Harmoníkan - 01.10.1996, Qupperneq 6
Lekavandamál himnanna í
Þrastaskógi 1996
Hilmar Hjartarson
Þau tóku að œfafljótlega eftir að þau hittust Fríðjón og sœnska stúlkan
Annika Bergström sem skemmti mótsgestum í Þrastaskógi mefl leik sín-
um á tvöfalda harmoníku. Hún erfrá Dorotia í Suður-Lapplandi og lief-
ur spilað frá 12 ára aldri. Henni finnst harmoníkuleikurinn skapa mikla
gleði og gerir kleift að eignast vini alltfrá 6 ára aldri til 100 ára, um
það sé skemmtilegt til að vita segir hún.
Það hefur hingað til þótt hvimleitt að
vera blautur, í ákveðnum skilningi þess
orðs. Hjá því að verða blautur varð þó
ekki komist, í öðrum skilningi orðsins,
um verslunarmannahelgina í Þrastaskógi
og víðar á útihátíðum um þá helgina.
Fagmenn í vatnsleka standa gjörsamlega
ráðþrota gagnvart leka sein streymir svo
hátt að ofan hefur þó verið reynt að grípa
til hugaraflsins og þvíumlíkra orkulinda,
en án árangurs.
Nóg þótti okkur um vatnsausturinn
1994 þegar aldrei stytti upp alla helgina
og í byrjun móts 1995. En þann spámann
sem hefði látið frá sér fara spá síðasta
verslunarmannahelgi myndi slá tvær hin-
ar fyrri algjörlega út í vatnsaustri hefðu
allir talið ruglaðan. Vatnið flæddi um allt.
Tjarnir uxu og döfnuðu og fólk tók stóra
sveiga framhjá þeim á leið sinni f heim-
sóknir til vina sinna. En húmorinn skorti
ekki og ég minnist heldur ekki að nokkur
hafi kvartað. Það var líklegra að heyra
spilað „Nú blika við sólarlag" eða „Und-
ir bláhimni“ og menn buðu upp á veiði-
leyfi í stærstu tjörnunum. Einn sagðist
hafa misst handlegginn undan sænginni
eina nóttina og vaknaði snögglega við
kælinguna þegar handleggurinn lenti í
tjörn inni í tjaldinu. Hjón nokkur þurftu
að flytja til nágranna í húsvagni vegna
vatnsaga í tjaldinu þar sem umhorfs var
eins og í sökkvandi skipi.
Vatnsveðrið varð til þess að verulega
dró úr aðsókn sem vænta mátti. Það
bjargaði miklu að hafa tvö 25 fermetra
samkomutjöld. Á milli þeirra breiddum
við 45 fermetra plastyfirbreiðslu og
þannig náðist nokkurt þurrt svæði á milli
tjaldanna fyrir markaðinn. í öllu hrikti
vegna hvassviðris en allt lafði þó saman
meðan á markaðnum stóð og fólk lék á
als oddi undir veðrinu með harmoníku-
undirleik sem bakrödd og ekki bar á öðru
en að viðskipti þrifust vel enda fjöl-
breytni mikil í vöruúrvali. Ekki var spil-
að mikið úti á svæðinu en því meir inni í
fortjöldum og í fellihýsum eða þar sem á
annað borð fannst vatns- og vindþétt þak.
Dagskráratriði
Dagskráin riðlaðist allmikið. Leikir
með börnunum voru erfiðir í framkvæmd
og ekki annað
hægt en að sleppa
þeim. Aðeins
einn tók þátt í
keppninni um
frumlegasta
hljóðfærið en það
var Vigfús Sig-
urðsson sem kom
sá og sigraði með
kastarholu hann-
aða með strengj-
um og boga, eins
konar kastarholu-
fiðlu. Á þetta
frumlega hljóð-
færi lék Vigfús
lag í gegnum
heimagerðan
bassa sem notað-
ur var árið áður
við hinn frumlega
kústabassa, hann
vann einnig til
verðlauna þá í
samskonar
keppni. Ein gönguferð þótti nægja í þetta
sinn en til heiðurs veðurfarinu var gengið
að býlinu Alviðru vestan við Sogsbrúna
með stansi við og við til að segja gaman-
sögur. Harmoníkubelgurinn í ár var veitt-
ur manni fyrir mikinn og dyggan stuðn-
ing við blaðið allt frá upphafi vega, ekki
síst fyrir að reka áróður fyrir því og út-
vegun áskrifenda. Vinningshafinn er Ás-
geir S. Sigurðson frá ísafirði fyrrverandi
formaður H.V. og S.Í.H.U. Svolítið
versnaði í því er finna átti yngsta harm-
oníkuleikarann (undir tvítugu). Hann
fannst ekki en samkomutjaldið fylltist af
fólki og varla hægt að segja bara takk
fyrir komuna. Gripið var til vararáðstaf-
ana og gamansögur sagðar í staðinn.
Hins vegar barst okkur í hendur frá búi
Grétars Geirssonar frá Áshól sænsk
flikka um 27 vetra, vel spilandi á tvö-
falda harmoníku og hún lék þarna fyrir
okkur ýmis danslög frá heimalandi sínu.
Stúlka þessi heitir Annika Bergström og
gerði góða hluti á fínlegan og fallegan
hátt. Samkoman í tjaldinu endaði með
samsöng og harmoníkuleik. Þetta var
virkilega skemmtilegt þó svo að þarna
hafi átt sér stað allt annað en lagt var upp
með.
Harmoníkukeppni í léttum dúr eða
moll féll niður vegna veðurs. Dansleik-
irnir á laugardagskvöld áttu sér stað við
luktarljós og á útidanspalli, þeir gengu
þokkalega enda hljómsveitirnar í sér
tjaldi. Urkoma var annars ekki svo mikil
þessi kvöld.
Við varðeldinn var svo þurrt að hægt
reyndist að spila án sérstakra verja. Ekki
brást heldur stemmningin þar fremur en
fyrri daginn og var mikið spilað og sung-
ið.
Að lokum þetta..
Það sem við harmoníkuunnendur höf-
um nóg af er gleðin og ánægjan yfir því
að vera saman. Við söknuðum þó margra
og við vissum líka að margir höfðu hug-
ann hjá okkur. Við látum þetta ekki
hrekja áform á braut heldur hlöðum raf-
hlöðurnar fyrir næsta ár.
Kæru mótsgestir nú sem fyrr, bestu
þakkir fyrir ánægjulegar stundir. Á næsta
ári verður útihátíð Harmoníkunnar haldin
í 10. sinn.
6