Harmoníkan - 28.02.1996, Side 18

Harmoníkan - 28.02.1996, Side 18
Listaklúbbur Leikhúskj allarans Listaklúbbur Leikhúskjallarans hefur í vetur haldið skemmtanir þar sem marg- víslegar listgreinar hafa verið í boði. Að- alhvatamaður Listaklúbbsins er Sigríður Margrét Guðmundsdóttir og skipulegg- ur hún og velur það sem í boði er hverju sinni. Hún leitaði til Reynis Jónassonar og fékk hann til að kynna harmoníkuna, sem var mánudaginn 8. janúar s.l. kl. 20:30. Aðsókn fólks var mikil og skömmu áður en kynningin hófst, varð ljóst að ekki voru til næg sæti fyrir gesti. Var því stólum bætt við á dansgólfið fyr- ir framan hljómsveitarpall. Reynir hóf tónleikana á því að spila ljúft lag eftir sænska vísnasöngvarann Evert Taube en á eftir fylgdu nokkur þekkt lög eftir val- inkunna harmoníkuleikara, t.d. Arnstein Johansen, Pietro Frosini og Braga Hlíð- berg svo einhverjir séu nefndir. Eftir hlé á tónleikunum bættust við þeir Bjarni Sveinbjörnsson á bassa, Edwin Kaaber á gítar og Sveinn Óli Jónsson á trommur. Var tekið fyrir víðara svið harmoníku- tónlistar t.d. leiknar syrpur af vinsælum frönskum og ítölskum lögum og s-amer- ísk tónlist. Þá fékk „jazz“-inn sinn skammt og þar fengu bæði bassa- og gít- arleikarinn að sýna snilli sína með sóló í einum kafla eða svo. Reyni dugðu ekki minna en fjórar harmoníkur til að nota á kynningunni; í maí á síðasta ári var haldið alþjóð- legt harmoníkumót „5. Internationales Akkordeon-Festival 1995“ í Innsbruck, með tónleikahaldi og keppni. Alls tóku þátt um 270 harmoníkuhljómsveitir og minni hópar frá 12 löndum og var keppt í 11 greinum. Hátíðin var dagana 4.-7. maí að báðum dögum meðtöldum og var leik- ið á sjö stöðum samtímis í samtals 74 klukkustundir, og voru 36 alþjóðlegir dómarar sem dæmdu. Vert er að geta þess að öll skipulagning og framkvæmd móts- ins var í höndum aðeins fjögurra einstak- linga, en til að geta sér til um umfang svona móts, þá komu þátttakendur í rúm- lega 300 hópferðabílum auk einkabif- reiða. Verðlaun voru afhent í skautahöll staðarins af forseta þýska harmoníku- sambandsins, sem jafnframt tilkynnti um úrslit í einstökum greinum en viðstaddir voru um 10.000 manns. Þ.Þ. Borsini, Borsini Nostalgic, Ballone Burini sem er „musette" stillt og Excelsior. Undirtektir voru með ágætum og hljóðfæraleikurinn stígandi eftir því sem leið á tónleikana. Það er gott að vita til þess að fólk inn- an hins viðurkennda menningargeira skuli sýna harmoníkunni áhuga, en þar hefur hún löngum átt undir högg að sækja. Sigríður, Listaklúbbur Leikhús- kjallarans og þeir sem þátt tóku eiga hrós skilið fyrir framtakið. Þetta sýnir svo ekki verður um villst, að grundvöllur er fyrir íslenska harmoníkuleikara að halda tónleika, það sýndi fjöldi þeirra sem sóttu þessa skemmtun. En það þarf mikinn og góðan undirbúning, þá ekki hvað síst að hafa öfluga kynningu á þeim, og ekki einskorða sig við höfuðborgarsvæðið. Flytjendur verða einnig að velja það efni sem áheyrendur skilja og vilja heyra, lög sem eru aðgengileg sem flestum en ekki eitthvað sem er svo háfleygt að aðeins örfáir fá notið. Annars er hætt við að fjár- hagsleg afkoma verði rýr. Þ.Þ. MOLAR Harmoníkuþættir Ríkisútvarpsins reyndust stutt gaman því eins og eflaust lesendur vita, þá voru þeir aflagðir s.l. haust. Ástæðan - fjárskortur. Tæplega er hægt að trúa því að útvarpið hafi sparað fé með þessari ráðstöfun því ekki styttist dagskráin neitt að sama skapi og tæplega er dýrara að flytja harmoníkutónlist í út- varpi en ýmsa aðra tónlist. Það kann að vera að það sé eitthvað ódýrara að greiða einstaka pistlahöfundi fyrir að flytja mál sitt í útvarpi en tæplega trúi ég því að t.d. flutningur útvarpsleikrita séu ódýrari, sem þó er nánast daglegur viðburður. En hvað um það - bráðum kemur vonandi betri tíð með blóm í haga því að Reynir Jónasson tjáði mér í stuttu spjalli, að líkur væru á að harmoníkuþættir hæfu göngu sína á ný, næsta sumar. Þ.Þ. Reynir Jónasson í norska blaðinu „Trekkspillnytt“ hvetur stjómandi harmoníkuhljómsveitar útsetjara til að nota alltaf hringi með punktamerkjum í stað þess að nota hin hefðbundnu nöfn eins og Bandon, Organ, Violin o.s.frv. Er bent á að skrifuðu nöfn- in geta verið mismunandi eftir tegundum og nefnir sem dæmi Flute, Sax og Cel- este. Telur stjórnandinn hringamerkin skýrari fyrirmæli og er þessum ábending- um því hér komið til skila til þeirra hér á landi sem fást við að útsetja fyrir harm- oníku. Þ.Þ. Vantar þig harmoníku? Á fyrirliggjandi harmoníkur á lager, ýmsar gerðir. Einar Guðmundsson Akureyri sími 4626140. 18

x

Harmoníkan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.