Harmoníkan - 28.02.1996, Page 12

Harmoníkan - 28.02.1996, Page 12
SVAVAR BENEDIKTSSON í kynningu íslenskra dægurlagahöfunda Karl Svavar Lilliendahl Benediktsson var fæddur á Norðfirði, sem í dag heitir Nes- kaupsstaður 20.maí 1912. Hann var ekki gamall þegar hann fór að gjóa í hljóðfæri, enda með tónlistagáfu í blóðinu. Þar að auki blésu tónlistarvindar um Austfirði á þessum árum. Þar voru ekki aðeins austfirskir tón- listarmenn að verki, heldur auk þess norrænir sjómenn, norskir og sænskir, sem auðguðu tón- listarmenningu fjarðanna, með seiðandi harmoníku- og fiðlu- leik. Það átti þó ekki fyrir Svavari að liggja að leika mikið fyrir Austfirðinga, því tvítugur að aldri, í miðri kreppunni, flutti hann til Reykjavíkur og þar hófst ferill hans sem hljóðfæra- leikara. Eftir stuttan stans í höf- uðborginni llutti hann vestur í Stykkishólm til að læra klæð- skeraiðn. í Hólminum hressti hann upp á tónlistarlífið með harmoníkuleik á dansleikjum, en auk þess starfaði hann við leikfélagið á staðnum. Það var svo í stríðsbyrjun að Svavar flutti til Reykjavíkur aftur á vit frekari ævintýra. Hann hóf störf hjá Andrési Andréssyni klæðskera og þar átti starfs- vettvangur hans eftir að vera næstu þrjá- tíu árin. En harmoníkuna skyldi hann ekki við sig og hóf nú að leika á dansleikjum vítt og breitt í Reykjavík og nágrenni. Á þessum tíma var Svavar einn af þessum harmoníkuleikurum, sem léku fyrir dansi. Allt voru það lög, sem einhverjir aðrir höfðu samið, en það átti eftir að breytast. Árið 1950 hófst danslagakeppni SKT, sem var skemmtiklúbbur templara, en templarar voru ekki síður skemmtilegir þá en í dag. Næstu árin var þetta svo ár- viss atburður í tónlistarlífi landsmanna og vinsældir jukust með hverri keppni. Það var svo veturinn 1952, að Svavar Benediktsson samdi sitt fyrsta lag og sendi það í keppnina. Hann fékk mág sinn, ljóðskáldið Kristján frá Djúpalæk til að gera texta. Og þessir tveir andans fag- urkerar hittu beint í mark. Nótt í Atlavík vann fyrstu verðlaun í keppni gömlu dansanna. Og nú var skammt stórra högga á milli. Hafi Svavar slegið í gegn með Atla- víkinni, átti hann eftir að bæta um betur, og það svo um rnunaði. Næsta ár vann hann aftur og nú með en meiri yfirburð- um. Þá hlaut fyrstu verðlaun valsinn, sem varð á svipstundu þjóðsöngur íslenskra sjómanna og hefur verið æ síðan. Að sjálfsögðu átti Kristján á Djúpalæk frá- bæran texta við þetta glæsilega lag, sem sló svo eftirminnilega í gegn. Þetta var Sjómannavalsinn. 1954 hlaut svo valsinn um Eimskipafélagsfossana fyrstu verð- laun. Og þar með hafði Svavar sigrað þrjú ár í röð og 1955 náði Eyjan hvíta öðru sæti. ðll þessi ár átti Svavar lög í verðlaunasætum í keppni nýju dansanna. Þá má ekki gleyma að keppinautar Svavars voru engir aukvisar. Má þar nefna Ágúst Pétursson, Jónatan Ólafsson, Jenna Jóns og Magnús Pétursson, svo einhverjir séu nefndir. Til marks um vinsældir hans, var oft tekið sérstaklega fram í dansleikjaauglýsingum að kynntur yrði nýr vals eftir Svavar Benediktsson. Og þó svo að lögin hans væru í hin- um ýmsu danstöktum, urðu valsarnir flestir og ber hann því heitið valsakóngurinn með réttu. Fjölmargir urðu til að flytja lög Svavars, svo sem Sigurð- ur Ólafsson, Alfreð Clausen, Smárakvartettinn að ólgleymdum Öddu Örnólfs og Ólafi Briem sem gerðu Nótt í Atlavík og fleiri lög að hálfgerðum þjóðlögum. Og þó plötuútgáfa væri ekki stór í sniðum á þessum árum, fóru mörg lög Svavars Ben. inn á plötur sem runnu út eins og heitar lummur. Þar má nefna Baujuvaktina, Hún bíður þín, Við Sundin, Tog- ararnir talast við og mörg fleiri. Alla vinsælustu textana átti Kristján frá Djúpalæk og þeir komu svo sannarlega frá hjartanu eins og lögin. Svavar Benediktsson lék fyrir dansi fram á sjöunda áratuginn en þá var mörg- um harmoníkum lagt og Bítlatónlistin tók við. En hann hélt áfram að semja tónlist, þó mesti galsinn væri af honum. Þá má ekki gleyma að alla tíð tók Svavar þátt í starfsemi leikfélaganna í Reykjavík og var meðal annars í Bláu stjörnunni, sem stóð fyrir gríni og glensi á þessum árum. Svavar Benediktsson lést 3.ágúst 1977, austfirski hörpusveinninn var kom- inn heim. Friðjón Hallgrímsson tók saman. ÁSKRIFANDI! Spyrjið vini ykkar hvort þeir séu áskrifendur að Harmoníkunni. Sérstakt tilboð fyrir nýja áskrifendur. Útgefendur 12

x

Harmoníkan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.