Harmoníkan - 01.10.1996, Qupperneq 15
HARMONÍKUTÓNLIST Á MARKAÐNUM
Friðjón Hallgrímsson dæmir plötur stigagjöf rósir tr 5 4 3 2 1
5 Framúrskarandi 4 Mjög gott 3 Gott 2 Ekki nógu gott 1 Ómögulegt
Það er ekki á hverjum degi sem er-
lendir hljómlistarmenn koma til íslands
að hljóðrita tónlist. Það var því sérstakt
ánægjuefni, þegar fréttist, að Finninn
óviðjafnanlegi Tatu Kantmaa, væri búinn
að leika inná disk, hér á landi, og það
austur á fjörðum. Diskurinn ber það tví-
ræða nafn „A tauginni" og er þar að finna
úrval af lögum eftir austfirska lagasmiði.
Um hljóðfæraleikinn á disknum þarf
ekki að fara mörgum orðum. Tatu leysir
verkefnið af hendi eins og búast mátti við
og á köflum jafnvel ennþá betur. Tökin á
hljóðfærinu er örugg og fumlaus og í
raun ótrúlegt,hvað honum tekst að
kroppa af sumum beinunum, sem eru
nokkuð kjöth'til. Reyndar geldur diskur-
inn þess á stundum, að ekki eru fleiri
hljóðfæri með í spilinu. Einkanlega á
þetta við í Suður ameríku dönsunum.
Sjálft lagavalið er alltaf matsatriði. í
bland eru þarna verulega góð lög, en síð-
an eru þarna fáein, sem jafnvel Tatu
Kantomaa, tekst ekki að gera áheyrileg.
Veiðimannapolkinn eftir Arna Isleifs,
er einn af burðarásum disksins og þar fer
Finninn á kostum. Eyþór Stefánsson á
þarna einn besta vals, sem undirrritaður
hefur heyrt í langan tíma. Sunnan golan
í meðförum Tatu er gullfallegt lag, sem
hefur alla burði til að lifa okkur Eyþór og
marga fleiri.
Sterkar Frosini áherslur, sem allar eru
heiðarlega fengnar, lyfta valsinum upp
fyrir aðra valsa. Þarna er að finna þræls-
kondinn polka, „Prakarann", eftir Hreinn
Halldórsson, sem einnig á fyrsta marsinn,
sem hljómar ágætlega sem byrjandaverk.
Norðfirðingurinn Bjarni H. Bjarnason á
heiðurinn af dæmigerðum norrænum
valsi, sem sómir sér vel í efri deildinni.
Þá má ekki gleyma tveimur skínandi lög-
um eftir Guttorm Sigfússon. Parísar-
draumur og Frissi fríski eru vel þess virði
að eignast diskinn. I báðum tilfellum er
flutningur Tatu frábær. Þá er ótalinn
kostulega góður polki, Snerpa, eftir
meistara Arna Isleifs. Þar fær Tatu að
leysa hið flóknasta fingrarím og klárar
sig af því með stæl.
A tauginni er kærkominn diskur fyrir
alla þá, sem njóta vilja fágaðs harmon-
ikuleiks. Flutningurinn hiklaus og áhersl-
ur með besta móti. Hins vegar hefði
óneitanlega verið áhrifameira, ef Tatu
hefði notið aðstoðar fleiri hljóðfæra og
nokkur laganna eru þess eðlis, að þau
þurfa beinlínis texa með sér,til að lifa.
Að lokum þetta. Harmonikufélag Hér-
aðsbúa á mikinn heiður skilinn fyrir það
eitt, að verða fyrst í tíu ár til að koma
Tatu Kantomaa að upptökutækjunum.
Framtak þeirra er til mikillar fyrirmyndar
og mættu fleiri félög taka þá sér til eftir-
breytni. Við harmonikuunnendur bjóðum
Tatu velkominn til landsins og bíðum
spenntir eftir fleiri diskum.
Friðjón Hallgrímsson.
Það vekur alltaf áhuga, þegar íslenskir
harmoníkuleikarar hljóðrita og gefa út
tónlist. Eitt það nýjasta á þessu sviði, er
Dizzy fingers. Þar leikur Hrólfur Vagns-
son tónlist af ýmsu tagi. Þar má finna sí-
gildar harmoníkuperlur eins og Karnival
í Feneyjum og Dizzy fingers í bland með
gömlum jassgæðingum á borð við Night
and day eftir Cole Porter að ógleymdum
Wild cat blues, sem gæti hæglega hleypt
upp hvaða dansleik sem væri við Isa-
fjarðardjúp. Dizzy fingers er óvenjuleg
að því leyti, hve fjölbreytta tónlist þar er
að finna og tæknilega séð á Hrólfur ekki í
neinum vandræðum. Þar að auki hefur
hann fengið í lið með sér fjóra frábæra
hljóðfæraleikara, sem eiga sinn þátt í að
gera diskinn að sérstaklega eigulegum
grip. Þó margir bókstafstrúar harmoniku-
unnendur sakni fleiri snarpari einleiks-
verka, er ekki hægt annað en að dáðst að
mörgum þeirra laga sem þeir félagar
leika. Tökum sem dæmi, franska lagið
Indiffirenc. Þar fer saman frábær léttleiki
og fágætur samleikur. Þá er þarna önnur
frábær perla, Sous le ciel de Pari (Undir
Parísarhimni.) Það hefur trúlega heyrst
franskari útgáfa en hjá þeint félögum, en
engu að síður er þarna á ferðinni stór-
kostlegur samleikur, og samtal gítars og
harmonrku í laginu er nokkurra rauðvíns-
flaskna virði. Bassinn lætur fara hæfilega
mikið fyrir sér og fullkomna verkið.
Glæsilegt. Night and day er margspilað
af ýmsum listamönnum og þeir Hrólfur
og félagar gera betur en flestir þeirra. í
túlkun þeirra ræður fágun og hófsemi
ríkjum og útkoman er frábær. Nokkur
einleiksverk eru á disknum. Fyrst er að
nefna Karnival í Feneyjum. Þar tekst
okkar manni vel upp,svo um munar.Eg er
ekki viss um, að ég hafi heyrt það betra.
Það er eitthvað í túlkuninni,sem hitti mig
beint í hjartastað. „Svona tónlist vil eg á
diskinn minn“. Stór-kostlegt. Býflugan
eftir Rimsky-Korsakoff suðar af sérstakri
list hjá Hrólfi, sem sýnir okkur hvað
hægt er að gera mikið, þó í mýflugu-
mynd sé. Frábært. Dizzy fingers er mjög
viðeigandi, sem titillag diskins og gefur
ágætlega til kynna, hvers er að vænta í
útsetningunum. Meðleikarar Hrólfs eru
allir þrautreyndir tónlistarmenn og fá að
njóta sín eins og við á, og Villikattablús-
inn hjá þeim Franz Bumann og Hrólfi er
eitt af skemmtilegustu lögum disksins, en
væri ekki upplagt að snúa við hlutverk-
unum næst. Útsetningar eru yfirleitt góð-
ar og margar frábærar, en svo eru tvær
eða þrjár, sem ég hefi ekki sæst við enn-
þá. Dizzy fingers er búinn að snúast
nokkrum sinnum á spilaranum mínum og
ekki í síðasta skipti. Það er vonandi að
sem flestir harmoníkuunnendur á íslandi
eignist þennan skemmtilega disk, því þeir
eiga það svo sannarlega skilið. Hvort
sem meistaranum líkar það betur eða
verr. Hann þarf svo sannarlega ekki að
leika stöðugan einleik, til að hljóðfærið
njóti sín, eða myndi einhver muna Sjó-
mannavalsinn, ef Siggi Ola hefði ekki
leikið aðra röddina í upphafi ? Eg bíð
spenntur eftir næstu hljóðritun.
Fríðjón Hallgrímsson
15