Harmoníkan - 01.10.1996, Page 13
KRUMMARINIR FLUGU UTAN...
tiilmar Hjartarson
Krummarnir, frá v. Þorvaldur Bjömsson, Guðmundur Samúelsson og Jón Ingi Júlíusson.
Myndin er tekin sólbjartan sunnudag á verönd súmarhúss Jóns Inga nálœgt Laugarvatni er
œfingar stóðu sem hœst skömmu fyrir utanferðina.
Þeir nefndu sig „Krummana“ allir
söfnuðu alskeggi og þeir ákváðu að æfa
saman með það að markmiði að taka þátt
í alþjóðlegu harmoníkumóti á danskri
grund síðastliðið sumar, 17.-19. maí.
Hver og einn er harðgiftur og auðvitað
flugu konurnar með þeim utan líka til að
styðja menn sína í þessu áhugaverða
framtaki.
Krummarnir æfðu stíft þótt yvrið nóg
væri að snúast vegna væntanlegs lands-
móts og margra annara verkefna á miðju
sumri. Krummarnir eru í F.H.U.R.
Alþjóða harmoníkuhátiðin var haldin
að hluta til af því tilefni að Kaupmanna-
höfn er menningarborg Evrópu 1996 og
nærliggjandi bæir s.s. Alleröd. Hátíðin
birjaði í Kaupmannahöfn, þar sem voru
nokkrir konsertar m.a. með Matti
Rantanen. Ennfremur kom fram í Tivoli
40 manna hljómsveit Harmoníkufélags
Reykjavíkur. Krummarnir komu einu
sinni fram á tónleikum og höfðu hálftíma
til umráða. Konsertsalurinn var stórt
íþróttahús í Alleröd. Dagskrá Krumm-
anna var að mestu íslensk, og á þessa
lund. Tangóar eftir Maríu Markan; Blóm-
krónur titra og Þitt augnadjúp, Heimþrá
og Halló eftir Freymóð Jóhannesson (12.
september), Stungið af og á Góðri stund
eftir Jóhannes Jóhannesson, Jónsmessu-
nótt eftir Braga Hlíðberg, Skíðapolki eft-
ir Arna Isleifs og dönsk lagasyrpa. Tón-
listarflutningi þeirra þremenninganna var
forkunnarvel tekið og urðu þeir að leika
aukalag. Tónleikar innan íþróttahallar-
innar í Alleröd stóðu í tvo daga samfellt
frá kl. 14-24 báða dagana. Allsstaðar var
Farsímar álíka stórir og
armbandsúr...
Japanska símafélagið NTT hefur
framleitt síma sem er í laginu eins og
armbandsúr og vegur 70 grömm. Til
að hringja þarf einungis að þrýsta á
hnapp og nefna símanúmerið. NTT
telur að um sé að ræða minnsta far-
síma heims uppbyggðan á japanska
PHS farsímakerfinu.
Vonir standa til að síminn verði
kominn á markað um árið 2000 og
reiknað er með að hann kosti nálægt
50000.00 jen eða 463 dollara. Tækið
verður einnig hægt að nota sem úr.
harmoníkustemmning þessa daga og
margir fingraliprir eyrnakonfektsspilarar
komu fyrir augu og eyru áhorfenda. Má
þar nefna hinn nýkjörna 27 ára gamla
heimsmeistara Lelo Nika og Heidi frá
Danmörku, Musettensemble frá Péturs-
borg í Rússlandi þau Natalia á rússneskt
strengjahljóðfæri og Vladislav Semjanof
harmoníkuleikara. Brödena Fárm frá Sví-
þjóð auk fjölda hljómsveita frá Dan-
mörku. Auk heldur athygliverð hljóm-
sveit frá Lettlandi, allir léku á Weltmeist-
er harmoníkur, mjög vel samæft. Þá fór
fram þarna sérstök keppni í minningu
Mogens Ellegard. Þátttakendur komu
aðallega frá Evrópu. Verndari alþjóða
harmoníkuhátíðarinnar var danska
prinsessan Benedikta. Krummarnir segj-
ast mjög ánægðir með ferðina að öðru
leyti en því að rok og kuldi var í Dan-
mörku þennan tíma. Danmerkurferðin
var einkaframtak utan þess að F.H.U.R.
veitti nokkurn styrk til fararinnar og
komu þeir fram í einkennisbúning félags-
ins.
LEIÐRÉTTING
Leiðrétting vegna ferðasögu H.F.Þ.
í 2. tbl. 1995-96. eftir Hákon Jónsson
Af fyrirsögn og upphafi ferðasög-
unnar má ráða að ferðin hafi verið far-
in sumarið 1995. Það er ekki rétt því
ferðin varfarin sumarið 1994. Beðist
er velvirðingar á þessum mistökum.
AÐ UTAN,
andlát
+
Látinn er á þessu ári Palmer Huges
sem fjölmargir kannast við hér á landi
fyrir það að hafa gert kennslugögn fyr-
ir harmoníku. Kennarar bæði hér og er-
lendis hafa notast mikið við þessi gögn
fyrir nemendur sína í harmoníkunámi.
+
Fyrir nokkru lést Frakkinn Didi Er
Roussin úr krabbameini aðeins 47 ára
gamall en hann skrifaði bók um sögu
harmoníkunnar fyrir franska harm-
oníkusambandið, mikið verk og yfir-
gripsmikið. Hann skrifaði til blaðsins
Harmoníkunnar um að fá gögn og upp-
lýsingar héðan. Við fengum Högna
Jónsson til að svara þessu. Hann segir
að í bókinni sé mun meira efni um
sögu harmoníkunnar á Islandi en frá
hinum Norðurlöndunum.
13