Harmoníkan - 28.02.1996, Qupperneq 22
Frá vinstri, trommuleikarinn Flemming Qvist Möller og hinn spaugsami
harmoníkuleikari Cari Erik Lundgaard.
Danir skemmta í
ráðhúsinu
í byrjun desember, sunnudaginn
9unda, voru harmoníkutónleikar í Ráð-
húsi Reykjavíkur, í boði Reykjavíkur-
borgar. (Aðgangur var ókeypis.) A senu
stigu tveir Danir, Carl Erik Lundgaard
harmoníkuleikari er lék á tvöfalda
Castagnari nikku og trommuleikarinn
Flemming Quist Möller. Þeir komu fram
kvöldið áður á Hótel Islandi. Þótt margir
Islendingar geymi sínar tvöföldu nikkur
rykfallnar uppi á háalofti er því öðruvísi
varið með Dani, sem í auknum mæli
hafa uppgötvað töfra þessa hljóðfæris. I
kynningu Carl Erik strax í upphafi sveif
um sali ekta danskur húmor og léttleiki.
Dagskráin var í meginatriðum gömul
dönsk gleðirík þjóðlagatónlist. Klapp
hopsa, Kirke pols, Tivoliskottis, Skoda
hopsa, Lífstykki drottningar, Brúðar
hopsa og ll.Skoda hopsa eftir Carl Erik
sem hann tileinkaði vini sínum Gert
Lendal miklum Skodaunnanda í sér-
flokki dró ekki úr húmorfyllingu tónleik-
anna. Ráða mátti léttilega í hvað ástandi
Skodans liði. Hverju lagi fylgdi ítarleg
kynning og þessir listamenn gerðu góða
hluti að mínu mati,trommuleikarinn
mjög fær og ekki síður harmoníkuleikar-
inn. Carl Erik sagði að í danskri tónlist
leyndust oft erlend áhrif, enda skiljanlegt
því að Danmörk hafi alltaf verið opið
land og tekið nöja strauma í tónlist og
tungu frá nágrannnalöndunum fegins
hendi. Ráðhúsið var fullsetið og spilarar
margklappaðir upp í lokin. Til sölu var
hljómdiskur og snælda eftir tónleikana.
Engan tel ég vera svikinn af því efni sem
þar er, og fjölbreyttara hljóðfæraúrval en
á sjálfum tónleikunum. Þar má að auki
finna mörg lög eftir Carl Erik, helming
laganna á disknum. í lokin læt ég fylgja
nokkur orð Carl Erik sjálfs sem ég þöddi
lauslega af plötuumslaginu. Eftir að hafa
spilað á stóra harmoníku í 20 ár fékk ég
fyrir tilviljun milli handa tvöfalda harm-
oníku fyrir 15 árum. Það varð ást við
fyrstu sýn, sem aukist hefur jafnt og þétt
mfð árunum. Að það skyldu liggja
geymdir svona margir möguleikar í þessu
litla hljóðfæri var stórkostleg uppgötvun
og ánægja. En þrátt fyrir nokkuð þrengri
ramma þessa hljóðfæris er það fyrir mig
hvatning frekar en hindrun.
H.H.
Kjartan Ólafsson
Stúfholti
Kjartan Ólafsson frá Stúfholti heldurhérá
gripnum góða.
Að Stúfholti í Rangárvallasýslu býr
Kjartan Olafsson bóndi og harmoníku-
leikari, mikill áhugamaður um allt sem
að þessu hljóðfæri snýr. Hann er fæddur
að Skriðnesenni í Bitrufirði 1. nóvember
1917, en flytur að Stúfholti úppúr 1970.
Á meðfylgjandi mynd sjáum við Kjartan
með A.S.A. Hagström hnappaharmoníku
sem hann keypti af Braga Hlíðberg 1942,
mjög gott hljóðfæri að hans sögn. Kjart-
an spilaði víða á þessa harmoníku, fyrir
dansleikjum í Dalasýslu og Bjarkalundi
hér á árum áður, einnig norður í Stranda-
sýslu. Kjartan seldi hljóðfærið Þorleifi
Finnssyni Dalamanni og núverandi
Hafnfirðingi 1951. Þorleifur lætur hana í
skiptum fyrir píanóharmoníku vorið
1952 hjá Jóhannesi Jóhannessyni sem þá
var með verkstæðið á Laugaveginum.
Ekki náðist að afla frekari vitneskju um
leiðir eða aðra eigendur þessarai' harm-
oníku. Harmoníkan sem er af gerðinni
Granesso a.s.a. Hagström er hvít að lit
skeljuð með gulleitan blæ, skreytt perl-
um, og með krómað hljómborð, fjögurra
kóra með einni skiptingu í hljómborði.
Kjartan hefur gaman af að fylgjast með
félögum sínum í Harmoníkufélagi Rang-
æinga og hann á ennþá harmoníku þó
spilað sé heldur sjaldan á hana.
Stuðst við greinfrá Sverri Gíslasyni
H.H.
22