Harmoníkan - 28.02.1996, Qupperneq 15
Frá Félagi harmoníku-
unnenda Norðflrði
Heilir og sælir útgefendur góðir. Af
okkar félagi er það helst að frétta að
nýliðið ár var samfellt og gott starf í fé-
laginu. Virkir félagar sem hittast reglu-
lega og spila eru sjö og höfum við haldið
hópinn í fjögur ár. Frá miðjum janúar
1995 og fram til vors hittumst við á
hverju mánudagskvöldi og tókum lagið
saman. Síðasta ár höfum við haft athvarf
í Tónskólanum og notið leiðsagnar Egils
Jónssonar tónlistarkennara. Um miðjan
maí vorum við með skemmtifund í
Slysavamarfélagshúsinu og var þar spil-
að og dansað af hjartans list. Við spiluð-
um einnig við sjómannadagshátíðahöld-
in í Neskaupsstað. Um Jónsmessuna spil-
uðum við í brúðkaupi í Fellum á Héraði.
Það var afar skemmtileg veisla sem hald-
in var úti í hlöðu og þar sátum við á hey-
böggum og spiluðum fyrir dansi á ekta
hlöðuballi. Það var stillt og milt veður
um kvöldið og mikil rómantík. Ekki varð
okkur meint af þessu en ein harmoníkan
fékk nokkuð svæsna heymæði og er ekki
alveg búin að ná sér.Sömu helgina spil-
uðum við á bryggjuhátíð á Reyðarfirði.
Um verslunarmannahelgina var haldinn
harmoníkudansleikur í skólahúsi sem
stendur á Kirkjumel hér í sveit. Ballið
fékk góðar undirtektir og ég held að fólki
finnist góð tilbreyting í svona ekta harm-
oníkuballi en við höfum ekki notað nein
auka hljóðfæri við þessi tækifæri, aðeins
harmoníkur. Á Neistaflugshátíðinni spil-
uðum við einnig á útimarkaði og við
fleiri uppákomur og vorum því bundnir
hér heima á meðan Þrastaskógarsam-
koman stóð. Eftir á að hyggja finnst okk-
ur vanta svolítið á sumarið af þeim sök-
um þó vissulega hafi verið gaman að fá
tækifæri til að spila svona mikið hér
heima. Við félagamir höfum einnig kom-
ið fram og spilað dinnermúsik við matar-
veislur og ýmis tækifæri og stefnan er að
sleppa engu færi á að koma harm-
oníkunni á framfæri og reyna að auka
veg hennar og vinsældir sem mest. í
haust fór af stað danshópur sem hittist á
hverju sunnudagskvöldi og fengum við
leiðbeinendur í annað hvert skipti. Við
dönsum aðallega gömludansana og not-
um ýmist segulband eða lifandi harm-
oníkutónlist. Þetta er ágæt skemmtun og
Harmoníkuleikarar frá Norðfirði.
styrkir vissulega okkur félagana sem
stundum þessa fótamennt sem spilara,
því að við höfum svo sannarlega rekið
okkur á að það er nauðsyn hverjum spil-
ara að kunna nokkuð fyrir sér í dansi. Á
nýársnótt héldum við smágleði í sam-
vinnu við danshópinn og höfðum opið
hús í Slysavarnarhúsinu. Okkur finnst
áhuginn alltaf aukast og hópurinn stækka
sem vill njóta svona skemmtunar með
okkur. Það er mikils virði að fá tækifæri
til að koma fram og spila því að það er
grundvöllur að framförum félaganna. f
vetur hófust æfingar í septemberlok. Síð-
an kom smájólafrí en æfingar voru
komnar í gang aftur um miðjan janúar.
Ákveðið er að spila í nokkur skipti í vet-
ur á sjúkrahúsinu og elliheimilinu en að-
almarkmiðið núna er landsmótið í sumar.
Einhverjar breytingar verða á félaginu
þar sem einn er að flytja af staðnum en
okkur er jafnframt að bætast liðsauki.
Ungur piltur sem stundað hefur nám um
tíma í tónskólanum er að ganga í okkar
raðir og vonum við að hann komi með
okkur á landsmót. Að lokum viljum við
þakka öllum þeim mörgu vinum sem við
eigum vítt og breitt um landið fyrir allar
þær gleðistundir sem við höfum átt við
spil og spjall á liðnum árum og óskum
alls hins besta á nýju ári.
Fyrir hönd Félags harmoníku-
unnenda Norðfirði
Omar Skarphéðinsson formaður.
MOLAR
Til er bók sem heitir „Encyclopedia of
Jazz“, einskonar biblía jazzunnenda. Þar
má finna ýmiskonar upplýsingar um
marga fræga jazzleikara, þar á meðal Art
Van Damme sem er kunnur fyrir að leika
jazz á harmoníku. í bókinni er greint frá
því að Van Damme sé fæddur 4/9 1920.
Því var það að honum bárust heillaskeyti
í september s.l. frá Evrópu í tilefni 75 ára
afmælis hans. Hið rétta er að hann átti af-
mæli 9. apríl s.l. en ekki 9. september og
byggist misskilningurinn á því að Banda-
ríkjamenn byrja á að telja mánuðinn, síð-
an dag mánaðarins og loks ártalið. Á evr-
ópska vísu eins og við eigum að venjast
er það ritað 9/4 1920. í erlendu blaði þar
sem afmælisins er minnst, er greint frá
því að hann sé hættur öllu tónleikahaldi.
Þ.Þ.
15