Harmoníkan - 01.02.2000, Blaðsíða 5

Harmoníkan - 01.02.2000, Blaðsíða 5
Harmonikusmiðurinn Olav Bergflötd Olav Bergflödt sýnir hér framleiðsluna á landsmótinu í Geilo. Síðastliðið sumar var ég kynntur fyrir manni í Noregi, sem ekki reyndist vera neinn venjulegur Jón. Mér var sagt að þennan mann yrði ég að tala við. Hann væri t.d.eini maðurinn sem vitað væri um að smíðaði harmonikur í Noregi, jafnvel á öllum norðurlöndunum. Hann fram- leiðir bæði ein- og tvöfaldar díatóniskar harmonikur. Ég lét ekki segja mér það tvisvar og rölti á staðinn þar sem hann var að sýna framleiðsluna utandyra í tjaldi á landsmótinu í Geilo. Ég kynnti mig og bauð góðan daginn á norsku, hann rak upp stór augu og bauð mér góð- an daginn á íslensku. Mig rak í rogastans því maðurinn talaði ágæta íslensku. Hann heitir Olav Bergflödt og er frá Moss við Oslóarfjörð. Hann hafði dvalið á Siglu- firði um þriggja ára skeið á árunum 1977 til 1979. Þar starfaði hann bæði hjá Siglo-Síld og á togara. Olav byrjaði að framleiða harmonikur fyrir 10 árum. Hann smíðar hvert einasta stykki sjálfur, nema tónana sem hann kaupir frá Italíu. Þangað fer hann, til að velja þá sérstak- lega. Hver harmonika er módelsmíð og mikil natni er lögð í allt handverkið. Það þarf ekki að skoða hljóðfærið lengi til að sjá vandvirknina í öllu. Olav hefur komið sér upp lítilli verksmiðju utan um framleiðsluna og hefur alltaf haft næg verkefni. Hann leggur nótt við dag alla daga vikunnar. Á sumrin ekur hann á milli harmonikumóta, sýnir fram- leiðsluna og gerir við harmonikur ásamt að taka við nýjum pöntunum. Það tekur nálægt þremur mánuðum að smíða þrjár harmonikur, ef þær eru allar eins. Harm- onikurnar hafa tónaskiptingar, og þegar ég spurði um verðið, sagði hann tvöfalda harmoniku kosta um 240.000,- ísl.kr. Olav fór utan til náms í Musik Instru- ment Akademiet í Þýskalandi og hefur því alla þá þekkingu sem þarf í slfka framleiðslu. Tónarnir eru fínstilltir eftir eyranu og notar Olav tannlækningatæki til að skrapa af tón. Stundum þarf bara eina rispu til að fullkomna verkið. Til þessa hefur hann staðið aleinn í þessu öllu. Nú er svo komið að pöntunum rign- ir yfír hann, eins og hann sagði mér fyrir nokkrum dögum, er ég hafði samband við hann í síma. Hann vantar nauðsyn- lega starfsmann, en erfitt getur reynst að finna þann rétta. Ekki leynir sér góður hugur til íslands og íslendinga. Olav vildi láta þess getið að hann væri mjög fús til að taka við pöntunum frá Islandi. Ég hef oft látið þess getið í blaðinu hvað við höfum ótrúlega lítið sinnt þessu skemmtilega hljóðfæri, diatónisku harm- onikunni og mætti verða bót á því. Er við renndum okkur inn á Titanohátíðina í Noregi, var Olav mættur með sitt við- gerðar og sýningartjald. Við áttum þar saman nokkrar ánægjulegar spjallstund- ir, þar sem hann naut þess að fá að tala íslensku. Vonandi á hann eftir að koma til íslands til að sýna landanum þessi fallegu handunnu listaverk og rifja upp gamlar minningar, sér og okkur til ánægju. H.H. HEIMUR HARMONIK- UNNAR I. DESEMBER Á fullveldisdaginn 1. desember síð- astliðinn brá stjórnandi þáttarins Reynir Jónasson upp á þjóðlegum þætti, sem var ákaflega vel til fundið á þessum merkisdegi í sögu þjóðarinn- ar. Hann minnti á mikilvægi íslenskrar tungu og gaf ekki mikið fyrir úrtölu- menn á því sviði. Reynir brá síðan á fóninn tónlist með íslenskum lagahöf- undum og harmonikuleikurum sem voru eftirtaldir. Haukur Sveinbjarnar- son, Árni ísleifs, Guttormur Sigfús- son, Bjarni H. Bjarnason, Eyþór H. Stefánsson, Hreinn Halldórsson, Bragi Hlíðberg, Jón Norðdal, og Sigfús Halldórsson. x IHAEMíDMIMJ- n MéHiDsm y VERKSTÆÐI TIL ALHLIÐA VIÐGERÐA Á HARMONIKUM AÐ KAMBASELI 6 RVK. HAFIÐ SAMBAND VIÐ GUÐNA í SÍMA 567 0046 / 845 4234 Askriftarverðlaun Eftirtalin nöfn komu upp er dregið var úr nöfnurn þeirra sem greitt höfðu áskriftargjaldið fyrir aldamót. Þrenn verðlaun voru veitt. Vinningshafar eru Svala Jónsdóttir Háuhlíð 6 Sauðár- króki. Hreinn Halldórsson Faxatröð 6 Egilsstöðum og Þórður J.O. Kristófers- son Hjallavegi 19 Reykjavík. Verð- launin voru harmonikugeisladiskurinn Flick-Flack leikin af Norðmanninum Emil Johansen. Emil keppti fyrir hönd Norðmanna í Evrópumeistarakeppn- inni í Frosinitónlist síðastliðið haust. Bestu þakkir og til hamingju með vinn- inginn. Útgefandi 5

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.