Harmoníkan - 01.02.2000, Blaðsíða 3

Harmoníkan - 01.02.2000, Blaðsíða 3
FRÆÐSLU, UPPLYSINGA OG HEIMILDARIT FELAGA S.LH.U. OGANNARRA AHUGAMANNA STOFNAÐ 14. APRIL 1986 Abyrgð: Hilmar Hjartarson, Ásbúð 17, 210 Garðabæ, símar 565 6385 & 896 5440 netfang: harmonikan@simnet.is Ritvinnsla: Hjörtur E. Hilmarsson Prentvinnsla: Prenttækni ehf. Blaðið kemur út þrisvar á ári. í október, febrúar og maí. Gíróreikningur nr. 61090-9. Meðal innihalds blaðsins: Tvöþúsund vandinn ........3 Harmonikusmiður...........5 Landsmót framhald.........6 Nýtt harmonikumót.........7 Nótusíðan.................8 Viðtalið: Jón Árnason frá Syðri-Á............9 Frosinikeppnin ‘99 ......12 ÓlafurTh. grein - 2......15 Ýmislegt fleira efni í blaðinu. Handrit fyrir næsta blað þurfa að berast fyrir 1. maí 2000. Auglýsingaverð: Baksíða 1/1 síða kr. 12.500 1/2 síða kr. 6.250 Innsíður 1/1 síða kr. 10.500 1/2síðakr. 6.800 -“- 1/4síðakr. 3.800 -“- 1/8síðakr. 2.800 Smáauglýsing kr. 1.500 AUGLÝSIÐ í HARMONIKUNNI ódýrasta auglýsingaverðið Tvöþúsund vandinn! Gleðilegt ár kæri les- andi og bestu þakkir fyrir kort og árnaðaróskir um aldamótin. Ekki veit ég hvort við, innan harmonikufjöl- skyldunnar getum talað um eiginlegan 2000 vanda nema ef vera skyldi í líkingum. Samt er það nú svo að manni verður tíðrætt um vanda sem oftsinnis blasir augljóslega við að mati þess sem skrifar. Það verður æ meira að- kallandi að bregðast hart við og bæta úr þeim kennaraskorti sem þegar er vandamál, f það minnsta fyrir lengra komna nemendur í harmonikuleik. Við höfum þegar séð og vit- um vel að margir efnilegir nemendur eru í vanda um þessar mundir og ef ekki verður þegar brugðist við, gröfum við undan áhuga og sjálfsöryggi þessa fólks. Jafnframt held ég að nauðsynlegt sé að fá erlendan kennara til að halda námskeið fyrir tónlistarkennara í harmonikuleik til að efla þekkingu og áhuga þeirra. Ef til vill má leita til Norðurlandanna, Baltnesku landanna eða Rússlands í því skyni. Ekki hefur illa gengið að lokka dans- meyjar hingað frá þessum löndum. Allflestir bjarga sér á enskri tungu. Með samstillingu getum við, í náinni framtíð, látið land okkar verða þekkt fyrir góða harmonikuleikara. Eitt vakti athygli mína er ég horfði á mynd- bandið sem gert var af landsmótinu 1999. Um myndbandið má reyndar flest gott segja, og fyrir utan góð atriði með harmonikuleik var bætt inn kynningum um Siglufjörð og er það vel. En þar sem við viljum allt fyrir unga fólkið gera, skaut skökku við að ung- menni sem gerðu góða hluti á landsmótstón- leikunum sáust ekki á umræddu bandi eða heyrðust ekki öllu heldur. Slíkt er óþarfi! Þar sem skollin eru á mánaðarmót febrú- ar mars undrar mig mjög að ekki skuli hafa heyrst neitt um næstu hæfileikakeppni í harmonikuleik, hvað þá heldur Islandsmeist- arakeppni. Illa trúi ég að engar umræður séu í gangi um þetta bráðnauðsynlega þróunar- starf. Ég ímyndaði mér, með framtaki F.H.U.R. í fyrra, væru menn loks komnir fram í hellismunnann, og myndu halda áfram alla leið út í veröldina. Við vitum að slík keppni kostar fyrirhöfn og peninga, það er engin spurning, en við vitum líka að hún er uppbyggjandi, ögrandi og skapar metnað. Ef F.H.U.R. telur sig ekki geta staðið í þessu verður einfaldlega að sameina krafta eða fá úr því skorið hver eigi að vera driffjöður fyr- ir alvöru keppnishaldi. Ekki skortir nú orðið hæfileikaríka harmonikuleikara. Hvernig ætla menn að byggja upp framhaldið á nýrri öld? Svarið getur ekki orðið annað en „markvisst“. Ég er ekki að beina orðum mínum á þann veg að allir ættu að vinna eins, heldur vinna skipulega. Það skilar ávallt bestum árangri, hvað sem verið er að fást við. Maður nokkur nefndi við mig, að honum þætti verst í sínu félagi að fá ekki í hendur hvað stæði til í félaginu yfir starfsár- ið, jró hann vissi til að stjórnin hefði fundað. Það sýndi líka, að með því að senda bréf til félagsmanna, væri hinn almenni félagi ein- hvers virði. Kannast kannski fleiri við þenn- an tjáningaskort? I sambandi við blaðið eru ekki neinar stökkbreytingar framundan, best að setja ekki upp stórbrotinn loforðalista, en hagræða einu og öðru eins og gert hefur ver- ið af og til. Eins og ég hef alltaf sagt stendur blaðið opið fyrir óskum og ábendingum frá lesendum. Ég vona að enginn 2000 vandi fari að banka upp á í byrjun aldarinnar, varð- andi blaðið ef mér leyfist að taka þannig til orða. H.Hj. Forsíðumyndir: Efrí myncl: Matthías Kormáksson er fyrstur hérlendra harmonikuleikara af ungu kynslóðinni sem tekur þátt í keppni erlendis. Hér leikur hann á harmonikuna sem hann keppti með. Myndin er tekin í Ráðhúsi Reykjavíkur. Neðrí mynd: Blaðið kýs án þess að hika hljómsveit Félags Harmonikuunnennda á Selfossi og ná- grennis „Frumlegustu hljómsveit landsmóts 1999". Hljómsveitin náði athygli áhorfenda svo um munaði, með léttri og bráðlifandi framkomu. Frá vinstri Gísli Geirsson, Þorsteinn Guðmundsson, Baldur Loftsson, Ólafur Th Ólafsson, Þórður Þorsteinsson, Guðbjörg Helga Einarsdóttir, Ólafur Bachmann, stjómandinn og gítarleikarinn Helgi E. Kristjánsson og sonur hans, Óðinn B. Helgason bassagítar. Því miður verð ég að láta bíða viðtalið við Fjodorov bræður þar til f næsta blaði vegna plássleysis. 3

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.