Harmoníkan - 01.02.2000, Blaðsíða 15

Harmoníkan - 01.02.2000, Blaðsíða 15
Gísli H. Brynjólfsson spilar fyrir 800 manns Ferð á harmonikumót í Caister on Sea í Englandi „Caister Accordion Festival 1998“ Annar hluti - framhald frá I. tbl. Ekki höfðum við nú neinn tíma að sinni til að hvíla okkur, en fórum nánast strax í svokallaðan „Neptune“ sal, stóran sal, sem tekur áreiðanlega nærri þúsund manns í sæti. Þar spiluðu bæði hópar frá hinum ýmsu félögum, svo og einstak- lingar. Minnisstæðastur þeirra er hann Harry Hussey, sem spilaði þarna swing - tónlist. Hann er sagður hafa á hreinu nán- ast alla tónlist - bara nefna lagið og hann spilar það! Ég talaði við hann og spurði hann - án ábyrgðar - hvort hann myndi vera til í að koma til Islands, til dæmis á landsmót eða í boði einhverra félaga og tók hann mjög vel í það og spurði um leið, hvort konan sín mætti koma með! Harry þessi spilaði líka dinner músik alla dagana. Ég á í fórum mínum nokkra geisladiska með þessum frábæra harmon- ikuleikara. Þarna spilaði líka frægur breskur harmonikleikari, Sue Coppard. Hljómsveit Ron Hodgson og með honum afburðasnjall spilari, Julie Best, einhver með allra bestu spilurum bretanna. Ron þessi er þekktur hljómsveitarstjóri og út- setjari. Svo spilaði þarna líka þriðji ís- lendingurinn, sem þarna var á ferð; Karl Jónatansson og með honum í einu laginu, „Ljósbrá" spilaði Amanda Dunn, sem einu sinni bjó á Islandi og var þá í hljóm- sveitinni hans Karls. Annars var alveg ótrúlega mikið, að gerast á mótinu. Það var byrjað alla dag- ana kl. hálf tíu á morgnana og spilað í öllum hornum nánast óslitið fram yfir miðnætti. Svo var bara að velja. Um miðjan laugardag var t.d. Frosini keppni og svo spilaði sigurvegarinn um kvöldið. Sá heitir David Nesbit frá Skotlandi, að- eins 16 ára gamall og lék á píanóharmon- iku. Mér kom í hug hann Tatu Kantomaa , þegar David var að spila. Þetta kvöld spilaði líka ítalskur snillingur, Giancarlo Caporilli og svo hann Lars Ek, sem spil- aði m.a. við kynninguna á sigurvegaran- um úr Frosini keppninni. Einnig lék þarna Gary Blair Ceilidh Band, skosk hljómsveit sem Gary þessi Blair leiddi. Er sá mjög vinsæll í sínu heimalandi. Hún er mikið gargandi músettan þeirra skotanna. Um kvöldið var dansleikur og spilaði önnur skosk hljómsveit fyrir dansinum. Margir fóru seint að sofa þetta kvöld og var verið að spila í hinum ýmsu sumar- húsum. Ég kom í hús þetta kvöld þar sem var samankomið fólk úr ýmsum félög- um; frá York, London og fleiri stöðum. Það var gaman að spila með þeim. Var gengið á röðin og fólk beðið að „koma með lag“! Veðrið var svipað alla dagana í Caister; 7-8 stiga hiti og rigningarúði öðru hvoru. Allir grasblettir fagurgrænir. Einn morguninn skein þó sólin glatt. Bretunum fannst kalt í veðri. Nú var allt í einu kominn sunnudagur. Frá því klukkan 9.30 um morguninn var ýmislegt um að vera í Neptune salnum; Til dæntis hljómsveit þar sem allir sem vildu máttu spila með, sýnishorn af tölvutónlist o.tL, o.fl. Eftir hádegi fórum við nokkur saman í sal, sem heitir Coasters og er niðri við Norðursjávar- ströndina. Þarna var fullt af fólki og máttu allir sem vildu troða upp. það var spilað á harmonikur aðallega og svo söng þarna maður og spilaði á gítar. Svo var líka dansaður þarna línudans! Þarna var líka fjöldasöngur og bretarnir sungu sitt Fyrr var oft í koti kátt og Hvað er svo Ólaíur Th Ólafsson glatt? ! Haldið var á loft stórum spjöld- um með textunum á, svo að allir gætu fylgst með. Sinn er siður í landi hverju. Nú var farið heim og drukkið te og svo fórum við Gísli á markaðinn til að skoða okkur um. Markaður þessi, risastór stóð yfir á laugardeginum og sunnudeg- inum þarvoru til sölu harmonikur nýjar og notaðar af ýmsum stærðum og gerð- um og virtist mér verðið vera mjög svip- að og hérna heima. Þarna voru vörumerki sem ég hafði aldrei séð fyrr, svo sem „FratelIi“og þá hnappanikkur, sem frakk- ar nota mikið. Einnig gífurlegt safn af nótum fyrir harmoniku svo og allskonar dót annað tengt hljóðfærinu, svo sem minjagripir af ýmsu tagi. Ég hef aldrei séð annan eins fjölda af harmonikum saman kominn á einum stað! Þarna kost- uðu nýjir geisladiskar fjögur pund, 476 krónur! Niðurlag í nœsta blaði. Frá vinstri: Gísli Brynjólfsson og Helgi Guðmundsson. Á nokkra óselda geisladiska með Emil Johansen „Flick-Flack“ - sími 565 6385

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.