Harmoníkan - 01.10.1996, Blaðsíða 14
Dansfíðringur á Borg
Síðsumardansleikur F.H.S.N. að Borg
í Grímsnesi í lok hundadaga var skemmt-
un góð og hóflega fjölmenn, en þar komu
saman nokkuð á annað hundrað manns.
A dansleiknum var húrrandi dansstemn-
ing. Hljómlistarmenn og söngvarar voru
frá F.H.S.N. og nokkrir meðlimir
F.H.U.R. tóku einnig þátt í flutningi tón-
listar. Samkomuhúsið að Borg hentar vel
fyrir dansleiki, þar er stór sena og dans-
gólf með borðum allt í kring og upp-
hækkuðu gólfi fyrir gesti í enda salarins
gengt senu. Þá er mjög rúmgott í anddyri,
snyrtingar og fatageymsla. Um þessa
helgi var algjört blíðviðri enda mætti
fjöldi manns úr Reykjavík bæði dansarar
og spilarar á laugardeginum og tjaldaði á
flötinni rétt framan við samkomuhúsið.
Auk þess var þar fyrir formaður F.H.S.N.
Olafur Th og kona hans Gyða. Úr þessu
varð lítið en líflegt harmoníkumót hluta
laugardagsins 24. ágúst og entist líka
lungann úr sunnudeginum. Sumir gáfu
sér þó tíma til að rölta út í móana að tína
ber í veðurblíðunni.
Agústnóttin er hættulega dimrn og
rómantrsk. Það tók nokkurn tíma að átta
sig í hvaða átt skyldi halda að tjöldunum
er dansleik lauk. Menn komu mislangt að
til að lyfta sér upp. Enga tel ég þó hafa
ekið aðra eins vegalengd á dansleikinn
eins og oddvitahjónin úr Arneshreppi á
Ströndum, en þau Gunnsteinn Gíslason
og Margrét Jónsdóttir óku liðlega 500 km
hvora leið. En þau völdu þennan dansleik
fyrir einu fríhelgi sína á sumrinu.
Hilmar Hjartarson
Afmælis-
kveðja
Fyrir rúmum áratug héldu tveir bók-
stafstrúar harmonikuunnendur hátíðleg
afmæli sín. Þetta eru þeir Hilmar Hjart-
arson og Þorsteinn R. Þorsteinsson. Þeir
eiga sama afntælisdaginn og má því
segja að þeir séu harmonikutvíburar
fæddir með fimm ára millibili. Þessi
örlagadagur er 14. apríl. Ekki er vitað
hve lengi afmælishófið hafði staðið,
þegar ótrúleg hugmynd kviknaði, en það
hlýtur að hafa verið nokkuð seint. Hug-
myndin var einfaldlega sú, að gefa út
blað fyrir aðra harmonikuunnnendur.
Allir vita hvernig fór. Blaðinu Harmon-
ikunni hafði verið slegið undir. Sex
mánuðum síðar fæddist svo afkvæmið,
dæmigert glasabarn. Það eru því rétt tíu
ár síðan fyrsta harmonikublaðið leit
dagsins ljós. Það þarf mikla bjartsýni,
til að reikna með að svona draumur geti
orðið að veruleika, og ennþá meiri kjark
og þrek til að láta hann rætast. Skýring-
in er að sjálfsögðu sú, að hvorugur hafði
komið nálægt blaðaútgáfu áður, en báð-
ir höfðu áhuga á því, sem þeir ætluðu að
gera. Við áskrifendur höfum ekki orðið
varir við fákunnáttu þeirra félaga í
blaðaútgáfu. Við höfum fengið okkar
blað með skilum og beðið spenntir
næsta blaðs. Fjölmargar fræðandi og
skemmtilegar greinar hafa birst í þess-
um þrjátíu blöðum sem kontin eru og
eiga vonandi eftir að birtast fleiri slfkar í
næstu þrjátíu. Við fáum fréttir af öðrum
áh'ka langt leiddum harmonikuunnend-
um og blaðið hefur orðið til að auka
tengsl milli félaganna. Það er fyrir
löngu orðið ómissandi þáttur í lífi okkar
og verður það meðan dragspil verður
hengt á hal eða sprund. Við sem erum
svo heppinn að vera harmonikuunnend-
ur erum stolt af því, eða hvaða annað
hljóðfæri getur státað af sérstöku blaði
um sig og sína? Mínar bestu hamingju-
óskir til blaðsins. Mégi það gleðja okk-
ur harmonikuunnendur sem lengst. Þið
Hilmar og Þorsteinn hafið unnið afrek.
Friðjón Hallgrímsson.
(bókstafstrúar harmonikuunnandi)
14