Isaksson og Tatu Kantomaa ásamt Reyni Jónassyni, Braga Hlíðberg og Gretti Bjömssyni. Hin spól- an, Hljómleikar félaganna. Á fundinum var kynnt ný spóla sem Héraðsbúar sáu um að gefa út með leik Tatu Kantomaa ásamt Einari Guðmundssyni frá Akureyri og Hafsteini Sigurðssyni frá Stykkis- hólmi. Þetta er upptaka af harmoníkutón- leikum sem haldnir voru 1. maí 1995 í Félagsheimili Kópavogs. Spólan er til sölu hjá félögunum og náttúrulega helst að fá hana hjá Héraðsbúum. Að lokum Ásgeir sagði að ísfirðingar ætluðu sér að fylla eitt Harmoníkublað af auglýsing- um og sagðist vona að önnur fylgdu í kjölfarið. Hann þakkaði Borgfirðingum fyrir skipulagninguna og framkvæmdina á þessum haustfundi sem honum þótti takast vel, svo og fundarstjóra fyrir fund- arstjórn og fundarmönnum fundarsetuna og óskaði öllum góðrar heimferðar. Fundi slitið. Virðingarfyllst Gunnar G. Gunnarsson ritari S.Í.H.U. MOLAR Norski harmoníkuleikarinn Henry Hagenrud varð 70 ára á síðastliðnu ári. í afmælisgrein um Hagenrud í Trekkspill Nytt, sem norska harmoníkusambandið gefur út, er greint frá því að Hagenrud hafi leikið, ásamt fleirum á fyrstu „ster- eo“ breiðskífu sem gefin var út í Noregi. Þ.Þ. íslensk dægurlög og höfundar íslensk dægurlög eru ekki mörg til frá fyrstu áratugum aldarinnar en þó voru til ungir menn og konur, sem reynt höfðu að setja saman laglínur og margir þeirra voru harmoníkuleikarar. Lagasmiðimir áttu sameiginlega þörf- ina að túlka tilfinningar og hughrif, sem þeir urðu fyrir í amstri dagana. Fæstir þeirra höfðu tónlist að aðalstarfi og nokkrir voru rétt stautfærir, þegar nótur voru annars vegar. En þeir áttu það einnig sameiginlegt að semja lög sem þjóðin tók fagnandi. Þeir voru andlegir fagurkerar og sann- kölluð alþöðuskáld. Tónlistarlíf á íslandi var heldur fá- brotið fyrstu tvo áratugi aldarinnar og segja má að þeir séu af þeirri kynslóð, sem hafði betri aðgang að hljóðfærum heldur en áður hafði þekkst. Flestir höfundanna hófu að semja tón- list ungir að árum, en þeir voru líka til, sem ekki sendu frá sér lög fyrr en eftir miðjan aldur. Fyrstu lög aldursforsetans í hópnum urðu t.d. ekki til fyrr en um 1950 en íslensk dægurlagatónlist tók mikinn kipp það ár og næstu ár varð sannkölluð uppsveifla í þessari tónlistar- grein. Frá þeim tíma urðu þáttaskil í lífi margra tónlistarmanna, sem fram að því höfðu verið að semja lög, án þess bein- línis að halda þeim til haga. Árið 1950 hófst danslagakeppni S.K.T. (skemmtiklúbbs templara). Sam- komuhús góðtemplara „Gúttó“, sem stóð milli tjarnarinnar og Alþingishússins varð vettvangur Islandsmóts í danslaga- gerð. Fram að þessu höfðu nokkrir ungir hörpusveinar getið sér gott orð fyrir laga- smíðar. Sigfús Halldórsson þekktu allir, en rúmum áratug áður hafði hann slegið í gegn með laginu „Við eigum samleið“. Organistinn og skósmiðssonurinn úr Olafsvík, Oliver Guðmundsson, sá hæg- láti heiðursmaður, hafði samið marga óvenju ljóðræna valsa, þar á meðal „Hvar ertu?“, aðeins fimmtán ára gamall. Og í Vestmannaeyjum var ljúflingurinn Oddgeir Kristjánsson á góðri leið með að verða þjóðskáld. En danslagakeppni S.K.T. olli straumhvörfum. Þá urðu landsfrægir á einni nóttu höfundar eins og Svavar Benediktson klæðskeri „Hjá Andrési", Steingrímur M. Sigfússon org- anisti á Patreksfirði, Ágúst Pétursson húsgagnasmiður í „Gamla kompaníinu“, Jenni Jóns á Hreyfli, Freymóður Jóhann- son listmálari og Jónatan Ólafsson hljómsveitarstjóri og gjaldkeri hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Og ekki vantaði fjölbreytnina hjá nöju mönnnunum. Þarna voru valsar, polkar, skottísar, tangóar, rúmbur, sömbur, slow fox og yfirleitt allir danstaktar, sem þekktust. Plötusalan margfaldaðist og öll þjöðin naut ávaxtanna af S.K.T. keppninni í gegnum útvarpið. Sigurvegararnir hverju sinni urðu þjóðhetjur og hið unga löðveldi hafði fulla þörf fyrir þjóðhetjur. Þá má ekki gleyma textahöfundunum. 1 þeirra hópi voru jafnvel þjóðskáld á borð við Tómas Guðmundsson og Krist- ján frá Djúpalæk. Auk þess voru margir ágætis hagyrðingar, sem munaði ekki um að hrista dægurlagatexta fram úr erminni með litlum fyrirvara. Þeir fjölluðu um sjómannslífið, vín og víf, en oft einfald- lega um fegurð lífsins. Einn þáttur í starfi Félags harmoníkuunnenda í Reykjavík undanfarin þrjú ár hefur verið kynning á íslenskum dægurlagahöfundum. Þessi þáttur í starfi félagsins hefur vakið verð- skuldaða athygli hins almenna félags- manns og gefið hljóðfæraleikurum fé- lagsins tækifæri til að kynnast íslenskum dægurlagahöfundum betur en ella. Harmoníkuleikarar úr röðum félags- manna hafa tekið að sér að setja saman hljómsveitir til verksins. Oftast hefur þurft að sækja aðstoðarmenn utan félags- ins og hefur margt af besta söngfólki landsins lagt félaginu lið og að eigin sögn haft mikið gagn og gaman af. Friðjón Hallgrímsson Félög sem ætla að halda útihátíðir í sumar athugið. Við bjóðum ykkur að koma upplýsingum í næsta blað. Útgefendur 11

x

Harmoníkan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.