Harmoníkan - 01.10.1996, Side 11
Á heimsins stærsta harmoníkumóti:
Ransáter í Svíþjóð
Hilmar Hjartarson
/ lok giftingarathafnarinnar tóku brúðhjónin lagið með félögum sínum. Þau höfðu kynnst á
harmoníkumóti og giftu sig í Ransater með viðhöfn.
Frá vinstri: Rikhard Berglund sem verið
hefur mótsstjóri umliðin 12 ár og Bengt
Hedman einn stjómarmanna í 6 manna
mótsstjórn.
Tónlistin getur gert kraftaverk, það er
ljóst. Það er að stórum hluta þess vegna
sem menn láta ekki vegalengdir neinu
skipta þegar tónlistaráhugamenn eiga
kost á því að vera þátttakendur í
músikupplifun sem fellur að áhugasviði
viðkomandi. Harmoníkuáhugafólk er þar
síst undanskilið.
I sumar lögðum við hjónin land undir
fót til að taka þátt í vinabæjarmóti í Jak-
obstad í Finnlandi. A bakaleið áðum við í
Stokkhólmi og heimsóttum vini okkar
Lars Ek og frú og síðan sem leið lá í
frændsemisheimsókn til Vasterás í Sví-
þjóð. Þá var ekki svo ýkja langt eftir á
heimsins stærsta harmoníkumót. Með því
að aka nánast í hávestur til Karlsstad var
leiðin ekki löng til Ransáter og þangað
fórum við með tilhlökkunina og trú á
mikilfenglega upplifun uppá vasann.
Mótið fór fram 3.-7. júlí en áður en ég
reyni að lýsa á sem einfaldastan hátt
hvað gerðist þessa daga er best að fara á
upphafsreit þessa harmoníkumóts.
Ég hafði haft samband við fram-
kvæmdastjóra mótsins Rikhard Berglund
áður en við fórum frá Islandi og þar átt-
um við hauk í horni er á hólntinn var
komið. Ríkhard tjáði mér að stofnendur
mótsins hafi heitið Signi Gustavson og
Sven Hollkvist og að fyrsta mótið hafi
verið haldið 1972. Þá voru mótsgestir um
300 talsins. Að mótinu standa 15 harm-
oníkufélög í Vármlandsfylki. Árið 1978
fór aðsókn verulega að aukast og er enn á
uppleið, enda er unga fólkið að streyma
inn 1 auknum mæli. Á rnótinu nú í ár
1996 voru í hjólhýsum, húsbílum og
tjöldum milli 50-60.000 manns, en á
föstudags- og laugardagskvöld sem eru
tveir hápunktar hátíðarinnar áleit móts-
stjóri að liðlega 70.000 manns væru á
staðnum. Svæðið er geysistórt og fleiri
hektarar undir tjaldsvæði. Húsakostur
fyrir mótshaldið er gamalt stórbýli nteð
hlöðum og öðrunt útihúsum sem ýmist er
nýttur fyrir mótið eða sem safn og fyrir
ýmsa hefðbundna iðju Varmlandsfylkis-
fólks. Alls 500 manns vinna við móts-
haldið og þar af 200 manns frá héraðs-
stjórn fylkisins. Engin þiggur laun fyrir.
Utan þessa er 28 manna eftirlitshópur
sem sér um að mótsreglur séu virtar á
svæðinu en auk þess er lögregluvakt,
sjúkravakt og brunavarnir. Rikhard Berg-
lund hefur verið formaður mótsins í 12 ár
en auk hans eru 6 manns í mótsstjórn.
Markmið mótshaldsins er að halda uppi
menningararfi þeim sem fólginn er í
gönilum dönsum, söng, harmoníku- og
hljóðfæraleik sem ríkjandi var fyrr á
árum þar sem gleðitilfinningin var sett á
oddinn meðal fólksins.
Það er ekkert undarlegt við það að enn
í dag finni fólk sig fullkomlega á þess
konar skemmtunum og lætur einskis
ófreistað til að taka að fullu þátt í mótinu.
Við tókum eftir því að það virtist vera
stolt margra að geta sagt frá þvf að hafa
alla tíð mætt á mótið. Á Ransátermótinu
koma ekki upp mörg vandamál en ef
vandamála er leitað má nefna að ráðist
var í að byggja stærðar hótel á staðnum.
Þetta mál var talsvert til umræðu á mót-
inu vegna þess að það átti ekki langt í að
draga harmoníkumótið í gröfina. í bili
hefur verið dregið úr byggingarhraða en
nú þegar hafa nokkrir aðilar trúir harm-
oníkunni lofað allnokkrum peningafram-
lögum til framhalds verksins.
Annað sem ekki er síðra vandamál og
harmoníkuunnendurm alveg óskiljanlegt
en það er að sjónvarp og útvarp hafa eng-
an áhuga á að sýna þjóðinni lrá þessari
gleðiríku samkomuformi. Kannast nokk-
ur við svoleiðis hér heima?
I hverju er svo þessi gleði fólgin?
Þarna fær maður að sjá og heyra ntarga
bestu hljóðfæraleikara landsins og vfðar
að, grínara, söngvara og dansara. Eitt af
eftirminnilegustu atriðunum á mótinu
þetta árið var brúðkaup á stórri útisenu
inni á svæðinu. Brúðurin var sænsk og
lék á tvöfalda harmoníku en brúðguminn
var norskur bassaleikari. Þau höfðu
kynnst á harmoníkumóti og léku í lok
brúðkaupsins saman í fullum skrúða. At-
höfnin var afar virðuleg en þar lék ung-
lingaharmoníkuhljómsveit og söngkona
söng við eigin undirleik á harmoníku.
Balletdansmeyjar dönsuðu svo f lokin
kringum hið nýgifta par. Presturinn sem
var kona sagðist aldrei hafa upplifað aðra
eins gleði eins og er á slíku móti og hafði
11